Fréttablaðið - 25.03.2006, Síða 26
25. mars 2006 LAUGARDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði,
stórafmæli, andlát og jarðarfarir í
smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
JARÐARFARIR
13.30 Margrét Helgadóttir,
Reynivöllum 4, Selfossi,
verður jarðsungin frá Sel-
fosskirkju.
14.00 Sverrir Sigurðsson, Hlíð-
argötu 41, Fáskrúðsfirði,
verður jarðsunginn frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju.
14.00 Aðalheiður Þorsteinsdóttir
frá Litlu-Tungu í Holtum,
Grænumörk 2, Selfossi,
verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í Holtum.
14.00 Erlendur Guðlaugsson,
Meiðastöðum, Garði verður
jarðsunginn frá Útskála-
kirkju.
14.00 Hermann Sigurvin Þorgils-
son, Hrísum, Fróðárhreppi,
Ólafsvík, verður jarðsung-
inn frá Brimisvallakirkju í
Fróðárhreppi.
ANDLÁT
Guðmundur Geir Ólafsson,
Grænumörk 3, Selfossi, lést á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 21. mars.
Edith Olga Clausen, Seljahlíð,
áður Goðheimum 13, lést laugar-
daginn 18. mars. Útför hefur farið
fram í kyrrþey.
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
Hafnarbraut 20, Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn
miðvikudaginn 22. mars.
Már Ágúst Björgvinsson verslun-
armaður, Hörgslandi á Síðu, lést
fimmtudaginn 22. mars.
MERKISATBURÐIR
1807 Breska þingið afnemur
þrælahald í Vestur-Indíum.
1838 Póstskip kemst til landsins
eftir miklar hrakningar
en það átti að leggja að í
nóvember árið áður.
1901 Fyrsti Mercedes-bíllinn er
frumsýndur á bílasýningu í
Nice.
1975 Friðlýsing Vatnsfjarðar
í Barðastrandarsýslu er
samþykkt og friðlandið um
eitt hundrað ferkílómetrar
að stærð.
1975 Faísal konungur af Sádi-
Arabíu er skotinn til dauða
af frænda sínum.
1992 Alþingi samþykkir breyt-
ingar á lögum sem leyfir
löndun á afla úr erlendum
veiðiskipum.
CLAUDE DEBUSSY (1862-1918)
LÉST ÞENNAN DAG
„Umfram allt, herrar
mínir og frúr, verðið þið
að gleyma að þið séuð
söngvarar.“
Franski snillingurinn Debussy
hafði ákveðnar skoðanir á því
hvernig tónlistin hans skyldi flutt.
Á þessum degi árið 1957 skrifuðu
nokkur ríki Evrópu undir svokall-
aða Rómarsáttmála sem marka
upphaf Evrópusambandsins eins
og við þekkjum það í dag.
Sáttmálarnir eru tveir talsins
og varð annar þeirra mikið frægari
en hinn en það er stofnsáttmáli
Evrópubandalagsins. Minna hefur
farið fyrir Rómarsáttmálanumum
stofnun Evrópska bandalagsins
um kjarnorku sem átti að stuðla
að friðsamlegri nýtingu kjarnorku.
Sex ríki stóðu að samningun-
um en það voru Belgía, Frakk-
land, Holland, Ítalía, Lúxemborg
og Vestur-Þýskaland. Tilgangur
bandalagsins var að stuðla að
samkennd meðal ríkja Evrópu eftir
seinni heimsstyrjöldina. Undir-
liggjandi var líka trygging á því að
Þýskalandi og Frakklandi lenti ekki
saman á ný.
Frá undirritun Rómarsátt-
málana hefur Evrópusambandið
vaxið á ógnarhraða en sáttmálinn
aldrei misst gildi sitt. Í honum
er að finna mörg af meginmark-
miðum Evrópusambandsins
sem litið er til í dag eins og fyrir
fimmtíu árum. Rómarsáttmálinn
og Maastricht-sáttmálinn frá 1991
mynduðu hálfgerða stjórnarskrá
Evrópusambandsins þangað til
eiginleg stjórnarskrá var gerð nú á
dögunum.
ÞETTA GERÐIST > 25. MARS 1957
Ríki Evrópu skrifa undir sáttmála í Róm
HÖFUÐSTÖÐVAR ESB Í BRUSSEL
Sigurður Karlsson vill sjálfur kalla sig
leikara á eftirlaunum. Hann heldur
upp á sextugsafmælið sitt í borginni
Turku í Finnlandi þar sem hann býr nú,
aðallega við leik, en einhver störf
svona til hliðar.
„Ég er að skemmta mér við að þýða
úr finnsku en það er hæfilega erfitt og
reynir á höfuðið. Ég hef alltaf haft
meiri trú á heilaleikfimi en vöðvaleik-
fimi,“ segir Sigurður hæstánægður
með lífið og tilveruna. Eftir að hafa
verið leikari í fjörutíu ár fannst Sig-
urði tími til kominn að breyta til. „Ég
ákvað að fara að læra finnsku og hef
verið að læra hana bæði við háskólann
og með ýmsu öðru móti. Finnska er
mjög spennandi tungumál.“
Sigurður segir lífsmunstur sitt vera
þægilegt og vildi helst ekki hafa það
öðruvísi. „Mér finnst voðalega nota-
legt að ráða mínum tíma. Ég hef nóg að
gera og hef eiginlega ekki mátt vera að
því að njóta þess að vera ekkert að
gera. En ég stefni að því að setjast
niður með tærnar upp í loftið og gera
ekki neitt.“ Hann sér þó ekki fyrir sér
nákvæma tímasetningu á því hvenær
hælarnir fara að vísa niður fyrir alvöru
en veit að það verður að minnsta kosti
ekki fyrr en sumri fer að halla. „Í
sumar stendur til í annarri borg hérna
í Finnlandi að setja upp íslenskt leikrit
í svokölluðu sumarleikhúsi. Borgar
Garðarsson ætlar að leikstýra leikrit-
inu „Þið munið hann Jörund“ eftir
Jónas Árnason og hann vill að ég verði
með í því og leiki eina Íslendinginn í
leikritinu. Mér finnst spennandi til-
hugsun að fá að prófa þetta finnska
sumarleikhús sem er gjarnan undir
berum himni,“ segir Sigurður og tekur
undir með blaðamanni að verkefnið sé
mjög spennandi, svona fyrir fyrrver-
andi leikara.
Hann er því með margt á prjónun-
um og kippir sér ekki upp við lítilræði
eins og sextugsafmæli. „Þetta gerist
hvort sem maður gerir eitthvað í því
eða ekki. Afmælið var bara tækifæri
fyrir mig að bjóða fólki að koma hing-
að,“ segir Sigurður. Hann býst við um
tuttugu manns í „voðalega flottan mat“
á veitingahúsi í bænum. „Ég lét það
boð út ganga að þeir sem gerðu sér
erindi og kæmu í heimsókn til mín
fengju að minnsta kosti eitthvað að
borða. Tíu manna hópur ákvað að koma
frá Íslandi og eru það nánustu ættingj-
ar ásamt kærustum og mökum. Svo á
ég von á ýmsu fólki sem ég hef verið í
tengslum við hérna í Finnlandi og við
ætlum bara að hafa það skemmtilegt.“
SIGURÐUR KARLSSON: SEXTUGUR Í DAG
Vill sitja með tærnar upp í
loftið og gera ekki neitt
SIGURÐUR KARLSSON Fær nánustu fjölskyldu í heimsókn til Finnlands í tilefni af sextugsafmælinu. Þrátt fyrir að vera leikari á eftirlaunum er Sigurður með
nóg á prjónunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrir okkar hönd, fjölskyldna okkar og
annarra nákominna færum við öllum
innilegar þakkir sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
Böðvars G. Baldurssonar
Smárarima 74, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust hann í
veikindum. Guð blessi ykkur.
Gerður Jensdóttir
Grétar Böðvarsson
Signý Marta Böðvarsdóttir
Haukur Böðvarsson.
Bróðir okkar,
Jónas Helgason
frá Gvendarstöðum,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
föstudaginn 17. mars, verður jarðsunginn frá
Þóroddstaðarkirkju í dag klukkan 14.
Rannveig Helgadóttir
Sæmundur Helgason
Oddur Helgason
Jórunn Helgadóttir
Kristín Helgadóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
Kjartan Rósinkrans Stefánsson
rafvirkjameistari,
lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn
14. mars. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju
mánudaginn 27. mars. kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknar- og vinafélagið Bergmál.
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir Skúlína Sigurveig Stefánsdóttir
Guðrún Anna Kjartansdóttir Páll Á. R. Stefánsson
Elínborg Kjartansdóttir Össur S. Stefánsson
Stefán Rósinkrans Kjartansson Sjöfn Marta Hjörvar
Barnabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
Jóns Sigurðar Péturssonar
Teigagerði 1, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Hjúkrunarþjónustu Karitas.
Herdís Sigurjónsdóttir
Magni Sigurjón Jónsson Kristín Björnsdóttir
Þorbjörg Jónsdóttir Jóhannes Á. Kristinsson
Borghildur Anna Jónsdóttir
Pétur Jónsson Sigrún Ólafsdóttir
Helga Björk Jónsdóttir Daníel B. Gíslason
Áki Ármann Jónsson Alda Þrastardóttir
Barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Ásthildur Magnúsdóttir
frá Tjaldanesi,
andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
fimmtudaginn 23. mars sl. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 30. mars
nk. og hefst athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður í
Gufuneskirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristjón, Hólmfríður og Lára Sigurðarbörn
Ásthildur, Guðrún og Þórarinn Magnúsarbörn.