Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 32

Fréttablaðið - 25.03.2006, Side 32
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR32 Sjálfshjálp í Borgarleikhúsinu Andri Snær Magnason kynnti Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð fyrir fullum sal í Borgarleikhúsinu í byrjun vikunnar. Valgarður Gíslason ljósmyndari fylgdist með Andra fyrir, á meðan og eftir kynninguna. Á BAK VIÐ TJÖLDIN Forsjálir gestir mættu snemma í Borgarleikhúsið til að tryggja sér sæti, en fyrr en varði var salurinn orðinn fullur. ALLT Á SÍNUM STAÐ Andri gluggar í Draumalandið áður en hann fer á svið og gætir þess að allt sé þar sem það á að vera. OG HEFST ÞÁ LESTURINN KK hitaði salinn upp áður en Andri Snær fór á svið og sá til þess að stemningin var eins og hún átti að vera. Andri var tvístígandi til að byrja með, sem skrifast sjálfsagt á taugaóstyrk, en ljóst var frá fyrstu mínútu að hann átti hug flestra í salnum. Í HVORN FÓTINN Á AÐ STÍGA? Fátt róar taugarn- ar meira áður en gengið er á svið en að ganga fram og til baka um gólf með hendur í vösum. TAKK Að loknu uppistandinu risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu Andra lof í lófa en hann þakkaði fyrir sig og hneigði sig bljúgur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.