Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 36
25. mars 2006 LAUGARDAGUR36
Ljóðlistin fjallar um núið. Skáldsagan fjallar um for-tíðina og leikrit, til dæmis
eftir Ibsen, fjallar um framtíðina,“
segir Johannes Møllehave þegar
hann er spurður hvers vegna hann
álíti ljóðlistina öðrum bókmennta-
greinum fremri. Johannes hefur
verið gestur hér á Íslandi síðast-
liðna viku og ferðast með ljóðapró-
gramm, ásamt djasstríói, vítt og
breitt um landið. Í Reykjavík tróð
hann upp í Norræna húsinu og
fjallaði um danska ljóðlist, gestum
til mikillar ánægju.
Johannes Møllehave kallar sig
alþýðufræðara. Hann er rithöf-
undur, skáld og prestur með meiru
– sérfræðingur í H.C. Andersen,
Kierkegaard, Shakespeare,
Dostojevskí og norrænu fornsög-
unum. Stundum gerist hann leið-
sögumaður fyrir danska
áhugamenn um bókmenntir og
sögu um söguslóðir á Íslandi, heim
Shakespeares í Bretlandi og þess
á milli til St. Pétursborgar. Kunn-
ugir segja að hann hafi einstaka
hæfileika til að útskýra hinn
flókna heim þeirra miklu bók-
mennta sem hann hefur tileinkað
sér á einfaldan og skýran hátt
þannig að allir geti skilið þær. Í
Danmörku eru vinsældir hans
sem fyrirlesara og viðmælanda í
fjölmiðlum sagðar „stjarnfræði-
legar“. Þegar Johannes Møllehave
talar, hlusta allir. Hann fyllir
hvaða sal sem er í Danmörku
þegar hann kemur og treður upp.
Það var heljarinnar upplifelsi
að sitja á kynningu hans á danskri
ljóðlist í Norræna húsinu. Með
gleraugun hátt uppi á enni las
hann dönsk ljóð, útskýrði hvað
væri sérstakt við ljóðin sem hann
las og tengslin á milli þeirra. And-
litið allt á iði, birta í augunum.
Salurinn hreifst með.
Ljóð á hverjum morgni
„Ljóðinu tekst alltaf að opna augu
manns fyrir einhverju sem var
manni áður hulið,“ segir Johann-
es. „Þar sér maður að allt í lífinu
tengist á einhvern hátt og þau
opinbera manni mannlegar tilfinn-
ingar. Ég byrja hvern einasta dag
á því að lesa ljóð. Það gerir mér
auðveldara að takast á við daginn
framundan. Ég hef oft velt því
fyrir mér hvers vegna læknar á
sjúkrahúsum hafa það ekki fyrir
reglu að lesa ljóð á morgnana. Það
þurfa þeir að gera víða á sjúkra-
húsum í Bandaríkjunum, vegna
þess að menn hafa gert sér grein
fyrir að ljóðið er eina leiðin til að
skilja hvað aðrar manneskjur eru
að hugsa.
Þið Íslendingar eigið skáld sem
hefur einstakan hæfileika til að
koma mannlegum tilfinningum og
örlögum til skila. Það er Einar Már
Guðmundsson. Hann er fyrst og
fremst skáld, í öðru lagi sagnahöf-
undur. Ég myndi ganga svo langt
að segja að hann sé eitt dásamleg-
asta núlifandi skáld heimsins. Jafn-
vel sögur hans eru hrein ljóðlist.
Þú getur sagt allt í ljóði. Þar
getur þú lýst annarri manneskju á
mun nákvæmari hátt en í sögu,
vegna þess að þú ert að lýsa anda
hennar, hver hún er. Þú getur lýst
augum hennar og rödd og hjarta-
lagi. Þessu getur þú komið til skila
í ljóði þannig að lesandinn skilur
nákvæmlega hvernig manneskju
þú ert að lýsa.
Annað skáld sem ég held mikið
upp á er Gunnar Ekelöv, sem er
uppalinn í Svíþjóð. Í einu ljóði sínu
segir hann eitthvað á þá leið: „Þú
getur ekki þjáðst án þess að elska/
Þú getur eki elskað án sársauka.“ Í
þessu felst stór og mikill sannleik-
ur.“
Ástríður og tilfinningar
„Í fornum menningarheimum er
mikið fjallað um ástríður. Að vera
ástríðufullur þýðir að þú hefur
miklar tilfinningar. Ástríður þínar
eru persónuleiki þinn. En það eru
til ólíkar tegundir af ástríðum.
Hjá Grikkjum til forna snerust
þær um að lifa lífinu til fulls, sætta
sig við allar tilfinningar. Þeir lifðu
ástina, gleðina, afbrýðisemina,
reiðina, sársaukann; lifðu og dóu
fyrir ástríður sínar. Tilfinningar
voru upphaf allra örlaga. Núna
hefur þetta breyst.
Þú þarft ekki annað en fara
niður á strönd á fallegum sumar-
degi til að sjá breytingarnar. Þar
eru börnin að leika sér í sjávar-
málinu, fullorðna fólkið er að lesa.
Karlarnir lesa tímarit um tölvur
og bíla og þessháttar, konur lesa
tímarit og bækur um tilfinningar.
Sínar eigin tilfinningar; tilfinning-
ar eiginmannsins, tilfinningar
barnanna, tilfinningar allra. Karl-
ar í dag hafna því að lífið snúist
um tilfinningar. Það er mjög
heimskulegt vegna þess að eina
leiðin til að skilja annað fólk er að
skilja sjálfan sig. Yfir borgarhlið-
inu í Delfi var skilti til forna þar
sem stóð: „Þekktu sjálfan þig“ og
ein af grundvallarkenningum
Kierkegaards var: „Þú verður að
vita hver þú ert.“ Þekkirðu einn
mann, þekkirðu alla menn. Ef þú
þorir.
Hins vegar er það svo að fólk
vill ekki þekkja, horfast í augu við
og viðurkenna ýmsa þætti í sjálfu
sér. Það vill bara sjá það sem er
viðurkennt sem gott. Það afneitar
löstum sínum og göllum. Þegar
það hittir fólk sem kallar fram
þessa lesti og galla telur það sér
ógnað, sér óvini í hverju horni.
Það yfirfærir sína eigin galla á
aðra.“
Johannes segir það eitt ein-
kenni nútímans að manneskjan
óttist tilfinningar. Hún sé hrædd
við sorgina, reiðina, jafnvel bara
blendnar tilfinningar. „En tilfinn-
ingar eru náttúrulegar. Og þær
kristallast í ljóðlistinni. Það er
falleg athöfn að lesa góða ljóðlist.
Það er eins og að horfa á fallegt
málverk eða fallega konu. Það er
fegurð í ljóðlistinni. Hún samein-
ar svo marga þætti.“
Mótlæti, andstaða og höfnun
„Þú getur farið í háskóla og lært
siðfræði – sem kennir okkur hvað
er gott, heimspeki – sem kennir
okkur hvað er satt, fagurfræði –
sem kennir okkur um fegurðina
og trúarbragðafræði – sem kennir
okkur um eilífðina. Þessar greinar
eru þannig að ef þú leggur stund á
eina þeirra ertu að læra hinar. Allt
þetta felur ljóðlistin í sér. Og það
verður aldrei betra að segja lygar
en sannleika. Í Snorra-Eddu hef-
urðu mjög skýr dæmi um það.“
Johannes segist hafa fengið
áhuga á ljóðlist á æskuárum og sá
áhugi hafi styrkst með hverju ári.
„Ég hef oft þurft að takast á við
mínar eigin tilfinningar. Ég hef
gengið í gegnum missi og sorgir,
þurft að taka mótlæti, andstöðu og
höfnun. Það er hluti af því að
lifa.“
Í viðtalsbókinni „Møllehave –
et liv har fem akter (Møllehave –
lífið er í fimm þáttum), sem Jakob
Kvist skráði, lýsir Johannes við-
brögðum sínum við dauða föður-
ins, móðurinnar og eiginkonunnar,
Herdísar. Faðir hans, sem var
kennari, lést snögglega fyrir aldur
fram og var syninum mikill harm-
dauði. Samband þeirra var mjög
kært og Johannes segist hafa grát-
ið mikið eftir dauða hans. Enn í
dag á hann erfitt með að dvelja á
æskuslóðunum þar sem þeir feðg-
ar fóru í langar gönguferðir og
spjölluðu um lífið og tilveruna.
Þar ýfi hvert kennileiti of mikið
upp söknuðinn. Móðir Johannesar
dó hins vegar úr krabbameini eftir
langvarandi þjáningar. „Hún var á
svo sterkum verkjalyfjum að hún
vissi oftast hvorki í þennan heim
né annan. Hún þjáðist svo ákaf-
lega að hún hrópaði og æpti. Þær
voru ófáar næturnar sem ég sat
hjá henni og það var skelfilegt að
hlusta á þessa þjáningu. Á morgn-
ana þegar ég sagði við hana að
nóttin hefði verið skelfileg, mundi
hún ekki neitt. Svo rétt áður en
hún dó formælti hún mér og börn-
um mínum. Það var erfitt, jafnvel
þótt ég vissi að hún væri ekki með
réttu ráði. Og þó – kannski var hún
það. Kannski voru þetta eðlileg til-
finningaleg viðbrögð manneskju
sem átti sér enga framtíð. Við
áttum hins vegar framtíð. En þetta
gerði mig hræddan. Og ég verð að
segja eins og er að ég skil ekki
hvers vegna fólk er látið þjást
svona. Ef þetta hefði verið hundur,
hefðum við veitt honum líkn. Það
er miklu erfiðara að horfa upp á
svona þjáningu, en að missa sína
nánustu.
Það er fátt sem gerir okkur eins
hrædd og það sem við þekkjum
ekki. Ég man til dæmis eftir manni
sem sagði mér að hann hefði farið
inn á sjúkrahús til þess að heim-
sækja vin sinn. Á ganginum mætti
hann konu sem hann þekkti. Hún
var að deyja úr krabbameini og
var hárlaus og afar horuð. Þegar
hún rétti fram höndina til að heilsa
honum hörfaði hann. Hann varð
einfaldlega hræddur.“
Sorg og sorgarviðbrögð
Þegar eiginkonan, Herdís, lést
mjög skyndilega, nóttina áður en
þau ætluðu að halda í heimsókn til
Íslands í júní 2002, var Johannes
orðinn lífsreyndur og þroskaður
maður sem þekkti sjálfan sig afar
vel. Þau höfðu verið saman frá því
hann var nítján ára, gengið í gegn-
um þykkt og þunnt, uppgang og
áföll – og eignast þrjú börn. Í við-
tali um sorg og sorgarviðbrögð við
kristilegt tímarit talaði Johannes
um gleðina í sorginni – og var auð-
vitað umsvifalaust legið á hálsi
fyrir að syrgja ekki konu sína. En
það var öðru nær. Orð sín útskýrir
hann í áðurnefndri viðtalsbók og
segir, meðal annars: „Ég hef verið
prestur að ævistarfi og oft heyrt
fólk æðrast yfir ástvinamissi. Það
formælir jafnvel Guði. Ég hef
aldrei skilið þetta. Víst er ákaflega
sárt að missa – en þú getur ekki
misst neitt nema vegna þess að
þér var gefið. Þegar Herdís dó
fylltist ég ekki bara sorg og sökn-
uði, heldur einnig þakklæti yfir
því að hafa eignast hana sem konu,
gleði yfir því lífi sem við höfðum
fengið að eiga saman. Sársaukinn
er hluti af því að hafa fengið að
elska og vera elskaður, söknuður-
inn er eðlilegur þegar ástin er
tekin frá manni. En maður má
ekki gleyma því að maður fékk að
njóta hennar. Sá sem þorir ekki að
elska vegna þess að hann getur
misst, lifir auðnarlífi.
Ástvinamissir breytir manni
varanlega, en það er svo margt
annað sem breytir manni. Að lifa
felur það í sér að taka stöðugum
breytingum. Mér finnst Ófelía
Shakespeares orða þetta einkar
vel þegar hún segir að dóttir bak-
arans hafi áður verið ugla – og
bætir við: „Vei, ó vei, við vitum
hvað við vorum en ekki hvað við
verðum.“ Ég hef legið í verkum
Shakespeares frá því ég man eftir
mér og fjallað um þau árum
saman. Það er svo merkilegt með
Shakespeare, að ég les hann aftur
og aftur og er alltaf að finna eitt-
hvað nýtt í þeim, eitthvað sem
áður fór framhjá mér. Það er
vegna þess að ég er alltaf að breyt-
ast. Það sem áður var mér hulið,
opnast mér þegar ég hef þroska og
reynslu til að skilja það. Svo er
það lýrikin í verkum hans, rétt
eins og í verkum H.C. Andersen
sem er annað af mínum uppá-
haldsskáldum. Ég hef fjallað mikið
um hann og finnst alltaf jafn
merkilegt þegar fólk segir mér að
það hafi aldrei áttað sig á því hvað
verk hans eru ljóðræn.“
Yfirborðsmennskan ristir
ekki djúpt
Við fyrstu sýn virðist Johannes
mikill æringi. Hann er fyndinn og
skemmtilegur þegar hann fjallar
um dönsku ljóðlistina með tilheyr-
andi svipbrigðum og hreyfingum.
Einhvern tímann var um hann
sagt að hann væri yfirborðslegur
- en hann svaraði því til að það
gerði ekkert til vegna þess að yfir-
borðsmennska hans risti ekki
djúpt. Það voru orð að sönnu, enda
hefur maðurinn ekki aðeins eytt
ævinni í að kynnast sjálfum sér,
heldur hefur hann verið sálusorg-
ari fyrir allan skala mannlífsins,
milljónera jafnt sem morðingja.
En hann ætlaði aldrei að verða
prestur. Hann ætlaði að verða
kennari. Foreldrar hans höfðu þó
alltaf verið vissir um að hann yrði
prestur – og í guðfræði fór hann.
„Ég varð ekki trúaður vegna
þess að ég væri prestur, heldur
Þú getur sagt allt í ljóði
Alþýðufræðarinn, skáldið og presturinn Johannes Møllehave er þekktasti
fyrirlesari Danmerkur. Í fyrirlestrum sínum fjallar hann um mannlega
reynslu, tilfinningar, samskipti, líf og dauða, gleði og sorgir – og einkum
hvernig ljóðlistin nær að höndla allt sem mannlegt er. Súsanna Svavarsdóttir
ræddi við Johannes um líf hans og kenningar þegar hann var staddur hér á
landi í liðinni viku.
PRESTURINN OG SKÁLDIÐ JOHANNES MØLLEHAVE Einn þekktasti og ástkærasti fyrirlesari í Danmörku.