Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 50

Fréttablaðið - 25.03.2006, Page 50
 25. mars 2006 LAUGARDAGUR50 Spunaleikritið Fjölskyldusirkusinn er sýndur í Verinu í Loftkastalanum þessa dagana en það er leiklistafé- lag Menntaskólans við Hamrahlíð sem stendur fyrir sýningunni og Sigrún Sól Ólafsdóttir sem leikstýr- ir. „Þetta er stór og mikil sýning og krakkarnir eru að gera frábæra hluti. Þau skoða íslenskt fjölskyldu- líf í gegnum sirkusinn og þarna ægir saman mörgum furðuverum. Markmiðið er að leita að hinu góða í manneskjunni og skoða það hvort fólk stjórnist af dyggðum eða löst- um,“ segir Sigrún Sól. „Við tökum nokkrar fjölskyldur fyrir og skoð- um þær í gegnum ákveðið ferli en krakkarnir hafa æft í átta mánuði undir sérstökum spuna-leikstjórnar aðferðum. Þetta er ákveðin aðferð sem ég er búin að stúdera og þróa í mínum verkum. Krakkarnir sömdu og bjuggu til allar sínar persónur og texta en við vinnum eftir ákveðnum hugmyndum. Svona spuni snýst í rauninni um að kasta boltum á loft og svo kemur í ljós hverjir halda þeim á lofti.“ Í sýningunni fara krakkarnir ekki eftir neinu handriti að sögn Sigrúnar. „Orðalag og þess háttar breytist með hverri sýningu og þau hafa frjálsar hendur en þau stefna alltaf að sömu útkomu.“ „Nemendurnir eru á öllum póst- um og sjá um allt sem viðkemur sýningunni. Hvort sem það er tón- listin, búningarnir, lýsingin, förðun eða hvað annað. Það er mikil frum- sköpun á öllum sviðum og þessir krakkar eru ósandi af sköpunar- þörf. Sýningin tekur á ýmsum grundvallarlífsspurningum í sam- bandi við yfirborðsmennsku, tví- skinnung og annað. Þetta er eitt- hvað sem er þarft í umræðuna.“ Ósandi af sköpunarþörf FJÖLSKYLDUSIRKUSINN Stórglæsileg sýning frá leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Um þessar mundir stendur yfir fjöl- þjóðlegt sýningarverkefni tengt nor- rænni nýlenduhyggju á vegum ReykjavíkurAkademíunn-ar og Nýlistasafnsins. Þar er skyggnst inn í gleymda sögu norrænnar nýlendu- hyggju og rætt um hvernig sú saga hefur áfram áhrif á innviði nor- rænna samfélaga. Tíu virtir lista- og fræðimenn og aðgerðasinnar frá ýmsum löndum koma hingað til lands til að taka þátt í verkefninu. Í gær var opnuð fjölþjóðleg sýn- ing í Nýlistasafninu þar sem sex listamenn sýna verk sem öll kanna það hreyfiafl sem býr í fortíð nýlenduhyggjunnar. Í dag býðst gestum síðan að taka þátt í fjögurra daga smiðju í ReykjavíkurAkademí- unni þar sem fyrirlesarar munu endurskoða hugmyndir um nýlend- ur og nýlenduhyggju á Norðurlönd- um í hnattrænu samhengi. Enn fremur verður rætt hvers vegna nýlendufortíð Norðurlanda hefur verið bæld niður. Meðal fyrirlesara verða Mikela Lundahl, hugmyndasagnfræðingur og menningarfræðingur frá Svíþjóð, sem fjallar um samsekt Norðurland- anna í kúgun evrópskrar nýlendu- hyggju, Humphrey Polepole frá Tansaníu sem ræðir um samband nýlenduhyggju og vanþróun þriðja heimsins og Ívar Jónsson, prófessor á Bifröst, sem mun fjalla um skipu- lögð yfirráðasvæði og nýlendu- hyggju. Dagskráin markar upphafið af verkefni í fimm hlutum sem allir snúa að norrænni nýlenduhyggju. Síðari hlutar verkefnisins fara fram á Grænlandi, í Færeyjum og í Sama- héruðum Finnlands í apríl og fram í júlí. Sýningin og smiðjurnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis. ÍVAR JÓNSSON PRÓFESSOR Á BIFRÖST Heldur erindi um yfirráð og nýlenduhyggju. Nálgun á norrænar nýlendur ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� �������������������������������������� ����������� �������� ������������� ������������� �������������� �� ��������������� ������������������������������������������ ������������������������������������������� ������������������ ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������� ������������������������������� Fréttablaðið augl. 9.9 x 14.5 SELTJARNARNESKIRKJU LISTAHÁTÍÐ ST UD IO E DD A . L JÓ SM YN D ÍM YN D Opnun sunnudag 26. mars 2006 kl.15 Engin boðskort Enginn aðgangseyrir Allir velkomnir Sýning opin alla daga frá kl 10 -17 nema föstudaga brúðkaup

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.