Fréttablaðið - 29.03.2006, Qupperneq 4
4 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN 83 prósent þeirra
Reykvíkinga sem afstöðu tóku í
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins telja að nýtt tónlistarhús við
Austurhöfn muni efla miðborg
Reykjavíkur. Einungis 17 prósent
telja að tónlistarhúsið muni ekki
efla miðborgina.
Það er fyrirtækið Portus Group
sem reisir tónlistarhúsið við Aust-
urbakkann og hljóðaði tiboð þess
upp á tólf milljarða. Hönnunar-
stjórn hússins er í höndum Batter-
ísins, HLT og verkfræðistofunnar
Rambøll Danmark A/S, en útlit
hússins er að miklu leyti verk
listamannsins Ólafs Elíassonar. Þá
hefur Vladimir Ashkenazy verið
ráðinn sérlegur listrænn ráðgjafi
Portus Group varðandi dagskrá
fyrstu árin.
Byggingin kemur til með að
rúma 1.800 sæta tónleikasal, ráð-
stefnusal með 750 sætum ásamt
sýningaraðstöðu, kammermúsíks-
al fyrir 450 áheyrendur og minni
sal sem tekur um 200 manns. Þar
verða jafnframt fundarherbergi,
forsalir og veitingaaðstaða. Sam-
tengt hótel verður 250 herbergja.
Húsið á að verða tilbúið árið 2009.
Innan skamms munu fram-
kvæmdir hefjast vegna byggingar
tónlistarhússins. Geirsgata verð-
ur tímabundið flutt og hluti brúar-
innar á Tollstöðvarhúsinu verður
brotin niður, auk þess sem gamla
Ziemsen húsið verður fært.
Lítill munur er á afstöðu kynj-
anna á því hvort tónlistarhúsið
muni efla miðborgina. Heldur
fleiri konur en karlar telja þó að
tónlistarhúsið muni gefa miðborg-
inni aukið líf. Rúm 85 prósent
kvenna segjast samþykk þeirri
fullyrðingu að tónlistarhúsið efli
miðborgina, en tæp 15 prósent eru
því ósammála. 81 prósent karla
eru fullyrðingunni sammála, en 19
prósent eru henni ósammála.
Hringt var í 600 Reykvíkinga á
kosningaaldri laugardaginn 25.
mars og skiptust svarendur jafnt
eftir kyni.
Spurt var: Mun tónlistarhús við
Austurhöfn efla miðborgina? 92, 2
prósent tóku afstöðu til spurning-
arinnar.
svanborg@frettabladid.is
NÝTT TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚS VIÐ AUSTURHÖFN Svona er áætlað að ímynd Austur-
hafnar verði þegar tónlistarhúsið hefur verið byggt árið 2009.
Tónlistarhús mun
efla miðborgina
Mikill meirihluti Reykvíkinga virðist vera á þeirri skoðun að nýtt tónlistar - og
ráðstefnuhús, sem fyrirhugað er að rísi við Austurhöfn, muni efla miðborgina.
Áætlað er að húsið muni verða tilbúið árið 2009.
MUN TÓNLISTARHÚS VIÐ AUSTUR-
HÖFN EFLA MIÐBORGINA?
Nei 17,0%
Já 83,0%
Bandaríkjadalur 71,73 72,07
Sterlingspund 125,4 126,0
Evra 86,51 86,99
Dönsk króna 11,592 11,66
Norsk króna 10,897 10,961
Sænsk króna 9,23 9,284
Japanskt jen 0,6141 0,6177
SDR 103,38 104,00
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 27.3.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
121,1571
Ófærð og útafkeyrsla Bíll lenti út af
veginum í Langadal í fyrrakvöld. Engin
slys urðu á fólki og bíllinn skemmdist
lítið en talsverð ófærð og hálka var á
veginum þegar óhappið átti sér stað.
LÖGREGLUFRÉTT
FRAKKLAND, AP Allt að þrjár millj-
ónir Frakka lögðu niður störf og
söfnuðust saman á götum úti í gær
í eins dags verkfalli sem verka-
lýðsfélögin boðuðu til vegna fyrir-
hugaðra breytinga á vinnulöggjöf.
Af ótta við óeirðir juku frönsk
yfirvöld löggæslu í flestum borg-
um, og lá umferð strætisvagna,
lesta og flugvéla víða niðri. Mót-
mælin fóru yfirleitt friðsamlega
fram en lögregla handtók nokkra
tugi manna, aðallega í París.
Breytingunum er ætlað að
minnka atvinnuleysi meðal ungs
fólks, sem er að jafnaði um 22 pró-
sent í Frakklandi en nær allt að
fimmtíu prósentum í fátækari
hverfum stórborga. En ungt fólk
óttast að þær muni þvert á móti
valda frekara atvinnuleysi, því
nýja löggjöfin heimilar atvinnu-
rekendum að segja fólki undir 26
ára aldri upp starfi án ástæðu
fyrstu tvö ár þeirra í starfi.
Dominique de Villepin forsæt-
isráðherra telur breytingarnar
auka líkurnar á því að atvinnurek-
endur ráði ungt fólk og hefur neit-
að að draga þær til baka, en æ
fleiri þingmenn hafa sívaxandi
áhyggjur af hinum víðtæku mót-
mælum. Talsmenn fimm stærstu
verkalýðshreyfinga landsins neit-
uðu að halda fund með Villepin í
dag. - smk
Mótmæli í Frakklandi vegna fyrirhugaðrar vinnulöggjafar:
Hundruð þúsunda í verkfalli
FJÖLMENN MÓTMÆLI Gríðarmargir Frakkar
mótmæltu fyrirhugaðri breytingu á vinnu-
löggjöf í gær og lögðu niður vinnu í einn
dag. Myndin er tekin í Marseille.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR, AP Norðmaðurinn Arne
Treholt, sem best er þekktur fyrir
að hafa hlotið dóm fyrir njósnir í
kalda stríðinu, kom
heim til Noregs
með sjúkraflugi í
gær, en hann hefur
legið alvarlega
veikur í öndunar-
vél á Kýpur í tvær
vikur. Hann var
þegar í stað lagður
inn á sjúkrahús í
Ósló, en talið er að
hann hafi fengið blóðeitrun.
Treholt, sem nú er 63 ára gamall,
var embættismaður á framabraut í
norsku utanríkisþjónustunni þegar
hann var handtekinn árið 1984 og
sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin
og Írak. Hann neitaði sök, en var þó
ári síðar dæmdur í 20 ára fangelsi.
Hann hefur búið á Kýpur síðan árið
1994. - smk
Dæmdur njósnari:
Arne Treholt
alvarlega veikur
ARNE TREHOLT
BANASLYS Maðurinn sem lést í
vinnuslysi við Desjarárstíflu við
Kárahnjúka í fyrra-
dag, hét Eilífur
Hammond og var
hann fæddur 23.
desember 1979.
Eilífur var
tuttugu og sex ára
að aldri, til heimil-
is að Egilsgötu 30 í
Reykjavík.
Eilífur lætur eftir sig unnustu.
-mh
Sá sem lést í vinnuslysi:
Hét Eilífur
Hammond
EILÍFUR
HAMMOND
„Mér finnst þetta ánægjuleg niður-
staða. Hún sýnir að fólkið í borginni er
sammála borgaryfirvöldum og öðrum
opinberum aðilum í því að fara í þessa
uppbyggingu. Þetta staðfestir það
sem ég hef sagt lengi að tónlistarhús
mun gerbreyta ásýnd og upplifun
fólks af miðborginni,“ segir Steinunn
Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og telur
ánægjulegt að finna hvað stuðning-
urinn er afgerandi. „Það er ekki oft
sem skoðanakannanir sýna svona
mikla sátt um eina framkvæmd og
ég er mjög ánægð með það. Vonandi
sýnir þetta að við höfum unnið vel og
skynsamlega að undirbúningi þessarar
framkvæmdar.“
„Mér finnst þetta mjög eðlileg og
glæsileg niðurstaða. Ég hef alltaf
verið þeirrar skoðunar að tónlistarhús
muni efla miðborgina,“ segir Stefán
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Austurhafnar-TR. „Það verður mikil
aukning á starfsmönnum í mið-
borginni. Þessi starfsemi styður við
samgöngur og það verður samnýting
á bílastæðum þannig að ég held að
þetta séu réttar niðurstöður.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri í Reykjavík:
Ánægjuleg
niðurstaða
Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar-TR:
Glæsilegar
niðurstöður
BANDARÍKIN AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær
um starfsmannastjóraskipti í
Hvíta húsinu og tekur Joshua
Bolten við af Andy Card.
Stjórnmálaskýrendur setja
þessar mannabreytingar í innsta
ráðgjafahring forsetans í beint
samhengi við að vinsældir forset-
ans hafa dvínað verulega í síðustu
skoðanakönnunum.
Þá hafa áhrifamenn í þingliði
repúblikanaflokksins þrýst á um
slíkar mannabreytingar að undan-
förnu, enda eru menn þar á bæ
farnir að ókyrrast þar sem kosið
verður til þings síðar á þessu
ári. - aa
Uppstokkun í Hvíta húsinu:
Bush skiptir
um ráðgjafa