Fréttablaðið - 29.03.2006, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 29.03.2006, Qupperneq 15
SAMKEPPNISMÁL Talsmaður neyt- enda, Gísli Tryggvason, hyggst kalla hagsmunaaðila saman til fundar gangi ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins eftir að gefa hámarkstaxta leigubíla frjálsan frá og með fyrsta maí. Fram til þessa hefur Sam- keppniseftirlitið þurft að sam- þykkja allar hækkanir á taxta leigubíla en frá og með 1. maí verður slíkt í höndum hvers og eins bílstjóra. Hefur ákvörðun- inni verið skotið til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála af hálfu Frama, félags leigubílstjóra, og er niðurstöðu að vænta í næsta mán- uði. Gísli Tryggvason segir að hags- munaaðilar allir hafi lýst yfir áhyggjum í hans eyru vegna þessa og geri áfrýjunarnefnd engar athugasemdir muni hann kalla þá saman á fund til að fara yfir stöð- una með það fyrir augum að hags- muna neytenda verði gætt. „Á þeim fundi munum við fara yfir hvaða leiðir séu færar svo ekki halli á neytendur þegar breyting- arnar taka gildi.“ Ekki er langt síðan gjaldtaka leigubílstjóra var gefin frjáls í Svíþjóð með slæm- um afleiðingum og hafa reglur verið hertar þar að nýju. - aöe BÍLSTJÓRAR RÁÐA GJALDINU Frá og með fyrsta maí gætu leigubílstjórar makað krókinn í hvert sinn sem eftirspurn er eftir bílum og hækkað taxta sinn upp úr öllu valdi og það væri með öllu löglegt. Myndin tengist ekki greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMM Hámarkstaxti leigubílstjóra gefinn frjáls: Hagsmuna neytenda gætt NJARÐVÍK Tíu ár eru liðin frá því að víkingaskipið Íslendingur var sjó- sett við Miðbakkann í Reykjavík og kom áhöfn skipsins af því til- efni saman í Njarðvík í boði skip- stjórans Gunnars Marels Eggerts- sonar en frá þessu greinir vf.is. Sigling Íslendings vakti mikla athygli á sínum tíma þegar honum var siglt til Ameríku en eftir að siglingunni lauk lenti skipið á hrakhólum þar til Reykjanesbær ákvað að velja því stað við Stekkj- arkot þar sem gestir og gangandi geta virt herlegheitin fyrir sér. Meðal þeirra sem heiðruðu áhöfnina með nærveru sinni var Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, en hann negldi einmitt fyrsta naglann í skipið þegar smíði þess hófst árið 1996. - fgg Víkingaskipið Íslendingur: Skipið sjósett fyrir tíu árum ÍSLENDINGUR Ferð skipsins vakti mikla athygli á sínum tíma en það er nú geymt við Stekkjarkot í Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ / MYND: REUTERS REKSTUR Núverandi rekstraraðilar gó-kartbrautarinnar á Reykjanesi hyggjast opna nýja og glæsilega braut sem leysir þá gömlu af hólmi strax í haust en nýja brautin verð- ur á sama stað og sú gamla er nú en hinum megin við Reykjanes- brautina. Núverandi braut verður að víkja frá og með haustinu þar sem reisa á verslunarmiðstöð á lóð- inni. Starfsemi þar er engu að síður í fullum gangi og er stefnt að því að nýja brautin verði tilbúin þegar núverandi braut verður lokað þannig að ekki komi til lok- unar. - aöe Gó-kartbrautin á Reykjanesi: Flutningur í haust SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í hinni nýju Fjarðabyggð hefur stillt upp fram- boðslista sínum fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Miklar breytingar eru á fram- boðslistanum frá síðustu kosning- um þar sem báðir núverandi bæj- arfulltrúar flokksins gáfu ekki kost á sér á lista. Fjögur efstu sætin skipa Valdimar O. Her- mannsson, Jóhanna Hallgríms- dóttir, Jens Garðar Helgasson og Pétur Gauti Hreinsson. - shá Fjarðabyggð: Nýtt fólk í efstu sætum HER Í NÝRRI HÖFUÐBORG Dagur hersins var haldinn hátíðlegur í gær í Búrma (Myanmar), eins og jafnan þann 27. mars ár hvert þegar þess er minnst að herinn gerði uppreisn árið 1945 gegn japanska hernámsliðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðahöldin fara fram í hinni nýju höfuð- borg landsins, Pjinmana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MIÐVIKUDAGUR 29. mars 2006 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.