Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 29. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
Actavis 0% 21%
Alfesca 2% -1%
Atorka Group -3% -6%
Bakkavör -2% 3%
Dagsbrún 2% 16%
FL Group -16% 14%
Flaga -1% -31%
Glitnir -7% 2%
KB banki -9% 12%
Kögun 7% 11%
Landsbankinn -8% 0%
Marel -3% 10%
Mosaic Fashions 2% -5%
Straumur 4% 9%
Össur -1% 1%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
„Það er alveg ljóst að þetta er ekki alveg í samræmi
við meginlínurnar sem lagðar eru í fjarskiptarétti
í Evrópu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), um viðræður
Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um samnýtingu,
yfirtöku eða samruna grunnneta fyrirtækjanna.
„Þar er fremur hvatt til samkeppni í grunnnetum
en að þau séu sameinuð og einungis
samkeppni í þjónustu.“ Hrafnkell segir
álitamál hvort hér séu slíkar séraðstæð-
ur að réttlæti önnur sjónarmið.
Hrafnkell segir ljóst að því fylgi
kvaðir að reka grunnnet fjarskiptaþjón-
ustu, en segir um leið erfitt að tjá sig um
mögulegar afleiðingar viðræðna Símans
og Orkuveitunnar. „Við náttúrlega vitum
ekki hvað þarna er verið að ræða um að
selja og það skiptir öllu máli.“ Í febrúar
í fyrra birti Hrafnkell á vef stofnunar
sinnar úttekt þar sem fjallað er um sam-
keppni á grunnneti Landssímans, sem
þá var óseldur. Þar kemur fram að ekki
liggi fyrir ein skilgreining á því hvað
grunnnet er. Samkvæmt mati PFS eru þar innan
heimtaugar sem tengja heimili og fyrirtæki við
símstöðvar, fastasambönd á borð við ljósleiðara,
kapla og radíósambönd og aðstaða fyrir hýsingu
fjarskiptabúnaðar. „En það er ljóst að þær kvaðir
sem við þyrftum að skoða í þessu samhengi eru í
fyrsta lagi alþjónustukvöðin, í öðru lagi kvöð um
lágmarksframboð á leigulínum, í þriðja lagi kvöð
um heimtaugaleigu og ef mál þróast eins og útlit er
fyrir verður Orkuveitan væntanlega útnefnd sem
fyrirtæki með umtalsverða markaðs-
hlutdeild á einhverjum mörkuðum og
af þeim munu leiða ýmsar kvaðir, svo
sem um kostnaðargreiningu, jafnræði,
gagnsæi og fleira.“
Í tilkynningu sem Síminn og
Orkuveitan sendur frá sér eftir að
Fréttablaðið upplýsti um viðræður þeirra
kemur fram að Orkuveitan hafi samið
við Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ,
Akraneskaupstað og Hveragerðisbæ
um ljósleiðaravæðingu heimila og reki
að auki ljósleiðarakerfi til fyrirtækja á
höfuðborgarsvæðinu, meðan 4.500 kíló-
metra langt ljósleiðaranet Símans nái
um allt land.
HRAFNKELL V. GÍSLASON
Hrafnkell er forstjóri Póst- og
fjarskiptastofnunar.
EINKAVÆÐINGARNEFND Einkavæðingarnefnd kynnti söluferli Símans í apríl í fyrra. Í sölum Alþingis var hart deilt um hvort selja ætti
grunnnetið með fyrirtækinu. MARKAÐURINN/HARI
Ekki í samræmi við
fjarskiptarétt í Evrópu
Verði af yfirtöku Orkuveitunnar á grunnneti Símans
eða samruna neta fyrirtækjanna breytast kvaðir
sem lagðar eru á fyrirtækin.
Norska hugbúnaðarfyrirtækið
Opera Software greindi frá því í
gær að það hefði gert fjóra nýja
samninga sem gæti tryggt mark-
aðshlutdeild Opera Mini vafrans
um allan heim. Samningarnir
eru við bandaríska farsíma-
fyrirtækið PriceRunner,
High Technologies
SIA í Lettlandi, Smatt
Planet, sem hefur starf-
semi í Rússlandi og
Eystrasaltslöndunum, og
danska farsímafyrirtæk-
ið Unwire. Í samningun-
um felst dreifing á Opera
Mini í 180 löndum.
Í tilkynningu frá Opera
Software segir að fyrirtækin
fjögur muni auglýsa og dreifa
öllum gerðum Opera Mini vafr-
ans fyrir allar gerðir farsíma til
viðskiptavina þeirra.
Gengi hlutabréfa í
Opera hækkaði um 2,5
prósent í kauphöllinni
í Óslo í Noregi í kjöl-
far fréttanna í gær og
stendur gengi þeirra í
32,60 norskum krónum á
hlut.
Opera Mini vafrinn
hefur notið mikilla vinsælda
en hann er hægt að nota á
flestum gerðum farsíma, jafnt
dýrari gerðum sem ódýrari. - jab
Opera Mini í fleiri farsíma
Þrátt fyrir að KB banki hafi
boðað komu sína til Suðurnesja,
þar sem fyrir eru tveir viðskipta-
bankar, óttast forvígismenn
Sparisjóðsins í Keflavík ekki
samkeppnina. Á aðalfundi spari-
sjóðsins greindi Geirmundur
Kristinsson sparisjóðsstjóri frá
því að sparisjóðurinn skoði land-
vinninga utan heimasvæðis.
„Mikill uppgangur hefur
verið á svæðinu og við höfum
átt fullt í fangi með að sinna
því verkefni. Við höfum þar af
leiðandi ekki verið í miklum
útrásarhugleiðingum á meðan,“
segir Geirmundur en tekur þó
fram að óvissan vegna breytinga
á högum varnarliðsins sé mikil
og gæti tekið þungt í á svæð-
inu. Sparisjóðurinn keypti útibú
Landsbankans í Sandgerði á síð-
asta ári og hefur því hringnum
verið lokað eins og Geirmundur
orðar það. Sparisjóðurinn rekur
því útibú á öllum þéttbýliskjörn-
um á Suðurnesjum.
Á fundinum voru gerðar
breytingar á samþykktum að
stofnfjárbréf væru veðsetjanleg
með heimild stjórnar og rafræn
skráning þeirra heimiluð. „Þetta
er liður í því að gera stofnfjár-
eigendum auðveldara að koma
bréfum sínum á markað þótt við
höfum ekki gengið þá leið að
stofna sérstakan markað utan um
bréfin.“
Geirmundur segir að lítil
hreyfing hafi verið á stofnfjár-
bréfum í sparisjóðnum í eitt ár.
Hagnaður SpKef nam 1.150
milljónum króna á síðasta ári
sem var það besta í sögu sjóðs-
ins. - eþa
REYKJANESBÆR Sparisjóðurinn í Keflavík
hefur haft sig allan við að halda utan
um þann mikla vöxt sem hefur orðið á
Suðurnesjum.
SpKef óttast ekki
aukna samkeppni
Samþykktum breytt til að liðka fyrir viðskiptum.
Væntingavísitala Gallup lækkaði
í mars eftir að hafa náð hámarki
í febrúar en vísitalan mælist nú
127,7 stig. Mat neytenda á efna-
hagslífinu er nú lægra en áður
og á stærstan þátt í lækkun vísi-
tölunnar ásamt því sem dregið
hefur verulega úr væntingum
þeirra til efnahagslífsins eftir
sex mánuði.
Að sögn greiningardeildar
Glitnis banka virðist ljóst að
neikvæð umfjöllun um íslenskt
efnahagslíf og gengislækkun
krónunnar hafi skilað sér í auk-
inni svartsýni á meðal neytenda.
Þrátt fyrir það segir greiningar-
deildin það athyglisvert að mat
neytenda á núverandi efnahags-
aðstæðum hefur sjaldan verið
hærra og endurspeglar það mik-
inn hagvöxt og lítið atvinnuleysi
um þessar mundir.
Telur greiningardeildin að
framundan séu aukin viðskipti
með íbúðarhúsnæði, bifreiðar
og utanlandsferðir ef marka má
könnun Gallup. Fyrirhuguð hús-
næðiskaup neytenda hafa aukist
umtalsvert og hefur vísitalan
fyrir þau ekki reynst hærri frá
því mælingar hófust. - jab
Lægri væntingavísitala
Mat fólks á núverandi aðstæðum sjaldan hærra.
Færeyingar geta sofið rólegir
Þær hræringar sem hafa orðið
í íslensku efnahagslífi upp
á síðkastið hafa vakið mikla
athygli í Færeyjum. Færeyski
Landsbankinn hefur beðið fær-
eyska fjölmiðla um að sýna
stillingu þegar þeir bera saman
fréttir af íslensku efnahagslífi
og áhrifum þeirra á færeysk
verðbréf.
Fellst bankinn ekki á að tauga-
veiklunin á Íslandi eigi að hafa
áhrif á skráð færeysk verðbréf
en færeyski verðbréfamarkað-
urinn VMF er í samstarfi við
Kauphöll Íslands.
„Það er lítið samhengi milli
íslenska hagkerfisins og fær-
eyskra verðbréfa sérstaklega
sem snýr að íslenska verðbréfa-
markaðnum ICEX og VMF-
markaðnum, þar sem færeysk
verðbréf eru skráð í dönskum
krónum en ekki íslenskum,“
segir Landsbanki Færeyja.
Olíuleitarfélagið Atlantic
Petroleum er eina færeyska
hlutafélagið sem er skráð
í Kauphöll Íslands en það er
algjörlega óháð íslenskum
aðstæðum. - eþa
ÞÓRSHÖFN Krampaköst á íslenska fjár-
málamarkaðnum eiga ekki að hafa áhrif á
færeyska verðbréfamarkaðinn.