Fréttablaðið - 29.03.2006, Síða 52
29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR28
Lesendur karlatímaritsins
FHM hafa valið kynþokka-
fyllstu konu heims í árlegri
kosningu tímaritsins og
komu niðurstöðurnar mörg-
um á óvart.
Scarlett Johansson hefur verið
valin kynþokkafyllsta kona heims
af lesendum karlatímaritsins
FHM og veltir hún þar með sjálfri
Angelinu Jolie sem vermt hefur
efsta sætið um nokkurt skeið úr
sessi. Hvort ástarblossinn sem
kviknaði á milli Jolie og Pitt hafi
eitthvað með það að gera skal
ósagt látið en þær voru vissulega
funheitar senurnar sem Johans-
son sást leika í kvikmynd Woody
Allen, Match Point.
Johansson var að vonum ánægð
með þennan titil enda sagði hún að
þetta væri eitt það fallegasta sem
nokkur maður gæti sagt við konu.
„Ég vil þakka lesendum blaðsins
fyrir hrósið,“ sagði leikkonan
þegar henni var tilkynnt um
þennan heiður.
Angelina Jolie hefur
látið fara lítið fyrir sér
að undanförnu og
hefur að mestu ein-
beitt sér að sam-
bandi sínu og hjarta-
knúsarans Brads
Pitt en það sam-
band hefur verið
með eindæm-
um vinsælt á
síðum slúður-
blaðanna. Leikkonan Jessica Alba
hreppti þriðja sætið í þessari
árlegu könnun og barmgóða söng-
konan Jessica Simpson hafnaði í
fjórða. Af öðrum stórstjörnum á
topp tíu-listann má nefna óskars-
verðlaunaleikkonuna Halle
Berry og Keiru Knightley.
Brynjólfsmessa
eftir Gunnar Þórðarson
Í Grafarvogskirkju
miðvikudagskvöld
29. mars, kl 20.30.
Kirkjukórar Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju
og barna- og unglingakórar kirknanna flytja Brynjólfsmessu.
Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann
Friðgeir Valdimarsson tenór. Kammersveitin Jón Leifs Camerata
leikur undir Kórstórar eru Hilmar Örn Agnarsson, Hörður
Bragason, Oddný Jóna Þorsteinsdóttir og Helga Magnúsdóttir.
Stjórnandi er Hákon Leifsson.
Aðgöngumiðar á tónleikana verða til sölu hjá kórfélögum
og hjá kirkjuvörðum í Grafarvogskirkju frá kl. 16-19 og í
anddyri fyrir tónleika.
Þrítugur Indverji að nafni Aftab Anari,
gerði eiginkonu sinni, Sohelu, óþægilegt
rúmrusk á dögunum og hefur verið gert
að yfirgefa hana eftir að hann skildi við
hana fyrir slysni í svefni.
Aftab muldraði orðið „talaq“, sem þýðir
skilnaður á úrdu-máli, þrisvar sinnum í
svefni, en samkvæmt lögum múslima
þarf eiginmaður aðeins að segja „ég skil
við þig,“ þrisvar sinnum til að tryggja
sér skilnað. Atvikið spurðist út eftir að
Sohela deildi áhyggjum sínum með
vinum sínum. Í kjölfarið komust þorps-
öldungarnir á snoðir um málið og álykt-
uðu að Aftab hafi sannarlega skilið við
konu sína til ellefu ára, þótt rænulaus
væri. Aftab getur hins vegar ekki hugsað
sér að vera fjarri hlýju hjónasængur og
segist hafa verið undir áhrifum svefnlyfja
þegar hann mælti óheillaorðið í þrígang.
Áður en hjónaleysin geta gift sig á ný
verða þau lögum samkvæmt að vera
aðskilin í að minnsta kosti hundrað
daga og Sohela þarf þar að auki að
rekkja hjá öðrum manni. Að sögn hefur
parið neitað að verða við úrskurði öld-
unganna og eiga yfir höfði sér að vera
útskúfað.
HJÓNARÚM Aftab kveðst hafa verið í
lyfjamóki þegar hann mælti orðið skilnaður
í hjónarúminu.
Skildi við eigin-
konuna í svefni
JESSICA SIMPSON Barmgóða
söngkonan skildi við eiginmann
sinn Nick Lachey fyrir nokkru
og þeir eru ófáir sem vildu
hugga stúlkuna.
JESSICA ALBA Leikkonan var flott í gæða-
myndinni Sin City en fátt annað gladdi
augað í Into the Blue.
ANGELINA JOLIE Hefur lengi vermt efsta sætið en nú hefur henni verið velt úr sessi. Ástar-
samband hennar við Brad Pitt hefur átt þar einhvern hlut að máli.
SCARLETT JOHANSSON Var valin kynþokka-
fyllsta kona heims af lesendum FHM og var
að vonum mjög þakklát fyrir kosninguna
FRÉTTABLAÐIÐ /GETTY IMAGES
Scarlett kynþokkafyllst
Lífsstíls-og hönnunarþátturinn
Veggfóður var á ferð í París á dög-
unum. Afraksturinn verður sýndur
í þættinum í kvöld þar sem lysti-
semdir Parísar verða kynntar. Vala
Matt og Hálfdán Steinþórsson voru
alsæl með ferðina og sér í lagi mat-
armenningu þeirra Frakka.
„Við hittum nokkra Íslendinga
sem búa í París og fengum þá til að
mæla með bestu stöðunum í borg-
inni. Mér fannst þrír veitingastaðir
algerlega standa upp úr og það var
hreint ævintýri að skoða þá. Þar
sem ég elska að fara á skemmtilega
veitingastaði með góðum mat þá
finnst mér gaman að geta mælt með
veitingastað sem er efst uppi á
Pompidousafninu. Hann er ofboðs-
lega flottur og speisaður. Maturinn
var mjög léttur og góður og hönnun-
in öll óskaplega sérstök, þetta var
eins og að vera á geimskipi. Út af
staðnum er hægt að ganga út á risa-
stóran pall og þaðan er útsýni yfir
alla París. Svo skoðuðum við Hótel
Costef sem er í þessum rómantíska
gamla Parísarstíl. Veitingastaður-
inn á hótelinu er ótrúlega vinsæll og
oft má rekast á stórstjörnur á borð
við Johnny Depp og Vanessu Parad-
is,“ segir Vala himinlifandi með
ferðina. Hún nefnir líka veitinga-
staðinn Kong sem hannaður er af
Phillip Stark en atriði úr þættinum
Beðmálum í borginni var tekið upp
á staðnum þegar Carrie Bradshaw
elti ástina til borgar ástarinnar. ■
Vala veggfóðrar París
VALA MATT Í PARÍS
KEIRA KNIGHTLEY Er oft á topp tíu-lista yfir
kynþokkafullar konur en stúlkan barnunga
fagnar nú 21 árs afmæli sínu með drykkju-
ferð um Bandaríkin.
HALLE BERRY Þykir æði fögur og hefur
sjaldan eða aldrei verið ófeimin við að
sýna glæsilegan vöxt sinn. Hún hefur oftar
en ekki verið ofar á listanum.