Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 58
29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR34
FÓTBOLTI Real Madrid hefur gert sjö
manna óskalista yfir þá þjálfara
sem félagið vill að taki að sér þjálf-
un liðsins frá og með næsta tíma-
bili. Mennirnir á listanum eru Ars-
ene Wenger hjá Arsenal, Jose
Mourinho hjá Chelsea, Rafael Ben-
itez hjá Liverpool, Sven-Göran
Eriksson landsliðsþjálfari Eng-
lands, Marcelo Lippi landsliðsþjálf-
ari Ítalíu, Carlo Ancelotti hjá AC
Milan og Fabio Capello þjálfari
Juventus.
„Arsene Wenger hefur áður
greint fullkomlega frá stöðu sinni.
Hann er ánægður hjá Arsenal og er
ekkert að hugsa um að yfirgefa
félagið,“ sagði talsmaður Arsenal í
gær en áður hefur Rafael Benítez
stjóri Liverpool ítrekað löngun sína
um að vera áfram hjá Evrópumeist-
urunum.
„Chelsea og Mourinho eru að
vinna saman að spennandi lang-
tímaverkefni,“ sagði talsmaður
Chelsea og útilokaði þar með að
portúgalski stjórinn færi til Madr-
íd. Þá hefur Fabio Capello einnig
neitað að hann vilji taka við liðinu,
eins og staðan væri í dag en útilok-
aði það ekki í framtíðinni.
Fjölmiðlar greina frá því að
Carlo Ancelotti sé líklegastur og
ganga sumir svo langt að segja að
hann sé þegar kominn langt í samn-
ingaviðræðum við Real Madrid.
Real Madrid:
Sjö manna
óskalisti
JOSE MOURINHO Ekki á leið til Real Madrid
frá Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
LOKSINS Á ÍSLENSKU
RISA-POTTAR
ALLA DAGA
FÓTBOLTI Steve Coppell, knatt-
spyrnustjóri Reading, greindi frá
því í gær að hann hefði að öllum
líkindum hætt sem stjóri félagsins
hefði það ekki tryggt sér sæti í
úrvalsdeild.
„Það hefði líklega orðið stemn-
ingin hjá mér og félaginu en sem
betur fer hafa hlutirnir gengið
upp,“ sagði Coppell sem er engu
að síður samningslaus í sumar.
„Við erum ekkert búnir að ræða
málin en ég efast ekki um að við
komumst að samkomulagi þar
sem báðir aðilar vilja halda sam-
starfinu áfram.“
Reading tryggði sér sæti í
úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögunni
á dögunum og það þótt enn séu sex
leikir eftir af tímabilinu. Með
liðinu leika íslensku landsliðs-
mennirnir Ívar Ingimarsson og
Brynjar Björn Gunnarsson en
báðir áttu þeir stóran þátt í að
koma Reading upp úr 1. deildinni
í vetur.
Steve Coppell:
Íhugaði að
hætta
STEVE COPPELL Gert frábæra hluti með
Reading. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Það ríkti mikil eftirvænt-
ing fyrir leik Arsenal og Juventus
á Highbury í gær enda var Frakk-
inn Patrick Vieira að snúa aftur á
völlinn þar sem hann átti frábær
níu ár en Vieira skráði nafn sitt
rækilega í sögubækur Arsenal á
tíma sínum með félaginu og var
mikils virtur enda mikill leiðtogi
og fyrrum fyrirliði liðsins.
Gömlu félagar hans báru enga
virðingu fyrir honum og þá síst
hinn ungi Spánverji Cesc Fabre-
gas sem hefur mátt bera uppi
miðjuspil Arsenal lengstum frá
því Vieira yfirgaf félagið. Vieira
gat lítið í leiknum og fékk gult
spjald þannig að hann verður í
banni í síðari leiknum.
Fabregas var gríðarlega
grimmur í fyrri hálfleiknum og
sjá mátti að honum var mikið í
mun að sanna að hann væri síst
síðri miðjumaður en Vieira. Hann
tók vel á Frakkanum og tæklaði
þegar tækifæri gafst. Gerði sér
síðan lítið fyrir og kom Arsenal
yfir með laglegu marki fimm mín-
útum fyrir leikhlé. Marki þessu
fagnaði hann hreint ógurlega eins
og gefur að skilja.
Leikur Juventus var mjög var-
færnislegur og liðið var ekki að
hætta sér of langt fram á völlinn.
Þá sjaldan þeir það gerðu svaraði
Arsenal ávallt með baneitruðum
skyndisóknum þar sem hinn magn-
aði Thierry Henry var í aðalhlut-
verki. Oft á tíðum skall hurð nærri
hælum og leikmenn Juve máttu
prísa sig sæla með að vera aðeins
marki undir.
Sóknarlotur Arsenal þyngdust
stöðugt rúmum 20 mínútum fyrir
leikslok brast stíflan þegar Henry
skoraði eftir stoðsendingu frá
Fabregas.
Arsenal hélt ágætlega sjó út
leikinn á meðan leikmenn Juve
pirruðust verulega og Mauro
Camoranesi og Jonathan Zebina
fengu báðir að fjúka af velli rétt
fyrir leikslok með tvö gul spjöld á
bakinu og seinni spjöldin hjá þeim
báðum voru mjög heimskuleg.
Í hinum leik gærkvöldsins
gerðu Benfica og Barcelona
markalaust jafntefli.
henry@frettabladid.is
Vieira féll í skuggann af
spænskum arftaka sínum
Allra augu áhorfenda á Highbury í gær voru á Patrick Vieira en það var
spænska ungstirnið, Cesc Fabregas, sem stal senunni í leik Arsenal og Juventus.
GÓÐIR FÉLAGAR Það fór vel á með vin-
unum Patrick Vieira og Thierry Henry fyrir
leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓR Á KOSTUM Spænska ungstirnið Cesc Fabregas fór á kostum gegn Juve og skoraði eitt
mark og lagði upp annað. Hann fagnar hér marki sínu í leiknum með félögum sínum í
Arsenal.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
PÚLLARAR
Þið eruð enn meistarar!
Njótið þess á meðan það varir og spilið á Lengjunni
MEISTARADEILDIN 28.-29. MARS
1 X 2
Upphæð
Stuðull
Vinningur
kr.
kr.
1.000
42.38
42.380
Þetta er bara eitt dæmi um hvernig þú gætir
margfaldað peningana þína á Lengjunni.
Arsenal - Juventus 2,20 2,60 2,45
Benfica - Barcelona 3,00 2,80 1,80
Inter - Villareal 1,40 3,20 4,50
Lyon - AC Milan 2,15 2,60 2,50
28.03
28.03
29.03
29.03
MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu
út se›il á lengjan.is e›a á næsta sölusta› og hleyptu
enn meiri spennu í leikina.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA