Fréttablaðið - 29.03.2006, Page 64

Fréttablaðið - 29.03.2006, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 The pursuit of perfection WWW.LEXUS.IS Við vitum að sá sem vill ná fullkomnun getur aldrei látið staðar numið. En hann þokast nær markinu en hinir sem sættast á málamiðlun. Staðfastur ásetningur Lexus - að ná lengra en aðrir - hefur skilað viðskiptavinum okkar og kröfuhörðum bíleigendum frábærum árangri. Ef þú hefur hug á að kynnast því hvað felst í leitinni að fullkomnun skaltu heimasækja okkur á nýju, glæsilegu vefsetri Lexus, www.lexus.is. Þar bíður þín ríkulega mynd- skreyttur sjóður af upplýsingum, fróðleik og fréttum af öllum gerðum af Lexus, eðalvögnum sem eiga fáa sína líka. Smelltu þér á fullkomnun - smelltu á www.lexus.is ÞÚ KEMST NÆST FULLKOMNUN Á Nýbýlavegi 6 Kópavogur Sími 570 5400 www.lexus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 31 81 4 03 /2 00 6 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Fyrir tæpum 100 árum sagði kærastinn mér upp. Þetta var alveg voðalegt, þarna stóð hann fyrir framan mig þessi prúði pilt- ur kafrjóður af innri átökum og stundi upp: „Þú verður að fyrir- gefa mér Gunna mín, en ég er hættur með þér, ég bara elska þig ekki lengur.“ Það fyrsta sem mér datt í hug var að fleygja mér um hálsinn á honum með gráti og sárum ekka og ekki sleppa takinu á meðan hann fikraði sig afturá- bak niður stigann, láta honum vera erfitt um gang niður Banka- stræti með konu hangandi um hálsinn á sér öskrandi grátklökk- um rómi svo ljósastaurar nötruðu: „Þú mátt ekki yfirgefa mig Baddi.“ EN ég gerði þetta ekki – ég stóðst freistinguna. Líklega hefur það verið stolt sem aftraði mér frá að gera þessa óhæfu, stolt sem er inngróið í okkur Íslendinga, lík- lega arfur frá formæðrum okkar úr Íslendingasögunum. Sem sögðu alltaf eitthvað gott á örlaga stund- um. Eins og „eigi skal gráta Badda bónda, heldur safna sénsum“. Eitt- hvað svona gott og fallegt og virðulegt, eins og „mundu það maður að kona hefur böggað þig“. Ég man ekki alveg hvað ég sagði, en það var eitthvað í anda Íslend- ingasagna og Baddi vinurinn fékk að ganga laus við hlekki niður Bankastrætið með blóðuga slóð hjarta míns á eftir sér. SÍÐAN eru meira en fimmtíu ár liðin, samt rifjast þetta allt upp, þegar ég les í blöðunum að Kan- inn sé búin að segja okkur upp. Hann ætlar ekki lengur að verja litla landið okkar með þotum og fíneríi, honum er sama um okkur, þeir elska okkur ekki lengur. Og ég skil svo vel sársaukafull ummæli forsætisráðherra okkar í Fréttablaðinu þar sem hann segir að það sem sér hafi sárnað mest var að ráðamenn Bush-sam- steypunnar sögðu okkur upp í gegnum síma! NEI, við skulum endilega halda í þjóðararfinn, stoltið og virðuleik- ann, hverjir sem segja okkur upp og hvernig sem þeir fara að því. Ég tek alltaf svo nærri mér, þegar ráðamenn þjóðarinnar sýna undir- lægjuhátt og sveitalegan búra- gang. Verum kúl, skellum á Kan- ann og munum hið fornkveðna: Eigi skal lengur í síma væla held- ur panta flug til Frakklands − eða þannig. Ég elska þig ekki lengur �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � ���������� ����������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.