Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 49
FIMMTUDAGUR 30. mars 2006 49
VEITINGASTAÐURINN
MÚLAKAFFI
HALLARMÚLA, 108 REYKJAVÍK.
Hvernig er stemn-
ingin: Það er breiður
hópur fólks sem heim-
sækir staðinn Múlakaffi
en veitingastaðurinn hefur verið
starfræktur í nærri 40 ár. Þangað
kemur fólk sem vill fá almenni-
legan og heimilislegan mat á fínu
verði. Innréttingarnar eru einfaldar
og snyrtilegar þótt þær séu ekki
sveipaðar neinar ævintýraljóma.
Það er heldur ekki vegna innrétt-
inganna sem fólk sækir staðinn
heim heldur vegna matarins.
Matseðillinn: Heimilislegur matur
er kjörorð Múlakaffis. Boðið er upp
á mikið af sjávarfangi, steiktur fisk-
ur með lauksmjöri og kartöflum er
til dæmis mjög vinsæll réttur. Salt-
fiskur er líka á boðstólum ásamt
plokkfiski og öðrum vinsælum
íslenskum fiskréttum. Úrvalið er þó
misjafnt frá degi til dags. Á hverjum
degi er boðið upp á sex ólíka rétti,
súpu, fisk- og kjötrétti. Þótt elda-
mennskan sé ekki sérlega flókin
eru réttirnir girnilegir, bragðgóðir
og ljúffengir.
Vinsælast: Það er fiskur dagsins og
lambalæri með öllu tilheyrandi.
Verð: Fiskur dagsins kostar 1210
krónur en lambalæri kostar 1590
krónur. Innifalið í verðinu er súpa,
kaffi og salatbar.
Þessa dagana standa yfir Búrg-
undardagar á Vox restaurant á
Nordica hóteli. Yfirmatreiðslu-
maður Vox, Hákon Örvarsson,
hefur mikla reynslu af franskri
matargerð en þess má geta að
hann hefur náð besta árangri
íslenskra matreiðslumanna í erf-
iðustu og mikilmetnustu keppni
matreiðslumanna í heimi, Bocuse
d´Or, en þar hlaut hann bronsverð-
laun árið 2001. Eftir keppnina var
Hákon yfirmatreiðslumaður hjá
Leu Linster í Lúxemborg en sá
staður státar af einni Michelin
stjörnu.
Aðstoðaryfirmatreiðslumaður
Vox, Sigurður Gíslason, hefur
ekki síður mikla reynslu en hann
hefur meðal annars starfað á Le
Clarifontaine í Lyon í Frakklandi
og Charlie Trotters í Chicago svo
einhverjir staðir séu nefndir.
Saman hafa þessir snillingar sett
saman spennandi matseðil þar
sem Búrgundarhéraðið í Frakk-
landi er í hávegum haft en matar-
gerðin þar byggist að miklu leyti
upp á matar- og bragðmiklum
mat, en það hentar einmitt núna á
þessum tíma árs. Til samstarfs
við sig hafa þeir félagar valið tvo
úrvals vínframleiðendur frá hér-
aðinu, annars vegar Pierre André
og hins vegar Chanson Pere &
Fils sem er í eigu kampavínshúss-
ins Bollinger.
Matseðillinn kostar 5.900 kr. án
víns og 10.500 kr. með víni-
Búrgundardagar á Vox
Heimilislegur
og huggulegur
BÚRGUNDAR MATSEÐILL VOX:
Steinseljukrydduð grísa-terrín með dijon
vinaigrette
Chablis LeGrandPré 2003
Corton André
Þorskhnakki með reyktum laxi og grænum
linsubaunum
Pernand Vergelesses Les Caradeux 1er Cru
1999
Chanson Pere & Fils.
Coq au vin
Hani í víni
Hautes Cotes de Beaune 2003
Corton André
Ostar frá Bourgogne
Clos de Feves Premier Cru 1998
Chanson Pere & Fils
Heit súkkulaðikaka með kryddbrauðsís
Fonseca Guimaraens Vintage 1984
Fonseca.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9