Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 30. mars 2006 49 VEITINGASTAÐURINN MÚLAKAFFI HALLARMÚLA, 108 REYKJAVÍK. Hvernig er stemn- ingin: Það er breiður hópur fólks sem heim- sækir staðinn Múlakaffi en veitingastaðurinn hefur verið starfræktur í nærri 40 ár. Þangað kemur fólk sem vill fá almenni- legan og heimilislegan mat á fínu verði. Innréttingarnar eru einfaldar og snyrtilegar þótt þær séu ekki sveipaðar neinar ævintýraljóma. Það er heldur ekki vegna innrétt- inganna sem fólk sækir staðinn heim heldur vegna matarins. Matseðillinn: Heimilislegur matur er kjörorð Múlakaffis. Boðið er upp á mikið af sjávarfangi, steiktur fisk- ur með lauksmjöri og kartöflum er til dæmis mjög vinsæll réttur. Salt- fiskur er líka á boðstólum ásamt plokkfiski og öðrum vinsælum íslenskum fiskréttum. Úrvalið er þó misjafnt frá degi til dags. Á hverjum degi er boðið upp á sex ólíka rétti, súpu, fisk- og kjötrétti. Þótt elda- mennskan sé ekki sérlega flókin eru réttirnir girnilegir, bragðgóðir og ljúffengir. Vinsælast: Það er fiskur dagsins og lambalæri með öllu tilheyrandi. Verð: Fiskur dagsins kostar 1210 krónur en lambalæri kostar 1590 krónur. Innifalið í verðinu er súpa, kaffi og salatbar. Þessa dagana standa yfir Búrg- undardagar á Vox restaurant á Nordica hóteli. Yfirmatreiðslu- maður Vox, Hákon Örvarsson, hefur mikla reynslu af franskri matargerð en þess má geta að hann hefur náð besta árangri íslenskra matreiðslumanna í erf- iðustu og mikilmetnustu keppni matreiðslumanna í heimi, Bocuse d´Or, en þar hlaut hann bronsverð- laun árið 2001. Eftir keppnina var Hákon yfirmatreiðslumaður hjá Leu Linster í Lúxemborg en sá staður státar af einni Michelin stjörnu. Aðstoðaryfirmatreiðslumaður Vox, Sigurður Gíslason, hefur ekki síður mikla reynslu en hann hefur meðal annars starfað á Le Clarifontaine í Lyon í Frakklandi og Charlie Trotters í Chicago svo einhverjir staðir séu nefndir. Saman hafa þessir snillingar sett saman spennandi matseðil þar sem Búrgundarhéraðið í Frakk- landi er í hávegum haft en matar- gerðin þar byggist að miklu leyti upp á matar- og bragðmiklum mat, en það hentar einmitt núna á þessum tíma árs. Til samstarfs við sig hafa þeir félagar valið tvo úrvals vínframleiðendur frá hér- aðinu, annars vegar Pierre André og hins vegar Chanson Pere & Fils sem er í eigu kampavínshúss- ins Bollinger. Matseðillinn kostar 5.900 kr. án víns og 10.500 kr. með víni- Búrgundardagar á Vox Heimilislegur og huggulegur BÚRGUNDAR MATSEÐILL VOX: Steinseljukrydduð grísa-terrín með dijon vinaigrette Chablis LeGrandPré 2003 Corton André Þorskhnakki með reyktum laxi og grænum linsubaunum Pernand Vergelesses Les Caradeux 1er Cru 1999 Chanson Pere & Fils. Coq au vin Hani í víni Hautes Cotes de Beaune 2003 Corton André Ostar frá Bourgogne Clos de Feves Premier Cru 1998 Chanson Pere & Fils Heit súkkulaðikaka með kryddbrauðsís Fonseca Guimaraens Vintage 1984 Fonseca. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.