Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 18
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is 2000 2004 46 5. 00 0 48 8. 00 0 To nn 44 2. 00 0 2002 Í vikunni féll dómur í héraðsdómi um mál sem Bubbi Morthens höfðaði gegn Hér og nú og var úrskurðað meðal annars að óheimilt hefði verið að taka myndir af honum þar sem hann sat í bíl sínum. Dómnum hefur verið áfrýjað og líklegt að umræða muni skapast um heimildir fjölmiðla til myndatöku og myndbirtinga í kjölfarið. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að engin lagaskilgreining sé til um hvenær óheimilt sé að taka myndir af einstaklingum og birta en vildi ekki tjá sig um dóminn sjálfan. Hver er þín afstaða til myndbirtinga? Ég tel almennt að þó að manneskja sé opinber persóna eigi hún að njóta réttar til einkalífs og hún missi ekki þau grundvallarmannréttindi sem við hin höfum þótt hún sé þekkt í samfélaginu. Ekki megi fara lengra inn á hennar einkalíf en nauðsyn krefji vegna máls sem varði hagsmuni almenn- ings. Er þörf á skýrri lagaskilgreiningu? Ég hef ekki skoðun á því en tel að umræða muni skapast núna um hvort þörf sé fyrir slíkar reglur og líklegt að málið verði tekið upp á þingi. Persónuvernd mun ekki kalla eftir skýrari lagaskilgreiningu en ég tel að fjöl- miðlar muni tvímælalaust gera það. SPURT & SVARAÐ FRIÐHELGI EINKALÍFS Ólögleg myndataka SIGRÚN JÓHANNES- DÓTTIR Forstjóri Persónuverndar. Svona erum við > Magn úrgangs sem berst á sorphauga. Heimild: Hagstofa Íslands HAMBORGAR- HRYGGUR VEISLA Á BRAUÐIÐ Óljóst er hvernig varnar- málum á Íslandi verður háttað eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um brotthvarf Varnarliðsins frá Íslandi á haustmánuðum. Fundur um varnarsamstarf bandarískra og íslenskra stjórnvalda fer fram í dag. Síðan aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, tilkynnti Geir H. Haarde utanríkis- ráðherra það símleiðis að banda- rísk stjórnvöld hygðust draga stór- lega úr starfsemi Bandaríkjahers hér á landi í haust hefur umræða um varnar- og utanríkismál í víðu samhengi verið í brennidepli. Einhliða ákvörðun bandarískra stjórnvalda um för Varnarliðsins olli fjaðrafoki hér á landi, ekki ein- ungis hjá íslenskum stjórnvöldum heldur ekki síst hjá íslenskum starfsmönnum á Keflavíkurflug- velli, því um leið og ákvörðunin um brotthvarf Varnarliðsins lá fyrir var ljóst að störf meira en 600 Íslendinga á svæði Varnarliðsins voru í hættu. Starfsemi Varnarliðs- ins hefur verið helsta lífæð atvinnu- lífs á Suðurnesjum um áratuga- skeið og því hafa heimamenn á Suðurnesjum haft af því miklar áhyggjur að niðurstaða varnarvið- ræðna í kjölfar ákvörðunar banda- rískra stjórnvalda minnki slag- kraft í atvinnulífinu á Suðurnesjum til mikilla muna. Störfin á Vellin- um eru aðeins hluti þeirra starfa sem leggjast af við brotthvarf Varnarliðsins. Þjónusta við Varn- arliðið, sem fyrirtæki á Suðurnesj- um hafa sinnt, snarminnkar og í versta falli leggst hún af. Endurskipulagning Bandaríkjahers legið fyrir í fimm ár Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, boðaði fyrir rúmlega fimm árum mikla endur- skipulagningu á Bandaríkjaher sem hafði það að markmiði að efla starfsemi hersins á svæðum þar sem mest not væru fyrir hann á hverjum tíma. Auk þess voru til- lögur hans um breytingar til þess ætlaðar að nútímavæða herinn í takt við breytt landslag í alþjóða- málum. Þannig hefur Bandaríkja- her eflt starfsemi sína í Mið-Aust- urlöndum og Austur-Evrópu þar sem stutt er á líklega vígvelli. Þessar breytingar hafa komið til framkvæmda í stórum skrefum víða í Evrópu á síðustu árum. Brotthvarf Varnarliðsins frá Íslandi er hluti af endurskipulagn- ingu Bandaríkjahers. Stjórnvöld hér á landi hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við boðuðum skipulagsbreytingum bandaríska stjórnvalda með kröftugri hætti, vegna þeirra miklu hagsmuna sem íslenskt samfélag hefur af veru Varnarliðsins hér á landi. Þrátt fyrir þessa gagnrýni verð- ur ekki framhjá því horft að íslensk stjórnvöld hafa reynt eftir fremsta megni að telja bandarískum stjórn- völdum trú um að nauðsynlegt sé að halda uppi vörnum hér á landi, enda sé í gildi varnarsamningur milli landanna frá árinu 1951, þar sem bandarísk stjórnvöld skuld- bindi sig til þess að halda uppi vörnum á Íslandi. Eigum við samleið með Banda- ríkjamönnum? Utanríkisstefna bandaríska stjórn- valda hefur gjörbreyst frá því George W. Bush varð forseti Banda- ríkjanna. Herinn hefur markvisst verið efldur með stórauknum fjár- framlögum og þá hefur umdeildur stríðsrekstur í Írak valdið titringi meðal almennings í Bandaríkjunum og ekki síður í Evrópu. Þær raddir hafa því orðið æ háværari að undanförnu að íslensk stjórnvöld eigi á þessum tímamót- um að horfa til Evrópu og hefja samstarf við þjóðir sem meiri sam- leið eigi með Íslendingum í utan- ríkismálum. Þannig hefur fyrrver- andi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Jón Baldvin Hannibalsson, sagt hernaðarstefnu bandarískra stjórnvalda í utanrík- ismálum „gefa lítið tilefni til sam- starfs við aðrar þjóðir“. Norski varnarmálasérfræðing- urinn John Berg sagði í viðtali við Fréttablaðið að framtíðarlausn Íslands í varnarmálum gæti falist í samvinnu við Noreg, hugsanlega með liðsinni Dana innan Atlants- hafsbandalagsins. Þetta gefur vísbendingar um að breytt landslag í alþjóðamálum kalli á gagngera endurskoðun á því hvernig mögulegt sé að tryggja öryggi Íslands, í takt við breyttan veruleika í varnarmálum. Hugsan- legt er að öryggi íslenskra borgara sé best tryggt með auknu sam- starfi við nágrannaríki okkar í Skandinavíu eða vinaþjóðir í Evr- ópu. Hagur Íslands verði hafður að leiðarljósi Íslendingar allir, og ekki síst íbúar á Suðurnesjum, gera þá kröfu til samningarnefndar íslenskra stjórnvalda um varnarmál, sem í dag fundar með sérstakri sendi- nefnd bandarískra stjórnvalda, að hún hafi það að markmiði að hagur Íslands verði sem best tryggður í niðurstöðum viðræðnanna. Þetta hefur komið fram í máli manna sem hafa beina hagsmuni af veru Varnarliðsins hér á landi. Hvort sem niðurstaðan verður sú að Bandaríkjamenn slíti alveg sam- starfi við íslensk stjórnvöld, eða að ákveðið verði að leita nýrra leiða í varnarmálum, er það eðlileg krafa að skaðinn sem hlýst af brotthvarfi Varnarliðsins verði lágmarkaður. Þörf á viðunandi lausn HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra fundaði með starfsmönnum á Keflavíkur- flugvelli vegna stöðu atvinnumála í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LIÐSMENN VARNARLIÐSINS VIÐ VINNU Fjölmargir Íslendingar hafa beina hagsmuni af veru Varnarliðsins hér á landi. Viðræðunefndir íslenskra og bandarískra stjórnvalda hittast í dag til þess að ræða um framtíð varnarmála á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ungmenni á Sauðárkróki efndu til drykkjukeppni um síðustu helgi með þeim afleiðingum að flytja þurfti þrjú þeirra á sjúkrahús með áfengiseitrun. Einn af þeim sem lentu á spítala vegna áfengisneyslunnar þurfti að dvelja undir eftirliti læknis yfir nótt en hinir tveir fengu að fara heim þegar tók að brá af þeim. Hvað er áfengi? Etanól eða alkóhól er vökvi sem blandast vatni í öllum hlutföllum. Vatnsblanda etanóls er stundum nefnd spritt. Sterkt spritt er um það bil 96 prósent etanól í vatni. Etanól er oftast notað í vatnslausn, blandað ýmsum öðrum efnum, svo sem litarefnum og bragðefnum. Ef styrkur etan- óls í slíkum blöndum er umfram 2,25 prósent að rúmmáli telst vökvinn áfengi. Hvað er áfengiseitrun? „Áfengi er efni sem slævir miðtaugakerfið,“ segir Bjarni Össurarson, læknir á vímuefnadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. „Slævingin fer eftir því hversu mikið áfengismagn er í blóðinu. Ef fólk drekkur sterkt áfengi og innbyrðir það á skömmum tíma getur það leitt til þess að fólk missi meðvitund. Svo mikil slæving hefur einnig áhrif á öndunarstöðv- arnar, svo og hjarta- og æðakerfið. Ástandið getur endað með því að fólk lendir í dái og fær öndunar- stopp.“ Hver eru helstu einkenni? „Einkenni eru hæg og lítil öndun,“ segir Bjarni. „Þá getur orðið blámi á húð, lágur blóðþrýstingur og veikur púls. Ekki er hægt að ná neinu sambandi við viðkomandi. Helsta meðferð er að tryggja að öndunarvegi sé haldið opnum með því að leggja viðkomandi í rétta stellingu. Þá þarf að koma henni eða honum undir læknishend- ur hið fyrsta, en hann veitir stuðningsmeðferð meðan líkaminn er að brjóta áfengið niður.“ Einnig heimild: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum FBL GREINING: ÁFENGISEITRUN Getur valdið öndunarstoppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.