Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 2
2 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í tvo söluturna í fyrrinótt og barst lög- reglu tilkynning um tilraun til innbrots í þann þriðja. Talið er nokkuð víst að um sömu menn sé að ræða í öllum til- vikum en enginn hafði verið hand- tekinn í gær vegna þessa. Ekki fékkst uppgefið hverju var rænt en skemmdir voru unnar á öllum stöðunum. - aöe Þrjú innbrot í austurborginni: Líklega sömu menn að verki LONDON, AP Breska lögreglan sagði í gær að rannsókn þeirra á fjármál- um Verkamannaflokksins myndi hér eftir ná til fjármála allra stjórnmála- flokka í landinu. Einnig ætlar kjörstjórnin í Bretlandi að fara fram á það við alla stjórnmála- flokka að þeir geri nánari grein fyrir lánum sem þeir hafa fengið frá fjársterkum stuðningsmönnum sínum. Rannsókn á lánveitingunum hófst eftir að í ljós kom að fjórir auðjöfrar, sem höfðu lánað Verka- mannaflokknum stórar fjárhæðir, hlutu í kjölfarið þingsæti í lávarða- deild breska þingsins. -gb Breska lögreglan: Fjármál allra flokka skoðuð TONY BLAIR ÁSTRALÍA, AP Hvirfilbylurinn Glenda geisaði um norðvestur- strönd Ástralíu í gær, aðeins rúmri viku eftir að hvirfilbylurinn Larry reið yfir. Norðvesturströndin er þó strjálbýl og höfðu engar fregnir borist af skemmdum eða slysum á fólki þar í gær. Að sögn áströlsku veðurstofunnar náði vindhraðinn allt að 160 kílómetrum á klukku- stund. Bylurinn kom fyrst á land um klukkan 16 í gær að staðartíma, um 1000 kílómetrum norður af Perth, og fylgdi Indlandshafsströndinni í suð-suð-vestur. Glenda hafði jafn- framt mikil áhrif á flóð og fjöru, og kættust brimbrettaáhugamenn mikið yfir stórum öldum víðs vegar um Ástralíu. - smk Óveður í Ástralíu: Annar hvirfil- bylur ríður yfir GÓÐAR ÖLDUR Brimbrettafólk kættist yfir hvirfilbylnum Glendu sem reið yfir Ástralíu í gær. Myndin er tekin í Sydney.FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÍKISÚTVARPIÐ „Það er í mínum huga yfir vafa hafið að fiðlan er eign Ríkisútvarpsins og svo hefur verið frá upphafi,“ segir Páll Magn- ússon útvarpsstjóri um forláta Guarneri-fiðlu sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur haft í sinni vörslu og notað í þágu hljómsveit- arinnar um áratuga skeið. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís lands, telur afdráttarlaust að hljómsveitin hafi unnið sér hefðar- rétt til fiðlunnar. „Við höfum kostað viðhald hennar og tryggjum hana hana dýru verði eða fyrir sem nemur 900 þús- und krónum á ári. Auk þess má benda á ókeypis afnot Ríkisútvarpsins af tónleikum hljómsveitarinnar.“ Páll Magnússon segir að trygg- ingarfélagið meti fiðluna á nærri tvær milljónir dollara. Þannig er verðmæti hennar að lágmarki 140 milljónir króna en gæti hæglega verið meira. Horfur eru á að eigið fé Ríkisút- varpsins há eff verði neikvætt að óbreyttu, en Sigurður Kári Kristj- ánsson, formaður menntamála- nefndar Alþingis, segir að eigin- fjárstaða RÚV komi til athugunar á fjáraukalögum þegar rekstrar- formi stofnunarinnar verði breytt. Ljóst er því að eignarréttur Rík- isútvarpsins á svo verðmætri fiðlu getur skipt umtalsverðu máli þegar hlutafélagið fær eignir til ráðstöf- unar. Eftir því sem næst verður komist gerir fjármálaráðuneytið einnig tilkall til fiðlunnar, þannig að í raun takast Sinfóníuhljóm- sveitin, RÚV og ríkið á um eign- arréttinn yfir henni. Guarneri-fjölskyldan á Ítalíu smíðaði fiðlur á sautjándu öld og fram undir miðja þá átjándu. Því er fiðlan ekki yngri en 250 ára og gæti verið frá sama tíma og Strad- ivarius-fiðlurnar. Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri keypti fiðluna um miðja síðustu öld fyrir Björn Ólafsson konsertmeistara. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari hefur fóstrað hana eftir hans dag og hefur hún verið yfirfarin, meðal annars hjá fiðlusmið í New York. Þröstur Ólafsson lítur svo á að samningur Sinfóníuhljómsveitar- innar um afnot af fiðlunni sé ekki uppsegjanlegur. „Þessi mál þurfa að komast á hreint áður en frum- varp um Ríkisútvarpið há eff verður að lögum og naflastreng- urinn verður slitinn milli þess og Sinfóníuhljómsveitarinnar eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Þröstur. johannh@frettabladid.is Fiðla hefur áhrif á eignastöðu RÚV Ríkið, Sinfóníuhljómsveitin og Ríkisútvarpið deila um eignarhald á verðmætri Guarneri-fiðlu sem áhrif getur haft á eignastöðu hlutafélags um RÚV. Hefðar- rétturinn er okkar segir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. BRUSSEL, AP Fulltrúar kvartettsins svonefnda sem gegnt hefur sátta- semjarahlutverkinu, Bandaríkj- anna, Evrópusambandsins, Rúss- lands og Sameinuðu þjóðanna, vöruðu í gær nýja heimastjórn Palestínu sem að mestu er skipuð liðsmönnum hinna herskáu Hamas-samtaka, við því að hún yrði að viðurkenna Ísrael og leita eftir friðarviðræðum, vilji hún tryggja að henni berist áfram alþjóðleg fjárhagsaðstoð. „Kvartettinn er á einu máli um að það muni óhjákvæmilega hafa áhrif á beina aðstoð til þessarar stjórnar og ráðuneyta henn- ar,verði þessum skilyrðum ekki fullnægt,” að því er segir í sam- eiginlegri yfirlýsingu kvartettsins sem gefin var út í Brussel í gær. Nýr utanríkisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, Mahm oud Zahar, hefur sagt að nýja stjórnin muni ekki láta undan erlendum þrýstingi um að hún endurskoðaði stefnu sína; hún hefði engin áform um að eiga við- ræður við Ísraelsstjórn. Hann for- dæmdi í gær jafnframt ákvörðun Kanadastjórnar um að stöðva fjár- hagsaðstoð sína við heima- stjórnina, en tilkynnt var um þá ákvörðun í beinu framhaldi af því að nýja Hamas-stjórnin sór embættiseið í fyrrakvöld. - aa ENGINN SÁTTATÓNN Nýr utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Zahar, sver embættiseið. Mahmoud Abbas Palestínuforseti, forsætisráðherrann Ismael Haniyeh og fleiri ráðherrar fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sáttasemjarakvartettinn skorar á Hamas að milda stefnu sína: Hætta á að missa fjárstuðning RÍKISÚTVARPIÐ ÞRÖSTUR ÓLAFSSON PÁLL MAGNÚSSON GUARNERI Guarneri fjölskyldan á Ítalínu smíðaði samnefndar fiðlur frá því snemma á sautjándu öld og eru elstu fiðlurnar um 350 ára gamlar. SPURNING DAGSINS Árni, má ekki bjóða upp á spennandi óvissuferðir á Miðnesheiði? „Nei, ég er viss um að Heilbrigðis- nefnd Suðurnesja veit að hverju hún er að ganga.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands, er meðal þeirra sem hefur áhyggjur af mengun á umráðasvæði varnar- liðsins á Suðurnesjum, en einnig er talið að virkar sprengjur séu grafnar í jörðu. ÁFENGI Fjármálaráðherra hefur kynnt þingflokkum stjórnarflokk- anna frumvarp til laga um að breyta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í hlutafélag. Gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi öðru hvoru megin við helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð áhersla á að frumvarpið geti orðið að lögum áður en þinghaldi verður frestað í byrjun maí næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að selja einka- aðilum hluti í félaginu, en nýta kosti rekstrarforms hlutafélagsins að öðru leyti. Eftir því sem næst verð- ur komist er ágreiningur lítill um málið innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Guðlaugur Þór Þórðar- son og fjöldi annarra þingmanna hafa lagt áherslu á að afgreiða frá nefnd frumvarp sem kveður á um að einkasala ríkisins á léttvíni og bjór verði afnumin. Heimildir eru fyrir því að ekki standi til að draga það frumvarp til baka þó að frum- varp um að breyta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í hlutafélag verði lagt fram á Alþingi. Einhver ágreiningur mun hafa risið um málið innan þingflokks Framsóknarflokksins áður en sam- þykkt var að leggja frumvarpið fram á þingi. Samkvæmt áætlun eru aðeins fjórtán dagar eftir til þingfunda á Alþingi áður þinghald- inu lýkur. - jh Hlutafélagavæðing ríkisfyrirtækja heldur áfram með nýju stjórnarfrumvarpi: ÁTVR breytt í hlutafélag ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verður breytt í hlutafélag samkvæmt lagafrumvarpi fjármálaráðherra sem verður lagt fram á þingi í dag. SÍERRA LEÓNE, AP Alþjóðlegir sak- sóknarar fóru í gær fram á að réttar- höldin yfir Charles Taylor, fyrrver- andi forseta Líberíu, yrðu færð frá Síerra Leóne til Haag. Stríðsglæpa- dómstóll S.þ starfar í báðum löndun- um, og myndu starfsmenn dómstóls- ins í Síerra Leóne stjórna réttarhöldunum í Hollandi. Taylor er ákærður fyrir stríðs- glæpi og telja saksóknararnir örugg- ara að færa hann frá Afríku, þar sem hann á bæði fjölmarga stuðnings- menn og fjármuni. Gert er ráð fyrir að Taylor mæti fyrir dóm í dag, en hann er fyrsti Afríkuleiðtoginn sem alþjóðlegir dómstólar rétta yfir vegna stríðsglæpa. - smk Réttað yfir Charles Taylor: Haag betri vettvangur Lokatölur kosninga Þegar lokatölur þingkosninga í Ísrael voru birtar í gær, kom í ljós að Kadima-flokkur sitjandi forsætisráðherra landsins hlaut eitt sæti til viðbótar við þau sem bráðabirgðaúr- slit sögðu til um, eða 29 af 120 sætum í þinginu. Likud-flokkurinn herskái hlaut jafnframt eitt sæti til viðbótar, eða tólf alls. ÍSRAEL Hraðakstur í Reykjavík Af alls átján ökumönnum sem stöðvaðir voru vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring voru tólf talsins sem óku vel yfir hundrað kíló- metra hraða. Var í langflestum tilfellum um unga ökumenn að ræða. LÖGREGLUMÁL Strand við Eyjafjörð Línubáturinn Tjaldur strandaði við austanverðan Eyjafjörð í gærmorgun en losnaði af strandstað klukkustund síðar með aðstoð dráttarbáts. Var báturinn á leið til Akureyrar þegar atvikið átti sér stað. SJÁVARHÁSKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.