Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 2

Fréttablaðið - 31.03.2006, Page 2
2 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í tvo söluturna í fyrrinótt og barst lög- reglu tilkynning um tilraun til innbrots í þann þriðja. Talið er nokkuð víst að um sömu menn sé að ræða í öllum til- vikum en enginn hafði verið hand- tekinn í gær vegna þessa. Ekki fékkst uppgefið hverju var rænt en skemmdir voru unnar á öllum stöðunum. - aöe Þrjú innbrot í austurborginni: Líklega sömu menn að verki LONDON, AP Breska lögreglan sagði í gær að rannsókn þeirra á fjármál- um Verkamannaflokksins myndi hér eftir ná til fjármála allra stjórnmála- flokka í landinu. Einnig ætlar kjörstjórnin í Bretlandi að fara fram á það við alla stjórnmála- flokka að þeir geri nánari grein fyrir lánum sem þeir hafa fengið frá fjársterkum stuðningsmönnum sínum. Rannsókn á lánveitingunum hófst eftir að í ljós kom að fjórir auðjöfrar, sem höfðu lánað Verka- mannaflokknum stórar fjárhæðir, hlutu í kjölfarið þingsæti í lávarða- deild breska þingsins. -gb Breska lögreglan: Fjármál allra flokka skoðuð TONY BLAIR ÁSTRALÍA, AP Hvirfilbylurinn Glenda geisaði um norðvestur- strönd Ástralíu í gær, aðeins rúmri viku eftir að hvirfilbylurinn Larry reið yfir. Norðvesturströndin er þó strjálbýl og höfðu engar fregnir borist af skemmdum eða slysum á fólki þar í gær. Að sögn áströlsku veðurstofunnar náði vindhraðinn allt að 160 kílómetrum á klukku- stund. Bylurinn kom fyrst á land um klukkan 16 í gær að staðartíma, um 1000 kílómetrum norður af Perth, og fylgdi Indlandshafsströndinni í suð-suð-vestur. Glenda hafði jafn- framt mikil áhrif á flóð og fjöru, og kættust brimbrettaáhugamenn mikið yfir stórum öldum víðs vegar um Ástralíu. - smk Óveður í Ástralíu: Annar hvirfil- bylur ríður yfir GÓÐAR ÖLDUR Brimbrettafólk kættist yfir hvirfilbylnum Glendu sem reið yfir Ástralíu í gær. Myndin er tekin í Sydney.FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÍKISÚTVARPIÐ „Það er í mínum huga yfir vafa hafið að fiðlan er eign Ríkisútvarpsins og svo hefur verið frá upphafi,“ segir Páll Magn- ússon útvarpsstjóri um forláta Guarneri-fiðlu sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur haft í sinni vörslu og notað í þágu hljómsveit- arinnar um áratuga skeið. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís lands, telur afdráttarlaust að hljómsveitin hafi unnið sér hefðar- rétt til fiðlunnar. „Við höfum kostað viðhald hennar og tryggjum hana hana dýru verði eða fyrir sem nemur 900 þús- und krónum á ári. Auk þess má benda á ókeypis afnot Ríkisútvarpsins af tónleikum hljómsveitarinnar.“ Páll Magnússon segir að trygg- ingarfélagið meti fiðluna á nærri tvær milljónir dollara. Þannig er verðmæti hennar að lágmarki 140 milljónir króna en gæti hæglega verið meira. Horfur eru á að eigið fé Ríkisút- varpsins há eff verði neikvætt að óbreyttu, en Sigurður Kári Kristj- ánsson, formaður menntamála- nefndar Alþingis, segir að eigin- fjárstaða RÚV komi til athugunar á fjáraukalögum þegar rekstrar- formi stofnunarinnar verði breytt. Ljóst er því að eignarréttur Rík- isútvarpsins á svo verðmætri fiðlu getur skipt umtalsverðu máli þegar hlutafélagið fær eignir til ráðstöf- unar. Eftir því sem næst verður komist gerir fjármálaráðuneytið einnig tilkall til fiðlunnar, þannig að í raun takast Sinfóníuhljóm- sveitin, RÚV og ríkið á um eign- arréttinn yfir henni. Guarneri-fjölskyldan á Ítalíu smíðaði fiðlur á sautjándu öld og fram undir miðja þá átjándu. Því er fiðlan ekki yngri en 250 ára og gæti verið frá sama tíma og Strad- ivarius-fiðlurnar. Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri keypti fiðluna um miðja síðustu öld fyrir Björn Ólafsson konsertmeistara. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari hefur fóstrað hana eftir hans dag og hefur hún verið yfirfarin, meðal annars hjá fiðlusmið í New York. Þröstur Ólafsson lítur svo á að samningur Sinfóníuhljómsveitar- innar um afnot af fiðlunni sé ekki uppsegjanlegur. „Þessi mál þurfa að komast á hreint áður en frum- varp um Ríkisútvarpið há eff verður að lögum og naflastreng- urinn verður slitinn milli þess og Sinfóníuhljómsveitarinnar eins og lögin gera ráð fyrir,“ segir Þröstur. johannh@frettabladid.is Fiðla hefur áhrif á eignastöðu RÚV Ríkið, Sinfóníuhljómsveitin og Ríkisútvarpið deila um eignarhald á verðmætri Guarneri-fiðlu sem áhrif getur haft á eignastöðu hlutafélags um RÚV. Hefðar- rétturinn er okkar segir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. BRUSSEL, AP Fulltrúar kvartettsins svonefnda sem gegnt hefur sátta- semjarahlutverkinu, Bandaríkj- anna, Evrópusambandsins, Rúss- lands og Sameinuðu þjóðanna, vöruðu í gær nýja heimastjórn Palestínu sem að mestu er skipuð liðsmönnum hinna herskáu Hamas-samtaka, við því að hún yrði að viðurkenna Ísrael og leita eftir friðarviðræðum, vilji hún tryggja að henni berist áfram alþjóðleg fjárhagsaðstoð. „Kvartettinn er á einu máli um að það muni óhjákvæmilega hafa áhrif á beina aðstoð til þessarar stjórnar og ráðuneyta henn- ar,verði þessum skilyrðum ekki fullnægt,” að því er segir í sam- eiginlegri yfirlýsingu kvartettsins sem gefin var út í Brussel í gær. Nýr utanríkisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, Mahm oud Zahar, hefur sagt að nýja stjórnin muni ekki láta undan erlendum þrýstingi um að hún endurskoðaði stefnu sína; hún hefði engin áform um að eiga við- ræður við Ísraelsstjórn. Hann for- dæmdi í gær jafnframt ákvörðun Kanadastjórnar um að stöðva fjár- hagsaðstoð sína við heima- stjórnina, en tilkynnt var um þá ákvörðun í beinu framhaldi af því að nýja Hamas-stjórnin sór embættiseið í fyrrakvöld. - aa ENGINN SÁTTATÓNN Nýr utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Zahar, sver embættiseið. Mahmoud Abbas Palestínuforseti, forsætisráðherrann Ismael Haniyeh og fleiri ráðherrar fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sáttasemjarakvartettinn skorar á Hamas að milda stefnu sína: Hætta á að missa fjárstuðning RÍKISÚTVARPIÐ ÞRÖSTUR ÓLAFSSON PÁLL MAGNÚSSON GUARNERI Guarneri fjölskyldan á Ítalínu smíðaði samnefndar fiðlur frá því snemma á sautjándu öld og eru elstu fiðlurnar um 350 ára gamlar. SPURNING DAGSINS Árni, má ekki bjóða upp á spennandi óvissuferðir á Miðnesheiði? „Nei, ég er viss um að Heilbrigðis- nefnd Suðurnesja veit að hverju hún er að ganga.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands, er meðal þeirra sem hefur áhyggjur af mengun á umráðasvæði varnar- liðsins á Suðurnesjum, en einnig er talið að virkar sprengjur séu grafnar í jörðu. ÁFENGI Fjármálaráðherra hefur kynnt þingflokkum stjórnarflokk- anna frumvarp til laga um að breyta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í hlutafélag. Gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi öðru hvoru megin við helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð áhersla á að frumvarpið geti orðið að lögum áður en þinghaldi verður frestað í byrjun maí næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að selja einka- aðilum hluti í félaginu, en nýta kosti rekstrarforms hlutafélagsins að öðru leyti. Eftir því sem næst verð- ur komist er ágreiningur lítill um málið innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Guðlaugur Þór Þórðar- son og fjöldi annarra þingmanna hafa lagt áherslu á að afgreiða frá nefnd frumvarp sem kveður á um að einkasala ríkisins á léttvíni og bjór verði afnumin. Heimildir eru fyrir því að ekki standi til að draga það frumvarp til baka þó að frum- varp um að breyta Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í hlutafélag verði lagt fram á Alþingi. Einhver ágreiningur mun hafa risið um málið innan þingflokks Framsóknarflokksins áður en sam- þykkt var að leggja frumvarpið fram á þingi. Samkvæmt áætlun eru aðeins fjórtán dagar eftir til þingfunda á Alþingi áður þinghald- inu lýkur. - jh Hlutafélagavæðing ríkisfyrirtækja heldur áfram með nýju stjórnarfrumvarpi: ÁTVR breytt í hlutafélag ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verður breytt í hlutafélag samkvæmt lagafrumvarpi fjármálaráðherra sem verður lagt fram á þingi í dag. SÍERRA LEÓNE, AP Alþjóðlegir sak- sóknarar fóru í gær fram á að réttar- höldin yfir Charles Taylor, fyrrver- andi forseta Líberíu, yrðu færð frá Síerra Leóne til Haag. Stríðsglæpa- dómstóll S.þ starfar í báðum löndun- um, og myndu starfsmenn dómstóls- ins í Síerra Leóne stjórna réttarhöldunum í Hollandi. Taylor er ákærður fyrir stríðs- glæpi og telja saksóknararnir örugg- ara að færa hann frá Afríku, þar sem hann á bæði fjölmarga stuðnings- menn og fjármuni. Gert er ráð fyrir að Taylor mæti fyrir dóm í dag, en hann er fyrsti Afríkuleiðtoginn sem alþjóðlegir dómstólar rétta yfir vegna stríðsglæpa. - smk Réttað yfir Charles Taylor: Haag betri vettvangur Lokatölur kosninga Þegar lokatölur þingkosninga í Ísrael voru birtar í gær, kom í ljós að Kadima-flokkur sitjandi forsætisráðherra landsins hlaut eitt sæti til viðbótar við þau sem bráðabirgðaúr- slit sögðu til um, eða 29 af 120 sætum í þinginu. Likud-flokkurinn herskái hlaut jafnframt eitt sæti til viðbótar, eða tólf alls. ÍSRAEL Hraðakstur í Reykjavík Af alls átján ökumönnum sem stöðvaðir voru vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring voru tólf talsins sem óku vel yfir hundrað kíló- metra hraða. Var í langflestum tilfellum um unga ökumenn að ræða. LÖGREGLUMÁL Strand við Eyjafjörð Línubáturinn Tjaldur strandaði við austanverðan Eyjafjörð í gærmorgun en losnaði af strandstað klukkustund síðar með aðstoð dráttarbáts. Var báturinn á leið til Akureyrar þegar atvikið átti sér stað. SJÁVARHÁSKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.