Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 24
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.806 -3,06% Fjöldi viðskipta: 358 Velta: 12.355 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 59,70 -1,32% ... Alfesca 4,00 +0,25%... Atorka 6,00 -0,83% ... Bakkavör 50,80 -2,68% ... Dagsbrún 6,83 -0,87% ... FL Group 21,60 -2,70% ... Flaga 3,11 +0,00% ... Glitnir 17,70 -2,21% ... KB banki 802,00 -3,84% ... Kög- un 74,90 +0,00% ... Landsbankinn 24,30 -4,33% ... Marel 73,60 - 0,41% ... Mosaic Fashions 17,30 -1,71% ... Straumur-Burðarás 17,10 -1,72% ... Össur 113,00 -1,31% Klukkan 14.00 í gær. MESTA HÆKKUN Alfesca +0,25% Avion +0,25% MESTA LÆKKUN Landsbankinn -5,51% KB banki -3,72% FL Group -2,70% ������������� ��������������������������� Seðlabanki Íslands hækk- aði í gærmorgun stýri- vexti um 0,75 prósentu- stig. Bankinn segir að með þessu sé brugðist við óviðunandi verðbólgu- horfum og boðar aukið aðhald í peningamálum. Seðlabanki Íslands sendi í gær skýr skilaboð um að hann myndi bregðast við verðbólguþróun með frekari hækkunum stýrivaxta. Kynnt var hækkun stýrivaxta um 0,75 pró- sentustig. „Við erum ekki að segja að við þurfum að fara með vexti upp í sex- tán prósent,“ áréttaði Davíð Odds- son seðlabankastjóri eftir kynningu á vaxtaákvörðun bankans. Seðla- bankinn boðaði aukið aðhald í pen- ingamálum og stýrivaxtahækkanir eftir því sem þyrfti til að ná verð- bólgumarkmiði bankans. Davíð sagði bankann ekki óttast of sterka túlkun á vaxtaákvörðun og skilaboðum bankans um mögulegar frekari hækkanir. „Við teljum undir- liggjandi gögn sýna að ákvörðunin sé vel grunduð. Við höfðum vonast til þess að sú gengisaðlögun sem við höfum ætíð spáð að myndi eiga sér stað kæmi fram síðar og yrði þá til þess fallin að vera okkur þægilegri en gengisbreyting sem fram kæmi í jafnmikilli spennu og nú er. Ég tel því að þau gögn sem við setjum fram sannfæri greiningaraðila sem aðra um að bankinn sé á réttu róli,“ segir Davíð og telur að lending í hagkerf- inu eigi að geta orðið mjúk. „Fyrir því eru meiri líkur ef aðhaldið er öfl- ugra.“ Davíð segir verri verðbólguhorf- ur hafa mátt rekja til gengislækkun- ar krónunnar undanfarnar vikur auk þess sem hagvöxtur undanfarin tvö ár hafi verið mun meiri en áður var talið. „Framleiðsluspenna er því meiri og verðbólguhorfur eftir því óhagstæðari.“ Þá kom fram að ýtt gæti undir áhrif vaxtahækkunarinnar nú að vextir færu hækkandi víða um lönd og aðgangur fjármálastofnana að erlendu lánsfé væri ekki jafn greið- ur og áður var. „Á meðal þess sem veldur því að áhættuálag bankanna hefur hækkað á alþjóðamörkuðum að undanförnu er vaxandi ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Við- kvæmni innlendra fjármálastofnana fyrir ójafnvægi í íslenskum þjóðar- búskap virðist ofmetin af mörgum, vegna þess hve stór hluti starfsemi þeirra er erlendis. Vegna þessa ofmats kann lækkun áhættuálags á skuldabréf þeirra að verða torsótt- ari en ella ef ekki dregur úr ójafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Því er brýnt að stuðla að betra jafnvægi sem fyrst, meðal annars með ströngu aðhaldi í peningamálum,“ segir Davíð. olikr@frettabladid.is Seðlabankinn sendir skila- boð um strangt aðhald Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækk- uðu um tæp tíu prósent á milli ára. Heildareignir Smáralindar voru rétt rúmir tíu milljarðar í árslok, þar af var verslunarmið- stöðin metin á 9,6 milljarða. Sökum þeirra uppgjörsreglna sem félagið beitir hefur húsnæðið ekki verið endurmetið í ljósi fasteigna- hækkana. Eigið fé félagsins var 1.754 milljónir í lok árs. Gestum í verslunarmiðstöðinni fjölgaði um 4,4 prósent á síðasta ári en velta jókst talsvert meira, um fimmtán prósent. - eþa SMÁRALIND TAPAR Um 100 milljóna króna tap varð á rekstri félagsins. Rekstartekjur hækkuðu um tíu prósent á milli ára. Tap á Smáralind Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, fagnar stýrivaxtahækk- un Seðlabanka Íslands og segir hana í takt við vonir greiningar- deildarinnar. „Við vorum búin að segja að það þyrfti 75 til 100 punkta, en töldum samt að það kæmu bara 50. Við teljum ákvörð- un Seðlabankans laukrétta.“ Áhrif stýrivaxtahækkunarinn- ar eru margvísleg, segir Edda Rós. „Til skamms tíma ætti verð- bólga vegna gengislækkunar að verða minni en hún hefði ella orðið og hefur til lengri tíma áhrif á eftirspurnina í samfélaginu. Síðan hefur þetta mikilvæg áhrif inn á skuldabréfamarkaðinn, því hærri hækkun er líklegri til að hafa áhrif á verðtryggðu kröfuna en lægri. Síðast en ekki síst eru þetta líka sterk skilaboð um að vextir Seðla- bankans skili fjárfestum viðun- andi ávöxtun. Þetta eykur líkurn- ar á að peningastefnan virki í gegnum vexti, en ekki bara gengi eins og hún hefur gert.“ - óká Peningastefnan virkar frekar EDDA RÓS KARLSDÓTTIR SEÐLABANKASTJÓRI KYNNIR PENINGAMÁLIN Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðla- banka Íslands, fór yfir stöðu og horfur í peningamálum á fundi í bankanum fyrir hádegi í gær. Hann sagði bankann ganga eins langt og þyrfti til að ná verðbólgumarkmið- um hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Baugur mun leggja fram tilboð í dönsku verslunarkeðjuna Matas fyrir næstu helgi samkvæmt frétt Börsen. Matas, sem selur snyrti- vörur og lyf sem eru ekki lyfsseð- ilskyld, er í eigu stjórnenda félags- ins, sem hafa haft hug að fá fjárfesta til liðs við sig. Skarphéð- inn Berg Steinarsson segir að félagið hafi fylgst með Matas um skeið. „Þetta er áhugavert fyrir- tæki sem býður upp á ýmis tæki- færi í samvinnu við stjórnendur og núverandi eigendur.“ Hann segir Baug hafa upp á áhugaverðar hug- myndir að bjóða fyrir framtíð keðj- unnar. Í Börsen kemur fram að hinir 180 eigendur Matas muni hittast um næstu helgi til að ræða tilboð sem hefur borist frá sænsku fjár- festingafélagi. Skarphéðinn segir að þegar frést hafi af slíku tilboði hafi Baugur ákveðið að senda einn- ig tilboð til stjórnenda félagsins. Matas rekur meðal annars versl- un í Magasin du Nord, sem er að hluta til í eigu Baugs. - eþa Baugur skoðar lyfja- verslanir í Danmörku MATAS TIL SKOÐUNAR Baugur hefur áhuga á Matas í Danmörku, sem selur snyrtivörur, vítamín og lyf sem ekki eru lyfseðilskyld. MARKAÐSPUNKTAR... Greiningardeild KB banka telur að 75 punkta hækkun stýrivaxta og harðorð Peningamál nú megi túlka sem viður- kenningu á vanmati á þróun efnahags- lífsins í desember og janúar þegar hækkunin var 25 punktar. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þúsund tonn í ár sem er 2,5 prósenta lækkun frá árinu 2005. 209 milljóna króna tap varð á starfsemi Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á árinu 2005. Slæma afkomu má meðal annars rekja til gjaldfærslu kostnaðar í matfiskeldis- stöð félagsins. Ást á rauðu ljósi Den Danske bank, sem hefur ráðlagt viðskiptavinum sínum að forðast íslensk verðbréf eins og heitan eldinn, er á góðri leið að verða óvinsælasta erlenda fyrirtækið í augum Íslendinga síðan Norsk Hydro gaf skít í álvers- drauma Austfirðinga. Margir vita það hins vegar ekki að Den Danske bank er einn stærsti erlendi fjárfestirinn í Kauphöll Íslands. Bankinn er meðal stærstu hluthafa í Actavis, Icelandic Group og Nýherja og er til dæmis tíundi stærsti eigandinn í Actavis. Nemur markaðsvirði bréfanna í Actavis um 2,3 milljörðum króna en eignarhlutirnir í Icelandic og Nýherja eru minni. Birtingarmyndir hitans í hagkerfinu Seðlabankinn kynnti forsendur ákvörðun- ar sinnar um hækkun stýrivaxta. Hitinn í hagkerfinu er sem fyrr það sem mótar ákvörðun bankans. Davíð Oddsson kynnti rökstuðning bankans af miklum myndugleik og hefur fótað sig ákaflega vel í nýju starfi. Glærum til skýringar var varpað upp á vegg á kynningu bankans og brá svo við að vel var greinanlegt á glærunum hitaupp- streymi frá myndvarpanum sem notaður var á kynningarfundi bankans. Davíð gerði sér mat úr þessu og sagði að þeir í Seðlabankanum hefðu vel gert sér grein fyrir að mikill hiti væri í hagkerfinu, en kannski ekki gert sér grein fyrir að hann væri svona mikill. Peningaskápurinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.