Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.03.2006, Qupperneq 26
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Á sviðinu í hálfa öld Þráinn Karlsson fagnaði hálfrar aldar leikafmæli í vikunni. Á þeim tíma hefur hann tekið þátt í á annað hundrað sýningum auk þess að leika í kvikmyndum og fyrir sjónvarp. Þráinn leikur bæði í Maríubjöllunni og Litlu hryllings- búðinni á Akureyri um þessar mundir, auk þess sem til stend- ur að sýna Full- komið brúðkaup í Reykjavík á næstunni, en sýning- in sló í gegn á Akur- eyri. Rænt af heimili sínu Kristinn Óskarsson varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fjórir menn ruddust inn á heimili hans í Garði, lömdu hann og lok- uðu hann í farangursgeymslu bif- reiðar þar sem hann lá í sjö klukku- stundir áður en hann slapp. Árásin virðist hafa verið tilefnislaus en lögreglan í Kefla- vík rannsakar málið. Bubbi vann Garðar Örn Úlfarsson, fyrrver- andi ritstjóri Hér og nú, var dæmd- ur til að greiða Bubba Morthens 700 þúsund krónur fyrir fyrirsögn- ina „Bubbi fallinn“. Bubbi er kampakátur með dóminn og segir hann kjaftshögg fyrir ritstjórnar- stefnu Garðars. Rit- stjór- inn fyrrverandi er álíka hress með dóminn og Bubbi var með for- síðuna umdeildu. ÞEIR VORU Í FRÉTTUNUM Þrír bandarískir fræðimenn hafa sett fram fróðlegar kenningar um þá heimsmynd, sem draga megi upp eftir hrun kommúnismans. Francis Fukuyama taldi, að runn- inn væri upp tími alþjóðlegs kapít- alisma, lýðræðis og frjáls markað- ar, þar sem verkefnið væri að sinna þörf einstaklinga og þjóða til viðurkenningar, bjóða þá vel- komna í hópinn. Eitthvað er til í hugmynd hans, en hnattvæðingin sætir harðri andstöðu. Áhrifamikl- ir hópar vilja ekki taka upp vest- ræna siði. Þetta varð Samuel Huntington að umræðuefni. Hann er þeirrar skoðunar, að átökum um meginatriði sé ekki lokið, en þau standi ekki lengur milli kommún- isma og kapítalisma, heldur menn- ingarheilda og trúarbragða. Þótt hann velji orð sín varlega, er ljóst, að hann telur aðallega stafa hættu af öfgafullum múslimum. Margir hafa tekið undir með honum eftir árásir hryðjuverkamanna á New York og Washington 11. september 2001. Sumir hópar hata vestræna siði og vilja ekki aðeins forðast þá sjálfir, heldur taka af okkur rétt- inn til að halda þeim. Robert Kagan heldur því fram, að leiðir hafi skilið síðustu áratugi með Bandaríkjunum og Evrópu- löndum, Bandaríkin búi yfir mikl- um hernaðarmætti og séu raunsæ og herská. Evrópulöndin séu veik- burða og þess vegna óraunsæ. Þau hafi oftrú á fundum og samning- um til lausnar málum. Það er að minnsta kosti víst, að hryðju- verkamennirnir, sem réðust á Bandaríkin 11. september, voru ekki að biðja um fund, eins og Davíð Oddsson benti einmitt á. En hafa Bandaríkin ef til vill fulllitla trú á fundum? Orð eru til alls fyrst. Heimurinn býr yfir miklum möguleikum, eins og Fukuyama segir. Hann er líka hættulegur, eins og Huntington brýnir fyrir okkur. Íslendingar urðu fyrir verulegu áfalli á dögun- um, þegar Bandaríkjastjórn til- kynnti einhliða, að hún hygðist kalla varnarliðið á brott og skilja Ísland eftir varnarlaust. Ég er ekki viss um, að Bandaríkjastjórn hafi gert sér grein fyrir, hversu mikil vonbrigði þetta hljóta að vera þeim Íslendingum, sem hafa stutt Bandaríkin eindregið. Jafn- gildir þetta uppsögn varnarsamn- ingsins? Auðvitað hljóta Bandaríkin að miða við eigin hagsmuni, þegar þau marka utanríkisstefnu sína. Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni. Og ríki eru banda- menn, þegar hagsmunir fara saman. En hagsmunir Bandaríkj- anna til langs tíma eru þeir að eiga öfluga bandamenn á Norður-Atl- antshafi. Eðlilegt er að eyjarnar þrjár undan meginlandi Evrópu séu í sérstöku sambandi við Bandaríkin: Írland vegna sögu- legra tengsla, Stóra-Bretland af gamalli hefð og Ísland, vegna þess að héðan sér yfir allt Norður-Atl- antshafið. Þessar þrjár eyþjóðir eru líka vinveittari Bandaríkjun- um en meginlandsþjóðirnar. Þung- ur hrammur Hitlers, Stalíns og Napóleons náði ekki til þeirra. Varnarsamningurinn frá 1951 reyndist báðum þjóðum vel. Mestu máli skipti auðvitað, að herstöðin á Miðnesheiði var ómissandi hlekkur í þeirri öflugu varnar- keðju Vesturveldanna, sem hélt Kremlverjum í skefjum. En ábyrg- ir íslenskir ráðamenn færðu mikl- ar fórnir með því að láta land undir herstöð skömmu eftir lýð- veldisstofnun, þegar þjóðernis- kennd var hér sterk. Bandaríkja- stjórn lagði líka sitt af mörkum bak við tjöldin til að afla útfærslu fiskveiðilögsögunnar alþjóðlegrar viðurkenningar. Þótt einstakir íslenskir stjórnmálamenn eins og Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi með heimskulegu tali reynt að spilla samstarfi þjóðanna tveggja, hefur það verið undantekning, ekki regla. Heimurinn er ekki hættulaus. Hvað myndi gerast, væru hér engar varnir og fámennur hópur öfgafullra múslima vildi refsa Íslendingum fyrir skopmyndir af Múhameð spámanni? Þeir gætu rænt flugvél í Amsterdam, flogið hingað og gert margvíslegan ósk- unda, áður en Atlantshafsbanda- lagið fengi brugðist við. Íslending- ar þurfa á varnarsamstarfi við Bandaríkin að halda. En þótt Bandaríkjamenn séu öflugir, eins og Kagan heldur fram, geta þeir ekki allt einir. Hver veit, hvenær þeir þurfa einhverja aðstöðu á Íslandi fyrir ófyrirsjáanlega rás viðburða? Óskar Wilde sagði eins og frægt er, að Íslendingar hefðu fundið Ameríku árið 1000, en haft vit á því að týna henni aftur. Við skulum vona, að Bandaríkjamenn hafi ekki týnt Íslandi. Vinátta og hagsmunir Í DAG VARNARSAM- STARFIÐ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Auðvitað hljóta Bandaríkin að miða við eigin hagsmuni, þegar þau marka utanríkis- stefnu sína. Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni. Og ríki eru bandamenn, þegar hagsmunir fara saman. En hagsmunir Bandaríkjanna til langs tíma eru þeir að eiga öfluga bandamenn á Norður- Atlantshafi. Aldrei vegnað betur Fólk með 110 þúsund króna grunn- laun á hjúkrunarheimilum íslenska velferðarþjóðfélagsins fer í setuverkfall og biður um sömu laun og fólk í sama stéttarfélagi og í sambærilegum störf- um hefur handan við vegginn. Á Alþingi ræða menn skuldastöðu þjóðarbúsins og stjórnarliðar segja að aldrei hafi þjóðin staðið betur. Hvert mannsbarn á tíu milljóna króna eign, segir Pétur Blöndal. „Íslendingar hafa aldrei staðið sterkar. Aldrei í sög- unni,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Og ríkið þarf að standa vörð um árangurinn, bætti hann við. „Til þess þarf að vera á móti ýmsu sem er vinsælt...Það þarf að vera á móti fyrst og fremst óraunhæfum kauphækkunum,“ sagði Einar Oddur með þunga. Skyldi hann hafa verið að tala um tuttugu prósenta launahækkun lægst launuðu kvennastéttanna hjá Reykjavíkurborg í fyrra? - Ríkisstjórnin rekur sveltistefnu gagnvart þessu fólki, ekki bara í kjörum heldur einnig með ótrúlegri skattpíningu þessara hópa „sem hvergi er að finna samjöfnuð við í allri Íslandssögunni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir um óróann á vinnumark- aðnum. Þegar friðurinn slitnar Jónas Kristjánsson ritstjóri lítur líka til velferðarinnar á vefsíðu sinni og gerir ólguna undanfarna daga á götum borga í Frakklandi að umtalsefni. „Átökin í Frakklandi sýna okkur framan í örlög, sem markaðsbúskap- ur og hnattvæðing búa öllum ríkjum Evrópu, ef ekki verður hindraður flótti þeirra frá félagslegum markaðsbúskap. Þrátt fyrir árvissan hagvöxt er annar tveggja hornsteina samfélagsins á undanhaldi, velferðin. Ungmennum er boðin bráðabirgðavinna með minna öryggi. Enginn getur skýrt, að hagvöxtur þurfi að leiða til lakari velferðar. Ef svo heldur fram sem horfir, verða meiri óeirðir í Evrópu gegn markaðsbúskap en Karl Marx hefði getað dreymt um. Límið í samfélagi nútímans er farið að bresta.“ Jónas segir einnig: Frönsk ungmenni ætla ekki að láta bjóða sér framtíð óstöðugrar vinnu og eru komin út á götuvígin. Þau eru fram- sýnni en við, en sú tíð kemur, að öll Evrópa mun ögra sam- bandslausum stjórnvöldum.“ johannh@frettabladid.is Það er merkilegur veruleiki að í byrjun 21. aldar er allgóð samstaða frá vinstri til hægri í stjórnmálum um að starf-rækja ríkisútvarp. Nánast ágreiningslaust hefur verið að kosta reksturinn með skattpeningum. Jafnframt hafa flestir talið óhjákvæmilegt að leyfa Ríkisútvarpinu þar að auki að afla tekna á samkeppnismarkaði auglýsinga. Auglýsingatekjurnar hafa þó einna helst verið ágreiningsefni varðandi opinberan útvarpsrekstur. Þó að sú skipan gangi á svig við almennar samkeppnisleikreglur verða keppinautarnir á markaðnum að sætta sig við að annar kostur er ekki í stöðunni. Að baki þessum rekstri og markmiðum hans liggja menningar- leg og tilfinningaleg sjónarmið sem rétt er að virða. Skipulag Ríkisútvarpsins hefur lengi verið úr takt við tímann og staðið því fyrir þrifum. Ríkisstjórnin hefur kosið að gera breytingar þar á með því að koma þessari menningarstofnun í hlutafélagarekstur. Að baki því framtaki er örugglega frómur hugur. En hugmyndafræðin er nokkuð öfugsnúin. Hlutafélög eru gott rekstrarform. Það hentar líka fyrirtækj- um í ríkiseigu sem nota ekki skattpeninga í rekstur. Þannig var skynsamlegt að breyta Símanum í hlutafélag á sínum tíma. Það fyrirtæki greiddi arð í ríkissjóð. Öðru máli gegnir um stofnanir sem alfarið eða að uppistöðu til eru reknar fyrir skattpeninga. Eðli máls samkvæmt gilda aðrar leikreglur um meðferð skatt- peninga borgaranna en sjálfsaflafé. Um rekstur stofnana ríkisins gilda almennar reglur að því er varðar launaákvarðanir, réttindi og skyldur starfsmanna og almenna stjórnsýsluhætti, þar með talið upplýsingaskyldu. Þetta regluverk gildir ekki vegna þess að það sé vilji löggjafans að opinber fyrirtæki og stofnanir séu svifasein og þyngri í vöfum en hlutafélög. Ástæða þessara almennu reglna er sú að þær eru eina leiðin til þess að tryggja gegnsæi og jafnræði og koma í veg fyrir misnotkun skattpeninga. Nú ætlar ríkisstjórnin að víkja til hliðar öllum almennum reglum sem gilda um meðferð skattpeninga að því er varðar rekstur Ríkisútvarpsins. Þar á meðferð skattpeninga að lúta reglum einkaeignarréttarins án þess að skilyrði hans um sjálfs- aflafé sé fyrir hendi. Auka má skilvirkni hvarvetna í ríkiskerf- inu með því að afnema þessar reglur að fullu og öllu. Eru menn reiðubúnir að taka afleiðingunum af því? Svarið er nei. Hvaða önnur sjónarmið geta gilt um meðferð skattpeninga í stærstu menningarstofnun ríkisins? Rökin fyrir því að reka Ríkisútvarp með skattpeningum jafn- framt þátttöku á samkeppnismarkaði auglýsinganna hanga vissulega á hálmstrái eða í mesta lagi á rótarhvönn. Þau fela í sér svo verulegt frávik frá almennum leikreglum. Ríkisstjórnin er að kippa þessu haldi í burtu. Hún hefur vitaskuld þingmeiri- hluta til þess að koma málinu fram. En hætt er við að hún setji með því móti í uppnám framtíðarsátt um ríkisrekið útvarp. Það eru einfaldlega of mikil menningarverðmæti í húfi til að sú áhætta sé réttlætanleg. Ríkisrekstur á samkeppnismarkaði þar sem gengið er á svig við allar grundvallarreglur um meðferð skattpeninga virðist vera í meiri skyldleika við ríkisrekstur Rauðkutímans á kreppu- árunum en nútímann. Þetta gengur þvert á allt annað sem ríkisstjórnin hefur gert, hvort heldur litið er til stjórnsýslunnar eða samkeppnismarkaðarins, og er því ekki með góðu móti skiljanlegt. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Ríkisútvarpið hf. Rauðku- hugmyndafræði Laugavegi 87 Sími 511 2004 – 551 8740 Með hverri dúnsæng fylgir gæsadúnskoddi Fermingatilboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.