Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 54
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR42 Uppselt er á tónleika hennar í Höllinni. Húsið opnar klukkan 19.00 og mun Ragn- heiður Gröndal hita upp. Þess má geta að Melua verður í við- tali á Bylgjunni í dag hjá Ívari Guð- mundssyni. Einnig verður hægt að hlusta á viðtalið á bylgjan.is. Músíktilraunum lýkur í kvöld en þá verður sigurvegar-inn krýndur við hátíðlega athöfn í Loftkastalanum en alls keppa tólf hljómsveitir um hylli áhorfenda og dómnefndar. Tón- leikarnir hefjast klukkan sjö en miðasalan opnar klukkutíma fyrr. Mikil aðsókn hefur verið í þessa miða og frumskógarlögmálið oftast fengið að ráða. Sjaldan eða aldrei hefur flóran verið jafn fjölskrúðug og það er ljóst að úr vöndu verður að ráða fyrir þá sem nýta atkvæðisrétt sinn. Sigurvegarar Músíktilrauna hafa oftar en ekki slegið í gegn og nægir þar að nefna Maus, Mínus og nú síð- ast Jakobínarínu sem fór í mikla frægðarför til Ameríku nýverið og verður til umfjöllunar í rokkbiblí- unni Rolling Stone. Sú hljómsveit sem þykir best fer heim með tuttugu tíma í hljóðveri Sigur Rósar með hljóðmanni auk ferðar til Manchester á tónleika þar í borg. Þeir sem lenda í öðru og þriðja sæti fara ekki tómhentir heim en þeir hljóta meðal annars hljóðverstíma og miða á Reykjavík Rocks en einnig verða veitt verð- laun fyrir hljóðfæraleik og söng. Þeir sem komast ekki á tónleikana í kvöld geta huggað sig við beina útsendingu á vefnum siminn.is. Katie Melua í Höllinni FURSTASKYTTAN Drengirnir í þessari sveit sungu eitt lag á dönsku og það hefur oft reynst mönnum happadrjúgt á Músíktilraun- um. Hún er talin vera stofnuð í Grikklandi og leggja félagarnir mikið upp úr textagerð sem sögð er undir áhrifum Stuðmanna LE POULET DE ROMANCE Drengirnir frá Reykjavík heilluðu áhorfendur upp úr skónum á fjórða tilraunakvöldinu með stórskemmtilegri framkomu og frönsku ívafi. Erfitt er að festa hendur á tónlistar- stefnunni sem eflaust er sprottin upp úr kollinum á þeim sjálfum. MODERN DAY MAJESTY Eiga allir ættir sínar að rekja til Dalvíkur en hljómsveitarmeð- limirnir þrír eru búsettir í Reykjavík. Sveitin hóf störf árið 2004 en tók sér síðan smá hlé. Þegar hún kom aftur saman árið 2005 varð ekki aftur snúið. WHO KNEW Sveitin er skipuð fimm strák- um úr Reykjavík og eru þeir á aldrinum sextán til tvítugs. Hún hefur verið starfandi í rúmt ár en hljómsveitarmeðlimirnir segjast vera tilbúnir með tólf frumsamin lög. Þeir líkja sér við Falco en taka fram að sveitin er ekki í dópi. WE MADE GOD Eitt af fjölmörgum tríóum er skipað þremur drengjum úr Hafnarfirði og Kópavogi. Þeir segjast vera óhræddir við að prófa eitthvað nýtt og beita meðal annars fiðluboga í einu laganna. Hverjir leggja rokkið undir sig? PRÓPANOL Hafnfirðingarnir úr Propanól unnu hug og hjörtu áhorfenda á fyrsta tilraunakvöldinu. Sveitin er skipuð sex ungmennum og þau spila skemmtilega popptónlist með funkívafi en mikla athygli vakti franska hornið sem blásið var í af miklum krafti. TRANZLOKAL Dómnefndin heillaðist strax af miklum krafti þessara þremenninga úr Vestmannaeyjum en þeir spiluðu einfalt en áhrifaríkt pönkrokk. Tríóið er mjög ungt en hljómsveitarmeðlimirnir eru aðeins fjórtán ára að aldri. THE MINISTRY OF FOREIGN AFFAIRS Annað tríó braust fram á sjónarsviðið á öðru kvöldi Músíktilrauna en þremenningarnir úr Reykjavík ákváðu í fyrstu að stefnuleysi skyldi ríkja innan sveitarinnar. Annað kom á daginn því sveitin notast við „bjagaðar raddir í bland við bjagaðan gítar“, svo notuð séu hljómsveitarmeðlima eigin orð. ANTIK Ein af örfáum sveitum sem beitir íslenskri tungu en sveitin segist vera undir áhrifum frá Led Zeppelin og Pink Floyd. Þeir spila melódískt pönkskotið rokk en hljómsveitarmeðlimirnir eru allir frá Hornafirði. SWEET SINS Úr Hafnarfirði kemur þessi kröftuga sveit en hún var upphaflega skip- uð tveimur stúlkum sem ákváðu svo að fá nokkra stráka sér til aðstoðar. Sweet Sins segist ekki vita hvers konar tónlist sveitin spilar en hún sé korný. ULTRA MEGA TECHNOBANDIÐ STEFÁN Menn skyldu ekki láta blekkjast af nafninu því enginn af hljómsveitarmeðlimum ber nafnið Stefán. Drengirnir spila hins vegar stórskemmtilegt tölvupönk og vakti lífleg framkoma söngvarans mikla athygli. THE FOREIGN MONKEYS Þótt ótrúlegt megi virðast hefur sveitin einungis verðið starf- andi í þrjá mánuði en öflugt tónlistarstarf er nú í Vestmannaeyjum. Fjórmenningarnir spila einfalt rokk og eru ekkert að flækja hlutina of mikið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / B R IL LI ��������������������������������������� ���������� ��� ������ ���� ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� ������������������������������ ����������� ����������� ����������� ������� ������� ������������ ������ � � ��� � ����������� ������ �������������������������� ������������� ����� ������� � �������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.