Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 59
HANDBOLTI Jónatan Magnússon,
leikstjórnandi og fyrirliði KA-
liðsins til margra ára, er á förum
frá félaginu en hann hefur samið
við franska félagið St. Raphael.
Liðið féll úr úrvalsdeild á síð-
ustu leiktíð en er í harðri baráttu
um að komast aftur í deild þeirra
bestu í Frakklandi. Jónatan hefur
lengi stefnt að því að komast í
atvinnumennsku. Oft mátti litlu
muna að hann færi en nú er
dæmið loksins búið að ganga upp
hjá miðjumanninum baráttu-
glaða og káta.
- hbg
KA missir fyrirliðann sinn í handboltanum:
Jónatan til Frakklands
FÓTBOLTI Englendingurinn Ian
Jeffs hefur skrifað undir samning
við sænska 1. deildarliðið Örebro.
Jeffs kom til ÍBV frá Crewe árið
2003 og hefur verið lykilmaður í
liði Eyjamanna sem vildu alls ekki
missa hann frá sér.
„Þetta er að sjálfsögðu mikið
áfall fyrir okkur en þetta sýnir að
það er hægt að koma til ÍBV og
fara síðan í atvinnumennskuna í
stærri löndum,“ sagði Gísli Hjart-
arson, stjórnarmaður hjá ÍBV, við
Fréttablaðið í gær en hann er
staddur á Spáni þar sem liðið er nú
í æfingaferð.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins nemur kaupverðið á Jeffs
um fimm milljónum króna sem er
mun hærra en Örebro bauð fyrst.
„Við höfnuðum nokkrum tilboðum
frá Örebro áður en við komumst
að samkomulagi um þetta. Hann
vildi prófa eitthvað nýtt og við
gátum ekki staðið í vegi fyrir
honum,“ sagði Gísli.
Á heimasíðu Örebro kemur fram
að kaupverðið sé mun hærra en
félagið hafði ætlað sér fyrst um
sinn en það sé ánægt með að tryggja
sér Jeffs. Skarð Jeffs hjá ÍBV verð-
ur hins vegar vandfyllt. - hþh
Karlalið ÍBV búið að missa einn sinn besta leikmann:
Ian Jeffs seldur til Örebro
á 5 milljónir króna
Í BARÁTTUNNI Ian Jeffs er hér í skallaeinvígi við Grindvíkinginn Sinisa Kekic á síðustu leik-
tíð. Jeffs hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV.
FÓTBOLTI Guðjón Baldvinsson, leik-
maður Stjörnunnar, mun að öllum
líkindum ganga til liðs við norska
félagið Bodö/Glimt áður en félaga-
skiptaglugginn rennur út á morg-
un á Norðurlöndunum. Guðjón var
markahæsti leikmaður 2. deildar-
innar á síðasta tímabili og var val-
inn besti sem og efnilegasti leik-
maður deildarinnar en hann er
tvítugur að aldri og er kominn í
U21 árs landslið Íslands.
„Aðstæðurnar hérna eru eins
og best verður á kosið. Hér er allt
til fyrirmyndar og mér hefur
gengið mjög vel á æfingunum
hérna. Ég vonast til að ná að semja
við liðið og vonandi ganga samn-
ingaviðræðurnar við Stjörnuna
vel,“ sagði Guðjón við Fréttablað-
ið í gær.
„Umhverfið hérna er svipað og
á Íslandi svo þetta er engin gífur-
leg breyting, fyrir utan aðstæð-
urnar. Hér eru allir jákvæðir og
almennilegir, mér hefur verið
tekið mjög vel og ég sé ekkert því
til fyrirstöðu að semja við liðið,”
sagði Guðjón. Jafnframt sagði
Kent Bergensen þjálfari Bodö/
Glimt sagði við Fréttablaðið í gær
að hann hefði hrifist mjög af Guð-
jóni á æfingum undanfarið. - hþh
Guðjón Baldvinsson:
Á leiðinni til
Bodö/Glimt
GUÐJÓN BALDVINSSON Fagnar hér marki
sínu gegn Leikni síðasta sumar en bæði lið
fóru upp úr 2. deildinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/MATTHÍAS ÆGISSON
FÖSTUDAGUR 31. mars 2006 47