Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6
6 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR SINUELDAR „Þetta var lán í óláni má kannski segja því eldurinn lenti að megninu til á milli bæja,“ sagði Sigurður Jóhannsson, bóndi á Stóra-Kálfalæk, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. Hann segir eldvegginn hafi farið um kíló- metra frá sínum bæ þar sem hann hentist áfram á miklum hraða og ljóst að miklar skemmdir hafi orðið á varplandi mófugla og girðingar séu brunnar. Hann segir bæinn Laxárholt hafa verið í hættu en eld- urinn farið vestan við bæinn. Einn- ig sé eyðibýli og sumarhús í hættu. „Það er ekki séð fyrir endann á þessu, ekkert nálægt því,“ sagði Sigurður. Bjarni Þorsteinsson, slökkvi- liðsstjóri í Borgarnesi, segist ekki hafa viljað láta sína menn inn í eld- ana. „Svona eldur drepur allt sem fyrir honum verður. Það lifir eng- inn í þessu. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða eftir að eld- urinn brenni út sem tekur líklega allan daginn í dag. Landið sem mun brenna er frá Álftá og vestur að Hítará. Þetta er allur Hraunhrepp- ur og Mýrar. Þetta er því gríðar- legt flæmi. Ef þetta var gert vilj- andi þá er þetta tilræði við líf, eignir og heilsu fólks,“ sagði Bjarni að lokum. - shá ������������� �������� ������� ��������� ������������������������������������������� ������������� Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað laugardaginn 1. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamið- stöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Allur ágóði til styrktar götubörnum í Mósambík. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn. Verð: 300 kr./500 kr. Nemendur í MK annast markaðinn sem er loka- verkefni þeirra í áfanga um sjálfboðið starf. Kaffi á könnunni. Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 · Sími 554 6626 · kopavogur@redcross.is · www.redcross.is/kopavogur KJÖRKASSINN Er þér boðið í fermingarveislu á næstunni? Já 63% Nei 37% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa spilavíti hérlendis? Segðu þína skoðun á visir.is BERLÍN, AP Íranar hafa 30 daga til að velja á milli alþjóðlegrar ein- angrunar ellegar að snúa aftur að samningaborðinu varðandi auðgun þeirra á úrani, var niðurstaða fund- ar utanríkisráðherra Rússlands, Kína, Frakklands, Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands sem saman komu í Berlín í gær. Tilgangur fundarins var að ræða áætlun um hvernig Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna tekur á kjarnorkumálefnum Írans, en í New York á miðvikudagskvöld samþykktu 15 fulltrúar ráðsins samhljóða að veita Írönum þrjátíu daga frest til að hætta tilraunum sínum með auðgun úrans. Að frest- inum liðnum ber Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni (IAEA) að gefa Öryggisráðinu skýrslu, þar sem fram á að koma hvort og hvernig Íranar hafi brugðist við þessum tilmælum. Reynist þeir ekki hafa sinnt þeim, getur Örygg- isráðið gripið til aðgerða eins og viðskiptaþvingana. Á blaðamannafundi eftir fund- inn í gær lýsti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því yfir að „alþjóðasamfélagið væri sameinað“ í afstöðu sinni til kjarnorkuvinnslu Írana, og gaf til kynna að Öryggisráðið mun hefja aðgerðir bregðist Íran ekki við á þann hátt sem ráðið leggur til. Þó bentu orð utanríkisráðherra Rússlands og Kína til þess að ráðið væri ekki alveg einhuga um við- brögð við áframhaldandi kjarn- orkuvinnslu Írana, haldi þeir úran- auðguninni áfram. Fulltrúar Írans breyttu ekki skoðun sinni í gær. Ali Asghar Solt- anieh, helsti fulltrúi Írans innan IAEA, sagði við fréttamenn eftir fundinn í gær að Írönum væri það ómögulegt að hætta auðgun úrans, og ítrekaði enn á ný að kjarnorku- vinnsla þeirra væri eingöngu ætluð til friðsamlegra nota. Vesturveldin telja orð Írana um tilgang vinnslunnar hins vegar lítt trúanleg, og telja að Íranar ætli sér að nota auðgað úran til framleiðslu á kjarnavopnum. Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, sagðist vonast til þess að ummæli Soltani- eh væru ekki lokaorð Írana í þessu máli, og bætti því við að 30 daga fresturinn veitti Írönum tækifæri „til að taka ákvörðun um einangr- un ...eða að snúa aftur að samn- ingaborðinu.“ Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, tók fram á blaða- mannafundinum að utanríkisráð- herrarnir hefðu ekki rætt mögulegar refsiaðgerðir gegn Íran, og að Rússar styddu ekki slík- ar aðgerðir. Dai Bingguo, aðstoðar- utanríkisráðherra Kína, kallaði jafnframt eftir „friðsamlegri lausn“ á málinu. Bentu orð þeirra til minni samstöðu meðal ráðherr- anna en Rice vildi vera láta. smk@frettabladid.is Íranar fá frest til að hætta tilraunum Ráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði SÞ, auk Þýska- lands, hvöttu Íransstjórn í gær til að stöðva alla auðgun úrans á heimavelli, en Íranar segja engar líkur vera á því að þeir hlýði þeim tillögum. KJARNORKUVINNSLA Íranskir kjarnorkuversstarfsmenn meðhöndla ílát sem í er úran í kjarnorkuveri sunnan við Teheran. Fimmtán fulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að veita Írönum 30 daga frest til að hætta tilraunum með auðgun úrans. NORDICPHOTOS/AFP SAMKEPPNISMÁL Forsvarsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflug- velli, IGS, ætla að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að IGS hefði brotið samkeppnislög með samningi sínum við þýska flugfélagið LTU. Þýska félagið samdi við IGS um þjónustu árið 2004 en hafði áður verið í viðskiptum við Vallarvini, sem sinna sambærilegri þjónustu og IGS og eru því í samkeppni um viðskiptavini. Samkeppniseftirlitið telur samn- ing IGS brot á samkeppnislögum, því tilboð fyrirtækisins í verkefni fyrir LTU var einungis til þess ætlað að valda Vallarvinum óþægindum. Gunnar Olsen, framkvæmda- stjóri IGS, telur úrskurð Samkeppn- iseftirlitsins ekki fela það í sér að samningur IGS við LTU sé ólögleg- ur. „Við teljum forsendur samnings- ins ekki vera brostnar. Við munum áfrýja þessari niðurstöðu vegna þess að við teljum okkur ekki hafa brotið lög eða reglur.“ Vallarvinir eru enn starfandi á Keflavíkurflugvelli og hafa nýlega gengið frá samningi við British Air- ways. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Vallarvina, seg- ist hafa búist við því að Samkeppn- iseftirlitið myndi finna að aðferðum IGS. „Ég var aldrei í vafa um að það hefði verið á okkur brotið og er ánægður með niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins. Miðað við úrskurðinn þá er ljóst að ekki er lengur grundvöllur fyrir samningi IGS við LTU.“ -mh IGS ætlar að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Neita að hafa brotið af sér FLUGVÉLAR ÞJÓNUSTAÐAR IGS er sagt hafa brotið samkeppnislög þegar félagið samdi við þýska flugfélagið LTU. PARÍS, AP Stjórnlagaráð Frakk- lands, sem sker úr um hvort lög sem þingið samþykkir stangist á við stjórnarskrána eður ei, úrskurðaði í gær að umdeild lög um breytta vinnulöggjöf stæðust þá skoðun. Þar með situr Jacques Chirac forseti uppi með ákvörðun- ina um næsta skref í deilunni, sem orðið hefur tilefni harkalegra mót- mæla gegn ríkisstjórninni. Chirac getur annað hvort stað- fest lögin en þar með myndi hann kalla enn harkalegri mótaðgerðir yfir landið. Hinn kosturinn væri að senda lögin aftur til þingsins en þar með bryti hann gegn eindregn- um vilja stjórnarinnar. ■ Vinnulagadeilan í Frakklandi: Lögin úrskurð- uð lögmæt Sigurður Jóhannsson, bóndi á Stóra-Kálfalæk, segir varpland í mikilli hættu: Eldveggurinn æddi framhjá ELDURINN EIRÐI ENGU Sinueldarnir eyðilögðu fjölda girðinga og einnig varpland mófugla á stóru svæði. Íbúðarhús voru í mikilli hættu en betur fór en á horfðist. SKESSUHORN/MAGNÚS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.