Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 62
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR50 opið alla laugardaga 10-14 TÚNFISKUR SKÖTUSELUR ÞORSKHNAKKAR HÖRPUSKEL 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 Fyrir ekki margt löngu sat ég inni á bóka- safni niðri í skóla með vinkonu minni. Allt í einu sé ég hvernig hún lamast í andlitinu, breytist í kleinu og steypir sér ofan í bókina sem hún hafði fyrir framan sig. Mér þótti þetta undarlegt þar sem við vorum meira að spjalla en lesa. Þegar ég spurði hana hvað gengi eiginlega á, þótt- ist hún ekki heyra í mér og hélt áfram að lesa. Eftir stutta stund kom hún aftur upp á yfirborðið og tók upp eðlilega hegðun á ný. Þá sagði hún mér að þarna væri maður sem hún hafi óvart verið með einu sinni. Já, hún sagði óvart og var greinilega miður sín yfir þessu öllu saman. Við frekari umræður kom í ljós að hún var ekki sú eina sem átti sér svona „úps“ gæja. Það er erfitt að segja til um hvað veldur, en það er nokkuð ljóst að flestallir, ef ekki allir, hafa sinn djöful að draga ef svo má að orði komast. Og í hvert sinn sem maður hittir þennan „djöful“ vill svo óheppilega til að einhver er með manni sem vill fá skýringar á undarlegheitunum. Hvers vegna maður hafi heilsað svona kjánalega, hvaðan svitaperlurnar hafi komið sem spruttu fram á ennið á örskotstundu eða hvers vegna maður þóttist allt í einu vera upp- tekinn í símanum. Ef maður getur ómögu- lega talað í hringi og ruglað viðkomandi í ríminu þangað til spurningin gleymist, þá er best að útskýra og vona svo að sá hinn sami hafi náð skilaboðunum: Ekki segja neinum! Einhverra hluta vegna vill stundum svo til að þegar áfengi er haft um hönd virðist sem sjónin versni lítið eitt. Þá finnst manni allt í einu menn vera meira spennandi og jafnvel öllu myndar- legri en þeir eiga að sér að vera. Þá virðast ótrúlegustu deithugmyndir ekki svo slæmar og maður veltir því fyrir sér hvers vegna manni hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Þessu er örugglega svipað farið frá sjónarhorni karlmanna. Þetta köllum við að hafa uppi fylleríisgleraugun. Þessi gleraugnaburður leiðir oftar en ekki til þess að þegar maður vaknar morguninn eftir og opnar augun í rólegheitunum, liggur sönnunargagnið beint fyrir framan mann þessu til staðfestingar. Í kjölfarið fær maður iðulega bjánahlaupabóluna og þarf á alvarlegri meðferð að halda. Sú meðferð felst í neyðarfundi á heimil- inu þar sem vinkonurnar koma og gera grín að manni. Eftir nokkurra klukkustunda sjokkmeðferð hjá vinkonunum er auðveldara að sjá grínið og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það er nokkuð ljóst að svona atvik, sem flestir eiga í poka- horninu, eru nokkuð fyndin. Við verðum þó að líta svo á að þau séu til þess gerð að víkka hjá okkur sjóndeildarhringinn og fá okkur til að hlæja. Svo er stóra spurningin: Hver ætli hafi hlegið svona að okkur? REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR KÍKIR Í POKAHORNIN Úps, ég er ekki hérna! HRÓSIÐ ...fær Félag íslenskra bókaútgef- anda og íslenskir bóksalar sem hyggjast gefa hverju heimili í landinu ávísun upp á þúsund krónur í tilefni af viku bókarinnar. Ávísunin mun gilda fyrir hvaða íslenska bók sem er til þriðja maí. SVÖR VIÐ VEISTU SVARIÐ 1 Ismail Haniyeh 2 Haukar og Keflavík 3 Carol von Voorst LÁRÉTT 2 dægurs 6 í röð 8 mál 9 stansa 11 leita að 12 röndin 14 þrá 16 ógrynni 17 veiðar- færi 18 frjó 20 holskrúfa 21 kropp. LÓÐRÉTT 1 ómögulegur 3 bardagi 4 alger 5 rá 7 gutla 10 keyra 13 utan 15 frumeind 16 ónn 19 kind. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 dags, 6 fg, 8 tal, 9 æja, 11 gá, 12 rákin, 14 langa, 16 of, 17 net, 18 fræ, 20 ró, 21 nart. LÓÐRÉTT: 1 ófær, 3 at, 4 gagnger, 5 slá, 7 gjálfra, 10 aka, 13 inn, 15 atóm, 16 ofn, 19 ær. FRÉTTIR AF FÓLKI Spurningakeppni fjölmiðlanna er fastur liður í páskadagskrá Rásar 2 og það er því farið að styttast í að helstu fjölmiðlar landsins smali saman í tveggja manna lið sínu getspakasta fólki. Rithöfundurinn og útvarpsmaður- inn vaski Ævar Örn Jósepsson hefur, eins og á síðustu árum, umsjón með keppninni en hann segir að „and- legt atgervi, heilindi og hugsanlega skófatnaður“ muni geta skipt sköpum þegar á hólminn er komið. Það hefur jafnan þótt veglegt til vinnings að tefla fram gömlum Gettu betur keppendum í keppni þessari þó að slíkir kónar komist síður en svo alltaf alla leið. Fréttablaðið tapaði naumlega fyrir Bæjarins besta á Ísafirði í fyrra þó að Sveinn Guðmarsson, reyndur Gettu betur keppandi og síðar dómari, hafi keppt fyrir hönd blaðsins. Þá komust Oddur Ástráðsson,tvöfaldur Gettu betur sigurvegari með MR og sjálfur Illugi Jökulsson, fyrrum Gettu betur dómari, ekki langt í fyrra þegar þeir kepptu fyrir Talstöðina. Sveinn er nú kominn yfir til sjónvarpsstöðvarinnar NFS ásamt Oddi þannig að það er enginn skortur á Gettu betur mönnum á þeim bænum en stöðin tekur nú þátt í keppn- inni í fyrsta skipti. Leikstjórinn Clint Eastwood frumsýnir síðar á árinu stríðs- mynd sína Flags of our Fathers sem hann tók að hluta til upp á Íslandi í fyrra. Það fór sjálfsagt ekki fram hjá neinum að Íslend- ingum var smalað saman í auka- hlutverk og þó nokkrir munu fá að njóta sín sem slíkir. Tæmandi hlutverkaskrá myndarinnar er birt á upplýsingavefnum Internet Movie Database (imdb.com) og þar kennir ýmissa grasa. Markús Benediktsson leikur samkvæmt þessu „dauðan hermann í trukk“, en leikarinn Björgvin Franz Gíslason er væntanlega með ögn bitastæðara hlutverk en hann er sagður leika landgönguliða sem er rekinn í gegn. Þá verður Darri Ingólfsson þess heiðurs aðnjótandi að leika „deyjandi hermann“ en Sigurdur Hilmar Gudjonsson og Stefán Harðarson leika einfald- lega „hermann á strönd“. Þá er þess getið á imdb.com að Jóhann G. Jóhannsson leiki „liðþjálfa á strönd“ en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru atriði með honum klippt úr mynd- inni. -þþ Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson og fjörfuglarnir í Baggalúti hafa tekið höndum saman. Hópurinn hélt nýverið í hljóðver til að taka upp lag og samkvæmt yfirlýsingu frá útgáfufyrirtæki Baggalúts er þetta „graðhestaköntrípolkaslag- ari“ sem nefndur er í höfuðið á viskítegundinni Ballantines. Valgeir Guðjónsson var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í blíðunni sem lék við höfuðborgarbúa. „Hef það bara sæmilegt,“ segir Valgeir en hann treður upp með köntrísveit Baggalúts á „miðnæturköntrí- sveitarhódáni“ sem haldið verður á Nasa í kvöld en þar verða enn- fremur nokkur lög Valgeirs flutt í kántrýútgáfum. „Þeir höfðu sam- band við mig og báðu mig að troða upp sem leynigestur,“ svarar Val- geir þegar hann er inntur eftir þessu samstarfi. „Ég er mikill aðdáandi Baggalúts enda alltaf verið hrifinn af samblöndu tón- listar og húmors,“ bætir hann við en Stuðmenn voru landskunnir fyrir þessa blöndu. „Ég átti lag á lager og spurði í hálfkæringi hvort við ættum ekki bara að drífa það í upptökur,“ heldur hann áfram og komst ansi fljótt að því að Baggal- útsmenn sitja yfirleitt ekki með hendur í skauti. „Þetta eru miklir framkvæmdamenn og við létum þetta verða að veruleika,“ segir hann og kveðst glaður yfir að hafa loksins komið þessari hugmynd frá sér. „Við lögðum Stúdíó Geimstein í Reykjanesbæ undir okkur og það var einvalalið sem stóð að upptökun- um,“ útskýrir Valgeir. Stuðmað- urinn held- ur vart vatni yfir þeim Bagga- lútum og þykir augljóslega mikið til þeirra koma. „Heimasíðan þeirra ætti að vera skyldulesning á hverju íslensku alþýðuheimili,“ segir hann. Lagið er að sögn Valgeirs nútímadrykkjuvísa fyrir karl- menn sem konur geta sungið með. Hann telur að þessum tegundum laga hafi fækkað töluvert í seinni tíð en hér áður fyrr gátu menn varla komið saman án þess að kyrja um áfengi og konur. „Þetta er hálf kauðskt yrkisefni og kveikjan að því var lag Papa um ákveðna viskítegund,“ bætir Val- geir við og hefur litlar skýringar á því af hverju Íslendingar eru hættir að syngja um Bakkus. „Ætli menn séu ekki bara farnir að ein- beita sér meira að drykkjunni,“ segir hann og hlær. freyrgigja@frettabladid.is VALGEIR GUÐJÓNSSON: SEMUR KÁNTRÍLAG MEÐ BAGGALÚTI Nútíma drykkjuvísa BAGGALÚTUR Hljómsveitin hefur fengið til liðs við sig Valgeir Guðjónsson og spilar nokkur af hans þekktustu lögum á kántríkvöldi í kvöld á Nasa. VALGEIR GUÐJÓNSSON Heldur vart vatni yfir samstarfinu við Baggalút. Bandaríska óskarsverðlaunaleik- konan Jennifer Connelly leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Slóð fiðrildanna sem verður að stærstum hluta tekin upp hér á landi í haust en hún er byggð á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar. Sænska leikkonan Liv Ull- man leikstýrir myndinni en það er Saga-Film sem framleiðir með Steve Hart og bresku fyrirtæki. Connelly var valin af því að hún þótti henta í þetta. Hún getur verið bæði ungleg og litið út fyrir að vera mun eldri. „Connelly er fantaleikkona og ég tel hana vera eina af átta bestu leikkonum heims,“ segir Jón Þór Hannesson hjá Saga Film. „Hún sýndi þessu áhuga af því þetta er sterkt kven- hlutverk auk þess sem Liv Ull- man var mjög hrifin af henni.“ Connelly er um þessar mundir stödd við tökur á kvikmyndinni The Blood Diamond þar sem hún leikur á móti hjartaknúsaranum Leonardo DiCaprio. Hún er um þessar mundir með breska leikar- anum Paul Bettany sem vafalítið á eftir að vera áberandi á þessu ári en hann leikur albínóann Silas í The Da Vinci Code. Verið er að leita að erlendum stórleikurum sem eiga að skipa þrjú stór karl- hlutverk og er ekki útilokað að kærasti Connelly taki eitt þeirra að sér. -fgg Heilluð af sögunni CONNELLY Connelly ásamt Harrison Ford en leikkonan hlaut óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í A Beautiful Mind en þar lék hún eiginkonu stærðfræðingsins Johns Nash. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.