Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 16
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Rokkarnir hafa þagnað „Þetta hrekur ekki margt af því sem ég hef sagt en ég ætla ekki að segja orðinu meira að sinni.“ VILHJÁLMUR BJARNASON KENNARI UM NIÐURSTÖÐU RÍKISENDUR- SKOÐUNAR Í STÓRA EGLUMÁLINU. FRÉTTABLAÐIÐ. Moggann á þing „Morgunblaðið hefur ávallt haldið því fram að Byggða- stofnun væri óþörf.“ LEIÐARI MOGGANS UM BYGGÐASTOFNUN OG FLEIRI RÍKISSTOFNANIR. „Þetta er ekki gott innlegg í drykkju- menningu Íslendinga,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, matvælafræðingur og varaborgarfulltrúi, um drykkju- keppnina sem haldin var á veitinga- staðnum Barnum á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þrír keppendur enduðu á sjúkrahúsi með áfengiseitrun. Sigrún Elsa segir að þó landsmenn séu miklir keppnismenn að upplagi eigi þeir alls ekki að keppa í drykkju. „Fólk hefur hreinlega dáið úr áfengiseitrun í kjölfar svona keppna, hvort sem um er að ræða formlegar keppnir eða meting á milli fólks. Þannig að þetta er grafal- varlegt mál,“ segir Sigrún Elsa. SJÓNARHÓLL DRYKKJUKEPPNIR Grafalvarlegt SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR matvæla- fræðingur og varaborgarfulltrúi Hamrar, skrúfjárn, tangir, pensl- ar, spaðar og skæri verða munduð í Kringlunni í dag þegar Íslands- mót iðnnema fer fram. Keppt verður í níu greinum; málmsmíði, rafvirkjun, trésmíði, málun, múr- verki, dúklagningu, pípulagningu, snyrtifræði og hársnyrtingu og er viðbúið að keppni verði hörð í öllum greinum. 72 keppendur frá ellefu skólum taka þátt. Íslandsmót iðnnema er haldið samhliða Degi iðn- og starfs- menntunar en með honum er ætl- unin að kynna iðn- og starfsmennt- un fyrir ungu fólki, vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í greinunum og bæta ímynd þeirra. Pípulögn er ein greinanna sem keppt verður í og þurfa keppend- ur að sjóða, pressa og beygja rör eftir kúnstarinnar reglum. Sigur- vegarinn verður fulltrúi Íslands á Norðurlandameistaramótinu í pípulögnum sem fram fer í Sví- þjóð á næsta ári. Norðurlanda- meistaramótið var haldið á Íslandi í fyrra og var íslenski keppandinn Tómas Helgason aðeins fimm mín- útum frá sigri. Keppnin hefst snemmdægurs í Kringlunni í dag og lýkur seinni partinn með verðlaunaafhend- ingu. ÍSLANDSMEISTARI Í PÍPULÖGNUM Tómas Helgason sigraði á síðasta Íslandsmóti. Hver vinnur nú? FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Iðnnemar reyna með sér í greinum sínum „Hér verður allt mögulegt á boðstólum; ævi- sögur, skáldsögur, sjálfshjálparbækur og heimspeki. Bara allur pakk- inn,“ segir Bragi Kristjónsson, bóksali í Bókinni, sem í dag opnar bókamarkað á Hverfisgötu 34 í Reykjavík, gegnt höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Pyngjan ætti ekki að léttast mjög þó viðskiptavinir gangi út með góðan slatta af bókum því stykkið kostar frá eitt hundrað og upp í þrjú hundruð krónur. Bragi segir að þrátt fyrir þetta lága verð séu bækurnar almennt góðar. „Það er hægt að fá ágætis bækur á hundrað kall,“ segir hann. Fjöldi eintaka á markaðnum hleypur á tugþúsundum og vega bækurnar samanlagt mörg tonn. -bþs Bækur á 100 til 300 krónur BRAGI KRISTJÓNSSON Ísfirðingarnir Guðmundur Guðmundsson og Jón Páll Halldórsson afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra mynd af fyrsta íslenska vélbátn- um. Þeir segja vélvæðingu bátaflotans einhver merk- ustu tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. Vélbáturinn Stanley frá Ísafirði var í eigu Árna Gíslasonar og Sophusar J. Nielsen. Þetta var sexæringur og í engu frábrugðinn fjölda annarra slíkra báta. Tvímenningarnir voru hins vegar frábrugðnir öðrum útgerðarmönnum því af einstakri framsýni réðust þeir í kaup á danskri tveggja hestafla Möllerup vél og settu í bátinn. Stanley var fyrst siglt fyrir vélarafli á Pollinum á Ísafirði 25. nóvember 1902 og fjór- um dögum síðar hélt hann í sína fyrstu veiðiferð. Guðmundur Guðmundsson og Jón Páll Halldórsson fengust um árabil við útgerð frá Ísafirði og er annt um sögu bæjarins og atvinnu- hátta. Þeir hafa starfað í Sögufélagi Ísfirðinga þar sem Jón Páll gegndi lengi formennsku. Í gær tóku þeir hús á Einari K. Guðfinnssyni sjávar- útvegsráðherra og færðu honum ljósmynd af málverki Sigurðar Guð- jónssonar af Stanley en það er varð- veitt á Listasafni Ísafjarðar. „Það voru einhvern merkustu tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar þegar sjómaðurinn losnaði undan árinni og vélaraflið tók við,“ segir Jón Páll og bætir við að ungu fólki hafi gleymst hvaða tímamótum þetta olli í harðri lífsbaráttunni á Íslandi. Útgerð Stanleys gekk vel og þó margir hafi í fyrstu haft efasemdir um að nokkurt vit væri í að setja vél í bátinn sigldu aðrir útgerðarmenn fljótlega í kjölfarið. „Þetta gekk frá- bærlega vel. Byltingin var slík að bátaútvegurinn var vélvæddur á næstu tíu árum. Íslendingar hurfu frá árinni í útgerð vélbáta og síðan hafa þær þróast og stækkað eins og annað.“ Vélvæðing útgerðarinnar hafði ekki aðeins áhrif til sjávar heldur gætti þeirra einnig í sveitum lands- ins. Og ekki tóku allir þróuninni fagnandi. Jón Páll segir að fram á 20. öldina hafi útgerðin verið fyrst og fremst í höndum bænda. „Bænd- urnir reru með sínum húskörlum og kaupamönnum og þannig vildu ýmsir hafa það áfram. Þetta var upphafið að hnignun landbúnaðar- ins og veldi sveitanna. Með þessu hófst atvinnubylting, sveitirnar fóru að dragast saman því sveitaheimilin höfðu ekki sömu tekjur og áður. Fólk þyrptist því til þorpanna.“ Eins og við var að búast tók Einar K. Guðfinnsson vel á móti Guð- mundi og Jóni Páli og þakkaði fyrir myndina. Henni verður væntanlega fundinn góður staður í ráðuneytinu. bjorn@frettabladid.is Mynd af Stanley á vegg í ráðuneytinu STANLEY FRÁ ÍSAFIRÐI Jón Páll Halldórsson, Einar K. Guðfinnsson og Guðmundur Guðmundsson í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Stanley var fyrsti íslenski vélbáturinn en eigendur hans, Árni Gíslason og Sophus J. Nielsen, sigldu honum fyrst fyrir vélarafli í nóvember 1902. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er allt ágætt að frétta nema hvað það er orðið snjóþungt hérna í Mjófirði,“ segir Guðleifur Einarsson, húskarl á Brekku. „Annars er ég nýkominn að sunn- an. Ég var hjá lækni á Akranesi og þurfti líka að endurnýja ökuskír- teinið. Þó ég sé 75 prósent öryrki þá er ég að reyna að gera upp Massey Ferguson traktor. Þetta er líklegast önnur vélin sem kom hingað í Mjóafjörð. En þetta getur reynst manni erfitt sem hefur mátt þola ellefu læknamistök og ofan á allt lenti ég í því að einhver þrjóturinn keyrði aftan á mig á Holtavörðuheiði í fyrravor. Sá kom svo að mér í klesstum bílnum og þegar hann gat ekki opnað hjá mér hurðina hvarf hann á braut, þrjóturinn sá. En ég lét lögguna í Borgarfirði vita og þeir höfðu hendur í hári hans.“ Eins og lesendur eflaust muna var tilkynnt fyrir skemmstu að Sæsilfur sem er með fiskeldi í Mjóafirði ætlaði að leggja alla starfsemi þar niður. „Menn bera sig samt vel, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðleifur. „Þetta er náttúrlega ekkert auðvelt fyrir fólkið en það gengur svona. Hins vegar líst mér ekkert á sameininguna sem fyrirhuguð er við Fjarðabyggð. Svo þykir mér það sneypa að Árni Magnússon skuli ekki standa sína plikt og búa þannig um hnútana að Jón Kristjánsson getur ekki gert það heldur. Það virðist enginn geta skilað sínu verki nokkur staðar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐLEIFUR EINARSSON HÚSKARL Á BREKKU Í MJÓAFIRÐI Mátti þola ellefu læknamistök HREINN HLÍFAR GOTTSKÁLKSSON DÆMDUR Í EINS ÁRS FANGELSI – VANN Á VEGAS EN FLÚÐI ÚT Á LAND EFTIR NAUÐGUNINA – „ÞETTA ER LOKSINS BÚIÐ,“ SEGIR FÓRNARLAMBIÐ – „HVER EINASTA FRUMA Í MÉR ER SAKLAUS,“ SEGIR HREINN NAUÐGAÐI ÁFENGISDAUÐRI NEKTARDANSMEY DV-2x15 30.3.2006 21:02 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.