Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 6
6 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI Á þriðja tug erlendra blaðamanna mætti á kynningar- fund Glitnis í íslenska sendiráð- inu í Kaupmannahöfn í vikunni. Er það til marks um þann mikla áhuga sem danskir fjölmiðlar hafa sýnt íslenskum efnahagsmál- um þessi misserin. Á fundinum kynntu forsvarsmenn bankans starfsemi hans og þróun efna- hagsmála auk þess sem Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar- innar, ræddi um íslenska verð- bréfamarkaðinn. Að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, forstöðumanns hjá Glitni, er það ný staða fyrir íslensk fyrirtæki að þurfa að kynna sig með þessum hætti. Hann telur mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að sinna sam- skiptum við erlenda fjölmiðla betur en þau hafa gert enda sé nauðsyn- legt að koma réttum upplýsingum á framfæri. Forráðamenn íslensku bankanna hafa gagnrýnt umfjöllun danskra fjölmiðla og fjármálastofn- ana um þá og íslenskt efnahagslíf og sagt hana einkennast af of lítilli þekkingu. „Það er okkar hlutverk að koma réttum upplýsingum á framfæri og með þessum kynningarfundi erum við að ná til danskra fjölmiðla.“ Berlingske tidende hefur fjall- aði ítarlega um lækkun hluta- bréfaverðs í íslensku bönkunum þar sem meðal annars kom fram að virði þeirra hefði lækkað um allt að fjórðung síðan í febrúar. - ks Glitnir hélt kynningarfund í sendiráðinu í Kaupmannahöfn: Tugir blaðamanna upplýstir MENNTAMÁL Háskóli Íslands og Landssamband íslenskra útvegs- manna hafa skrifað undir samning um kostun starfs sérfræðings til rannsókna í auðlindarétti við Laga- stofnun Háskóla Íslands. Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði auðlindaréttar. Ráðinn verður starfsmaður í fullt starf til þriggja ára, sem mun hafa rannsóknir í auðlindarétti á sviði fiskveiðiréttinda og fiskveiðistjórn- unar að aðalstarfi. Að sögn Páls Hreinssonar, for- seta lagadeildar, er undirritun samn- ingsins liður í sérstöku átaki á sviði auðlindaréttar hjá lagadeild en í mars var gerður sams konar samn- ingur við Samorku um kostun rann- sóknarstöðu í auðlindarétti á sviði orkurannsókna. Framlag Landssambands íslenskra útvegsmanna gerir kleift að hefja víðtækar rannsóknir á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fullveldisréttur Íslands í fiskimál- um verður meðal annars skoðaður sem og lagagrundvöllur fiskveiði- stjórnunarkerfisins, eignaumráð fiskiauðlinda, reglur um fiskveiði- stjórnun, veiðigjald og fleira. - sdg UNDIRSKRIFT SAMNINGSINS Fulltrúar Háskóla Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna skrifa undir sam- starfssamning. Háskóli Íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna gera samning: Rannsóknir í auðlindarétti styrktar FÉLAGSMÁL Óvirkur spilafíkill fékk ekki að fara inn í Gullnámuna við Ingólfstorg í gær til að komast á salerni nema með því skilyrði að hann færi í kassann til að spila. Spilafíkillinn, Hermann Ólason, sem kveðst hafa eytt aleigunni í spilakassa áður en hann hætti, segir þessa framkomu starfs- manns Gullnámunnar forkastan- lega. „Ég er lærður áfengis- og vímu- efnaráðgjafi,“ segir Hermann. „Þrátt fyrir það eyðilagði ég þrett- án ára edrúmennsku mína á spilafíkn í kringum 1999-2000. „Þegar allt var farið, bæði móður- arfur minn og það sem ég hafði eignast, auk lána og yfirdrátta, náði ég mér út úr þessu. Það var 1. febrúar 2004. Ég náði einnig að borga niður skuldirnar. Líklega hef ég farið með 4-5 milljónir í spilakassana.“ Í gærmorgun var Hermann svo á gangi í miðborginni, þegar hann þurfti að bregða sér á salerni til að kasta af sér vatni. Honum datt í hug að fara inn á Gullnámuna, en þar fékk hann þau svör að hann færi ekki á sal- ernið nema hann væri í viðskipt- um. „Ég spurði starfsmanninn hvort ekki væri nóg að taka af mér rúmlega aleiguna einu sinni og hvað það kostaði eigin- lega að fá að pissa inni í Gullnám- unni,“ segir Hermann, sem kveðst hafa horfið frá að því búnu. Starfsmaður Gullnámunnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að stað- urinn hefði verið lokaður þegar Hermann bar þar að. Auk þess væru salernin alltaf læst, því borið hefði á því að fólk utan af götunni vildi komast inn á þau ýmissa erinda. Loks hefði framkoma Her- manns ekki gefið tilefni til þess að undantekning yrði gerð á reglunni um að einungis viðskiptavinir not- uðu salernin. - jss GULLNÁMAN Óvirkur spilafíkill fékk ekki að nota salernið nema hann spilaði líka, þótt hann gerði grein fyrir aðstæðum sínum. Varð að spila til að fá að nota salerni Hermann Ólason, sem hefur verið óvirkur spilafíkill í rúm tvö ár, fékk ekki að nota salerni í Gullnámunni nema að spila líka. Hann tapaði meira en aleigunni á sínum tíma. Hann telur framkomu starfsmanns Gullnámunnar óverjandi. DÓMSMÁL Ökumaður bíls og Vátryggingafélag Íslands hf. töp- uðu í gær máli gegn stefnanda vegna greiðslna á dráttarvöxtum á skaðabótum sem hann fékk dæmd- ar eftir umferðarslys. Stefnandi var farþegi í aftursæti bílsins sumarið 1996 þegar ökumað- urinn missti stjórn á honum og fór bifreiðin út af veginum og valt eina veltu. Við það lentu lausir hlutir á höfði stefnanda. Hann hefur eftir slysið þjáðst af höfuðverk og verk í hálsi, herðum og baki. Tveir læknar mátu meiðslin. Annar þeirra taldi að stefnandi hefði þjáðst í þrjá mán- uði og að varanleg örorka væri fimm prósent. Hinn áleit að slysið hefði ekki haft neinar afleiðingar á heilsu hans. Bæturnar námu rúmum fimm milljónum auk vaxta. - gag Farþegi fékk í sig lausahluti: Fær 5 milljónir í skaðabætur MENNTAMÁL Menntamálaráðuneyt- ið hefur birt drög að aðalnámskrá í listdansi á heimasíðu sinni og er um að ræða fyrstu heildstæðu námskrána í þessari listgrein. Námskráin er tvískipt, annars vegar fyrir grunnnám og hins vegar fyrir framhaldsskólastig. Lýst er uppbyggingu námsins, markmiðum og inntaki ásamt til- högun náms og kennslu. Hagsmunaaðilum og almenn- ingi gefst kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar um námskrárdrögin og einstaka þætti fram til 24. apríl. - sdg Fyrsta heildstæða námskráin: Námskrár í list- dansi kynntar LETTLAND, AP Forsætisráðherra Lettlands, Aigars Kalvitis, hefur stokkað upp í stjórn landsins, til að fylla í ráðherrasæti eftir að stærsti stjórnmálaflokkurinn dró sig úr samsteypustjórninni. Sex ráðherrar flokksins Nýir tímar sögðu af sér í gær, eða varn- armála-, dómsmála-, félagsmála-, vísinda- og menntamála-, fjármála- og upplýsingatækniráðherrarnir. Í kjölfarið skipaði Kalvitis eftirsitj- andi ráðherrum að taka yfir skyld- ur þeirra, en hann mun sjálfur sjá um störf fjármálaráðherrans. Kosningar verða haldnar í landinu í október. - smk Ríkisstjórn Lettlands: Ráðherrar segja af sér Uppstokkun stjórnar Forsætis- ráðherra Spánar, Jose Louis Rodriguez Zapatero, tilkynnti á föstudag um uppstokkun innan stjórnarinnar og skipti um varnarmála-, innanríkis- og menntamálaráðherra landsins. SPÁNN KJÖRKASSINN Á nýja Idol-stjarnan eftir að verða vinsæll söngvari? Já 56% Nei 44% SPURNING DAGSINS Í DAG Skilaðir þú skattframtalinu á réttum tíma? Segðu þína skoðun á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinn- son sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sinni á Fiskiþingi á föstu- dag umhverfismerkingar og rekj- anleika vöru eflaust verða hluta af alþjóð- legum fiskvið- skiptum í fram- tíðinni. Einokun á umhverfismerk- ingum og við- miðum kunni hins vegar ekki góðri lukku að stýra og hags- munatengsl bjóði hættunni heim. Ráðherra telur að stefnumótun eigi að vera á vettvangi greinarinnar og þar sé eðlilegast að Fiskifélagið sé í lykilhlutverki. Ráðherra talaði jafnframt um bjartari tíma fram undan með breytingum á gengi krónunnar og að sjávarútvegsfyrirtæki myndu uppskera ríkulega í kjölfar þeirra. - sdg Þing um sjávarútveg: Merkingar á sjávarafurðum EINAR K. GUÐFINNSON FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR Þórður Friðjónsson ræddi um íslenska verðbréfamarkaðinn á kynningarfundinum í íslenska sendiráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.