Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 89
SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 37 Í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik, sem nú stendur yfir, höfum við orðið vitni að mikl- um sveiflum í leik liða. Lið hafa unnið leiki með miklum mun – en tapað svo fyrir sama liði í næsta leik. Helst mætti líkja þessu við sveiflur á verði íslenskra hluta- bréfa að undanförnu, en engin sönnun hefur fengist fyrir því að nokkur tengsl séu þarna á milli. Hér vaknar strax spurningin um að kanna þessi tengsl frekar. En hver er skýringin á því að lið vinnur annan eins stórsigur og sést hefur nýlega? Slík úrslit eru skiljanleg þegar verulegur munur er á getu liða, en það á ekki við í úrslitakeppninni eins og dæmin sanna. Sigurliðið hagnast heldur ekki sérstaklega á mikilli stiga- skorun eins og í fyrirtækjabikar- keppninni, þar sem úrslit í leikj- um eru lögð saman; hér fæst einungis einn vinningur hvort heldur munurinn er fimm eða fimmtíu stig. Einbeiting mikilvæg En hvað ræður þá slíkum úrslit- um – er það kannski hið alræmda dagsform sem skiptir sköpum?! Hvaða gildi hefur slíkt burst og hver eru áhrifin á sigurliðið og tapliðið? Yfirleitt er það heimaliðið sem nær að sigra stórt – kraftur leik- manna er í hámarki á heimavelli og áhorf- endur styðja kröftug- lega við bakið á þeim og púa (eða fúa) jafnvel á and- stæðingana, sem eiga hins vegar á hættu að missa einbeitinguna, detta jafnvel tímabundið úr sam- bandi við eigið toppstykki. Það er stórhættulegt í körfubolta þar sem andstæðingurinn getur skor- að fjölda stiga á fáeinum mínút- um og náð forystu sem virðist óyfirstíganleg. Þá getur jafnvel verið eins gott að slaka á og einbeita sér að því að vinna næsta leik. Þjálfarar eru yfirleitt fljót- ir að benda á að þótt leikur í úrslitakeppni tapist með mikl- um mun sé hægt að jafna metin með sigri í næsta leik. Leikmenn tapliðsins eru vísir til að tvíeflast við mótlætið og hyggja á hefndir. Erfiðara virðist hins vegar oft að koma leikmönn- um sigurliðsins á jörðina, þrátt fyrir góð orð þjálfara þar um. Þeim hættir til að ofmetnast og vakna svo upp við vondan draum í næsta leik. Til hvers að ,,bursta” and- stæðinginn? Hvaða gagn er þá að því að sigra and- stæðinginn með miklum mun – bursta hann, baka hann, mala hann, taka hann gjörsamlega í bakaríið, valta algjörlega yfir hann, jarða hann bókstaflega? Ekki mikið ef sig- urinn einn skiptir máli, þ.e. ef árangur liðsins ræðst ekki af stigaskori. Sérstaklega er það var- hugavert í úrslitakeppni, þegar liðin þurfa að mætast aftur í næsta leik. Þegar örugg forysta hefur náðst er því lítið vit í að eyða púðri í að vinna sem stærstan sigur – betra er að reyna að slaka á fyrir næsta leik og leyfa varamönnum að innbyrða sigurinn. Þegar öllu er á botninnn hvolft auka slíkar sviptingar hins vegar á skemmtun áhorfenda og þeirra sjálfskipuðu snillinga sem um keppnina fjalla. Og þegar jafn- ingjar takast á ganga menn ósárir frá leik þótt þeir fái yfir sig stiga- súpu endrum og eins. Og fyrir því má ugglaust færa rök að það herði menn og treysti vináttu- bönd. Öðru máli gegnir hins vegar um keppni í yngri flokkum. Þar er allt of algengt að sjá lið niðurlægja andstæðing sem er miklu lakari að getu. Það er lítil sæmd í því og engum hollt, hvorki þeim sem ber sigur úr býtum né þeim sem lýtur í lægra haldi. Við þjálfun ung- menna er sérstaklega mikilvægt að hafa orð séra Friðriks að leiðar- ljósi: „Látið ekki kappið bera feg- urðina ofurliði.“ SUNNUDAGSPENNINN SVALI H. BJÖRGVINSSON Þetta var algjört burst FÓTBOLTI Íslensku liðin eru nú á fullu í undirbúningi sínum fyrir Íslandsmótið en nú er rétt rúmur mánuður þangað til mótið hefst. Fjölmörg félög eru stödd erlendis við æfingar og er hið svokallaða Þórismót farið af stað en það er haldið til minningar um Þóri Jóns- son og hét áður Canela-bikarinn. Landsbankadeildarliðin Kefla- vík og Breiðablik mættust en þar voru það Suðurnesjamenn sem lögðu nýliðana 4-2 þar sem Símun Samuelsson og Guðmundur Stein- arsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Keflavík. Blikar komust tví- vegis yfir í leiknum. Á föstudag gerðu Valsstúlkur 2-2 jafntefli við norska liðið Team Strömmen en Katrín Jónsdóttir skoraði bæði mörk Vals. Kvenna- lið Breiðabliks tapaði 0-5 gegn sama liði fyrir skömmu en á föstu- dag töpuðu Blikastúlkur 0-4 gegn norska meistaraliðinu Kolbotn. - egm Íslensku liðin undirbúa sig: Keflavík vann Breiðablik DHL-deild karla: FRAM-ÍR 44-24 (23-9) Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 11/4, Guð- jón Finnur Drengsson 6, Sergey Serenko 6, Har- aldur Þorvarðarson 5, Sigfús Sigfússon 5, Þorri Björn Gunnarsson 4, Björgvin Björgvinsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Sverrir Björnsson 1, Rúnar Kárason 1, Gunnar Harðarson 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 9, Egidijus Pet- kevicius 7/1, Björn Friðþjófsson 1. Mörk ÍR: Ragnar Helgason 5, Þorleifur Björnsson 5, Hafsteinn Ingason 5/2, Björgvin Hólmgeirsson 4, Davíð Georgsson 2/1, Andri Númason 1, Sig- urður Magnússon 1, Tryggvi Haraldsson 1/1. Varin skot: Lárus Ólafsson 16. AFTURELDING-KA 28-29 STAÐAN: FRAM 24 18 3 3 715:629 39 HAUKAR 23 18 1 4 704:633 37 VALUR 24 16 2 6 718:657 34 FYLKIR 24 15 2 7 676:600 32 STJARNAN 23 13 4 6 668:633 30 HK 23 11 2 10 662:644 24 KA 24 10 3 11 668:675 23 ÍR 24 9 4 11 750:750 22 FH 23 9 3 1 1 636:643 21 AFTURELD. 24 8 4 12 615:633 20 ÍBV 23 7 2 14 653:712 16 ÞÓR A. 24 4 5 15 669:736 13 VÍK/FJÖL 23 5 1 17 629:705 11 SELFOSS 24 3 2 19 640:753 8 Iceland Express-deild karla: NJARÐVÍK-SKALLAGRÍMUR 89-70 Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 14, Egill Jónasson 13, Jeb Ivey 13, Halldór Karlsson 13, Guðmundur Jónsson 9, Ragnar Ragnarsson 9, Jóhann Ólafsson 5, Hjörtur Einarsson 4, Örvar Kristjánsson 3. Stig Skallagríms: Axel Kárason 16, Pétur Sig- urðsson 11, George Byrd 10, Jovan Zdravevski 7, Hafþór Gunnarsson 5, Adolf Hannesson 5, Bjarni Kristmarsson 3, Óðinn Guðmundsson 2, Pálmi Þór Sævarsson 2. Enska úrvalsdeildin: PORTSMOUTH - BLACKBURN ROVERS 2-2 0-1 Bellamy (32.), 1-1 Lua-Lua (41.), 1-2 Bellamy (62.), 2-2 Todorov (78.). TOTTENHAM - MANCHESTER CITY 2-1 1-0 Stalteri (44.), 2-0 Carrick (49.), 2-1 Samaras (52.). WIGAN ATHLETIC - BIRMINGHAM CITY 1-1 1-0 Johansson (49.), 1-1 Dunn (77.) CHARLTON-EVERTON 0-0 Hermann Hreiðarsson var fyrirliði hjá Charlton. STAÐAN: CHELSEA 32 25 4 3 60-19 79 MAN. UNITED 32 22 6 4 64-30 72 LIVERPOOL 33 20 7 6 47-22 67 TOTTENHAM 33 16 10 7 48-33 58 BLACKBURN 33 16 6 11 45-39 54 ARSENAL 31 16 5 10 53-23 53 BOLTON 31 13 9 9 43-35 48 WIGAN 33 14 6 13 38-40 48 WEST HAM 32 13 7 12 46-46 46 EVERTON 33 13 6 14 31-43 45 CHARLTON 33 12 8 13 37-42 44 NEWCASTLE 32 12 6 14 34-39 42 MAN. CITY 33 12 4 17 40-40 40 MIDDLESB. 31 11 7 13 44-52 40 FULHAM 33 10 6 17 41-54 36 ASTON VILLA 32 8 11 13 34-46 35 BIRMINGHAM 33 7 8 18 25-45 29 PORTSMOUTH 32 7 7 18 29-54 28 WBA 32 7 6 19 28-49 27 SUNDERLAND 32 2 5 25 21-57 11 Enska meistaradeildin CARDIFF CITY - READING 2-5 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Gunnarsson lék síðustu 11 mínúturnar. IPSWICH TOWN - STOKE CITY 1-4 Hannes Sigurðsson gat ekki leikið með Stoke. ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.