Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 2
2 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, sagði á flokksstjórnarfundi á Nordica Hotel í gær að Sam- fylkingin ætti að stefna að því að bjóða fram undir eigin merkjum í öllum sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosningum. Kosn- ingabandalög við önnur félags- hyggjuöfl gætu verið vænleg og þeim ætti ekki að rifta. Það væri heimamanna að meta hverju sinni hvort starfa skyldi með öðrum félagshyggjuöflum. Ingibjörg sagði að á síðast- liðnum áratug hefði verið vegið að grunngildum samfélagsins og áherslan lögð á einstaklinginn. Hefði því fylgt aukinn ójöfnuður og óróleiki. „Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar ber ábyrgð á þessu. Það hefur bein- línis verið stefna stjórnarinnar að draga úr samábyrgð með því að lækka skattbyrði þeirra sem best eru settir meðan skattbyrði annarra þyngist,“ sagði hún og lagði áherslu á að í samfélagi þar sem velsæld væri mættu aldraðir hjúkrunarsjúklingar á ríkisstofn- unum búa við úrræðaskort en konur sem sinntu þeim væru vart matvinnungar vegna láglauna- stefnunnar sem þar væri rekin. Þá gagnrýndi Ingibjörg ríkis- stjórnina harðlega og sagði auð- linda-, efnahags- og varnarmál í óvissu. Ættu stóriðjuframkvæmd- ir drjúgan þátt í þenslu hagkerf- isins. „Ég ætla að halda því fram að íslenskt efnahagslíf sé að fara fjandans til en ég ætla eins og oft áður að vara við þeim váboðum sem ættu að vera sýnilegir öllum sem sjá vilja,“ sagði hún og benti á mikinn viðskiptahalla, miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins og sterkt gengi krónunnar. Spáði hún því að fram undan væri ekki verð- bólguskot heldur verðbólguskeið, sem meðal annars myndi leiða til hækkunar matvöruverðs. Jafnframt sagði hún að legið hefði fyrir í þrettán ár að banda- ríski herinn færi með herþotur sínar og þyrlur frá Íslandi. Í stað þess að horfast í augu við það og bregðast við hefði ríkisstjórnin stungið höfðinu í sandinn. „Þegar til framtíðar er litið hljótum við að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni fremur en Bandaríkjunum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. jonab@frettabladid.is Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur helmingi minni viðbættan sykur og fitu en hefðbundin Kókómjólk og orkuinni- haldið er fjórðungi lægra. Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið klofin og hentar drykkurinn því flestum þeim sem hafa mjólkursykursóþol. Sykurskert Kókómjólk er helmingi léttari! Nýjung! ÁRSREIKNINGUR SAMFYLKINGAR Rekstur og tekjur: 2005 2004 Rekstrartekjur 91.378.436 83.704.998 Rekstrargjöld 27.016.232 42.594.441 Fjármunatekjur og Fjármagnsgjöld 5.337.890 4.838.360 Skattar: 111.078 46.199 Rekstrarafgangur: 21.567.263 37.709.882 Eigið fé og skuldir: Eigið fé 4.047.088 65.646.270 Langtímaskuldir 14.022.819 36.386.372 Skammt. skuldir 36.396.233 37.512.360 Skuldir samtals: 50.419.052 73.898.732 Fíkniefnamál í Borgarnesi Tvö fíkniefnamál komu upp í Borgarnesi í fyrrinótt. Málin voru ótengd og í hvorugu tilfellinu var um mikið magn að ræða. Fjórir stútar í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fjóra ökumenn vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt. Bíll valt Bílvelta varð við Geirsnes í gær en að sögn lögreglu var ökumaður- inn einn í bílnum og er hann ómeiddur. LÖGREGLUFRÉTTIR MINSK, AP Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sór emb- ættiseið í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í gær að viðstöddum þús- undum embættis- og þingmanna. Athöfnin fór fram í Lýðveldishöll- inni í Minsk sem laganna verðir umkringdu og gættu þess að almenningur kæmist ekki að. Lúkasjenkó var endurkjörinn í kosningum hinn 19. mars en marg- ir hafa fordæmd forsetakosning- arnar og sagt þær óheiðarlegar og ólýðræðislegar. Á föstudag leysti lögreglan upp mótmæli gegn Lúka- sjenkó í miðborg höfuðborgarinn- ar. Búist er við að Evrópusamband- ið muni mótmæla kosningunum með því að meina forsetanum og 31 öðrum háttsettum embættismönn- um um vegabréfsáritun til landa sambandsins. - bs Forseti Hvíta-Rússlands: Lúkasjenkó sór embættiseið ISTANBÚL, AP Tyrkneska lögreglan hefur handtekið Kúrda sem grun- aður er um að hafa orðið fimm að bana, þar á meðal breskum og írsk- um ferðamönnum, í sprengjutil- ræði í bænum Kusadasi við Eyja- haf í fyrra. Maðurinn er sagður vera félagi í Verkamannaflokki Kúrda, sem hefur barist fyrir sjálf- ræði Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi í tvo áratugi og er bannaður. Lögreglan hafði fylgst með ferð- um mannsins í níu mánuði, en hann mun meðal annars hafa farið í þjálf- unarbúðir í Írak og var talið að hann hefði annað sprengjutilræði í bígerð. Styrinn milli Kúrda og tyrk- neskra hermanna undanfarnar vikur er sá mesti í nokkra áratugi og tugir hafa fallið í átökunum. ■ Sprengjuárás í Tyrklandi: Kúrdi í haldi Skuldir Samfylkingarinnar námu rúmum 50,4 milljónum króna við lok síðasta árs. Þetta kemur fram í ársreikningum flokksins, sem lagðir voru fyrir flokkstjórnarfund Samfylk- ingarinnar í gær. Ari Skúlason, gjaldkeri flokksins, segir skuldirnar að mestu komnar frá þeim flokkum sem mynduðu Samfylkinguna: Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Kvennalista. Sé rekstrarafgangur hvers árs nýttur til niðurgreiðslu skuldanna og búist við að eftir fimm ár verði búið að greiða þær upp að fullu. - jab Ársreikningar Samfylkingar: Greiðir lán eldri flokka ALEXANDER LÚKASJENKÓ Margir hafa fordæmt kosningarnar sem haldnar voru 19. mars. Íslenskt efnahagslíf að fara til fjandans Ríkisstjórnin ber ábyrgð á ójöfnuði og óróleika, að sögn formanns Samfylkingar- innar. Framundan er verðbólguskeið og íslenskt efnahagslíf er að fara til fjand- ans. Ísland á fremur samleið með Evrópu en Bandaríkjunum í varnarmálum. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR For- maður Samfylking- arinnar sagði meðal annars að skipulag flokksstarfsins væri að komast í fastari skorður en áður og þakkaði það Skúla Helgasyni, nýjum framkvæmdastjóra flokksins, sem kom til starfa um áramótin. BANDARÍKIN Blaðamaður banda- ríska tímaritsins The New Yor- ker fullyrðir að stjórnvöld þar í landi undirbúi kjarnorkuárás á Íran. Greinin birtist á heimasíðu blaðsins í gær. Blaðamaðurinn Seymour Hersh hefur eftir heim- ildum, sem hann segir áreiðan- legar, að Íraksstríðið hafi verið leið í átt að stjórnarskiptum í Íran og að Bandaríkjamenn hygg- ist ráðast inn í landið til að koma í veg fyrir að Íranar verði sér úti um kjarnorkuvopn. Hersh fullyrðir að bandarísk stjórnvöld séu reiðubúin að beita litlum kjarnorkusprengjum til að eyðileggja neðanjarðarbyrgi Írana, en talið er að þeir búi yfir stórum byrgjum þar sem hægt sé að búa til og geyma kjarnorku- vopn í felum fyrir alþjóðlegum eftirlitsstofnunum. Hersh hefur eftir fyrrverandi leyniþjónustumanni að árás af því tagi sem um ræði þurfi að vera hörð, því skotmörkin séu mörg. Þá segir fyrrum embættis- maður úr bandaríska varnar- málaráðuneytinu að trú manna sé að sprengjuárásir af þessu tagi muni grafa undan veldi klerka- stjórnarinnar og almenningur muni rísa gegn henni í eitt skipti fyrir öll. ■ Bandarískt tímarit segir meiriháttar stríðsátök í aðsigi: Bush undirbýr kjarnorkuárás SEYMOUR HERSH Blaðamaðurinn segir bandarísk stjórnvöld ætla að ráðast inn í Íran. SLYS Björgunarsveitir af Suður- landi voru kallaðar út eftir að vél- sleðamaður féll um það bil tuttugu metra þegar hann fór fram af hengju við Strút um þrjúleytið í gær. Þrjátíu björgunarsveit- armenn á fjórtán vélsleðum og fimm björgunarsveitarbílum fóru á staðinn auk þess sem þyrla land- helgisgæslunnar, TF-SIF, var köll- uð út. Þyrlan var komin á slysstað um 17.25 en vegna þrengsla gat hún ekki lent þar svo sækja þurfti manninn og flytja hann í þyrluna, sem fór með hann á sjúkrahús. Maðurinn hafði verið á ferð með stórum hópi vélsleðamanna þegar slysið átti sér stað. Um miðjan dag í gær féll bíll með ferðamönnum ofan í sprungu á Mýrdalsjökli. Engin meiðsl urðu á fólki en hjálparsveitin og lög- reglan á Hellu fóru á snjóbíl og jeppum upp á jökulinn og aðstoð- uðu fólkið við að ná bílnum upp úr sprungunni. - eö Björgunarsveitir af Suðurlandi kallaðar út: Féll fram af hengju við Strút TF-SIF Þyrla Landhelgisgæslunnar var send að sækja vélsleðamanninn og flytja hann á sjúkrahús. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SPURNING DAGSINS Addi, ætlarðu að taka Snorra í læri? „Já. Hann hefur margt til brunns að bera en ég gæti kennt honum sitt lítið af hverju.“ Addi Idol hefur gert garðinn frægan í auglýsingum OgVodafone og tók þátt í undakeppni Idol-stjörnuleitarinnar. Snorri Snorrason var í fyrradag kjörinn Idol-stjarna Stöðvar 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.