Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 8
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR Vinnur þú við stjórnun, fræðslu, kennslu eða þjálfun? Ert þú í leiðtogahlutverki á þínum vinnustað? Langar þig að koma á námstefnu sem skilar árangri? Ef þú svarar þessum spurningum játandi þá er námsstefnan með Margaret Parkin eitthvað fyrir þig. Kíktu á vefinn okkar, www.lectura.is og fáðu meiri upplýsingar. Takmarkað sætaframboð Bókaðu þig því strax í dag Skráning: Með tölvupósti á lectura@lectura.is og í síma 824 0104 Við skráningu komi fram nafn þátttakanda og nafn, heimilisfang og kennitala greiðanda. Miðaverð fram til 18. apríl kr. 28.500 Eftir 18. apríl kr. 32.000 – Tryggðu þér því sæti strax ! Námstefna með Margaret Parkin "Change through storytelling" Kynnir: Sigþrúður Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar 28. apríl 2006 kl. 13:30 - 16:30 Nordica Hótel NEPAL, AP Meira en 25 þúsund manns mótmæltu á götum Bharat- pur í Nepal í gær. Nepalska lögregl- an tók harkalega á mótmælendum og særðust að minnsta kosti þrír þegar lögreglan skaut byssukúlum inn í mannþröngina. Hundruð hafa var handtekin í mótmælunum sem stjórnarandstaðan boðaði til í því skyni að neyða konung landsins til að endurvekja lýðræði í landinu. Fjöldi reiðra nemenda og félaga í stjórnarandstöðuflokkum hafa und- anfarna daga flykkst út á götur Kat- mandú og til óeirða kom þegar þeir kveiktu í pósthúsi og grýttu lög- reglu í fyrradag. Lögreglan elti upp- reisnarmennina uppi, barði þá með stöfum og beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum, en ríkisstjórnin hafði skipað hermönnum og lög- reglu að gera hvað sem nauðsynlegt teldist til að hindra mótmælin. Gyanendra konungur hefur bannað alla mótmælafundi þar í landi. Konungurinn tók allt vald stjórnarinnar í sínar hendur í fyrra, og hefur óánægja landsmanna með hann farið sívaxandi æ síðan. Ræðu hans var útvarpað og sjónvarpað í gær og hvatti hann landsmenn til að sýna stillingu. Alþjóðasamfélagið hefur brugð- ist harkalega við atburðunum í Nepal og kallað eftir lausn þeirra sem handteknir voru fyrir pólitískar skoðanir sínar. Jafnframt fordæmdi Evrópusambandið bannið við mót- mælum. - smk Nepalar leggja niður störf til að mótmæla konungi: Um 25 þúsund mótmæla í Nepal ÓEIRÐALÖGREGLA Lögreglumenn handtóku hundruð manns í Katmandú í Nepal í fyrra- dag, á öðrum degi verkfalls sem haldið er í mótmælaskyni við konunginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Minnst 79 fórust og yfir 160 slösuðust þegar þrír menn íklæddir kvenmannsfötum og girtir sprengjubeltum sprengdu sig í loft upp í og við sjíamoskuna Buratha í norðurhluta Bagdad í Írak í fyrradag, samkvæmt upplýsingum íröksku lögregl- unnar. Árásin var gerð um það leyti er sjíamúslimar voru að ljúka föstudagsbænum. Þetta var önnur mannskæða árásin á sjíamúslima á tveimur dögum. Átök milli sjíamúslima og súnní araba hafa farið stigvaxandi í landinu undanfarið og telja margir að Írak rambi á barmi borgarastyrjaldar. - smk Óeirðirnar í Írak: Spengjur bana tugum manna MANNSKÆÐ SPRENGJA Íraskir lögreglu- menn og hermenn við Buratha-moskuna í Bagdad í gær, þar sem sprengjumenn urðu tugum manna að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDÓNESÍA, AP Indónesíubúar voru fljótir að kaupa fyrsta eintak Playboy sem birtist í hillum sölu- búða Indónesíu í fyrradag, en Indónesía er fyrsta land múslima sem leyfir sölu á tímaritinu umdeilda. Trúarleiðtogar og tveir ráðherrar hafa kallað eftir banni á tímaritið, en hingað til án árangurs. Þó lýstu sumir kaupendur því yfir að þeir myndu aldrei eyða fé í það aftur, því þeim þótti innihaldinu um of stillt í hóf, ólíkt evrópskum og bandarískum klámblöðum. Playboy er gefið út í tuttugu löndum og er innihaldinu ritstýrt eftir kröfum hvers lands. Indónes- íska útgáfan inniheldur myndir af fáklæddum konum, en þær eru minna klámfengnar en í banda- rísku útgáfunni fyrir fimmtíu árum. - smk Trúarleiðtogar og ráðherrar vilja banna tímarit: Playboy selt í Indónesíu PLAYBOY Í INDÓNESÍU Indónesískir blaða- salar hófu sölu á Playboy í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.