Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 94
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR42 „Hægan, hægan, ég byrja nú ekki fyrr en í haust,“ svarar Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona þegar blaðamaður spyr hvort hún sé loksins væntanleg aftur á skjáinn. Eva hefur um árabil verið ein vin- sælasta sjónvarpskona landsins en undanfarna mánuði hefur hún verið í barneignarorlofi. Þar áður stýrði hún þáttunum Einu sinni var... á Stöð tvö þar sem rifjaðir voru upp merkilegir atburðir með liðsinni þátttakenda, vitna og ann- arra sem málunum tengdust. Hún hefur hins vegar ákveðið að söðla um og mun hefja störf hjá Ríkissjónvarpinu á haustmánuð- um. „Ég verð í Kastljósi, en ætla að fara mér hægt til að byrja með og verð ekki á skjánum nema einu sinni í viku,“ segir hún. „Ég ákvað að minnka aðeins við mig vinnu og ætla þess í stað að hugsa mjög vel um börnin mín.“ Eva er því komin á kunnugleg- ar slóðir, en hún vann lengi hjá RÚV áður en hún fór yfir á Stöð 2 og kveðst hlakka mikið til að byrja þar aftur. „Vissulega er það gamalkunn reynsla að vera í beinni útsendingu, en þótt það sé ekki nýtt fyrir mér er þetta eitt- hvað það skemmtilegasta sem ég geri.“ - bs EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Ætlar að minnka við sig vinnu og sinna börnunum sínum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eva María aftur á RÚV Hvað er að frétta? Allt fínt, ég er bara hæstánægður með sigurinn í Gettu betur. Augnlitur: Grænn. Starf: Menntaskólanemi. Fjölskylduhagir: Einhleypur. Hvaðan ertu? Frá Íslandi. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Monty Python‘s Flying Circus. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég á mér engan uppáhaldsþátt, en Rás 1 er ágæt. Uppáhaldsmatur: Ég á mér engan uppáhaldsmat. Fallegasti staður: Ég er ekki nógu víðförull til að svara því. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að vinna Gettu betur. Hvað er leiðinlegast? Að tapa í Gettu betur. Helsti veikleiki: Ég á erfitt með að vakna á morgnana. Helsti kostur: Því verða aðrir að svara. Helsta afrek: Að þýða leikritið No Exit eftir Jean Paul Sartre, sem heimspeki- og menningarfélag Menntaskólans á Akureyri ætlar að setja upp á næstunni. Mestu vonbrigði: Ætli það hafi ekki verið þegar ég fékk kart- öflu í skóinn. Ég varð mjög reiður en hef lært síðan að halda ró minni þó það gefi á bátinn. Hver er draumurinn? Að lifa vel og lengi. Hver er fyndnastur/fyndnust? Graham Chapman. Á hvað trúirðu? Ég trúi ekki á neitt. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ábyggilega margt, en ekkert sem stendur upp úr. Uppáhaldskvikmynd: A Clockwork Orange. Uppáhaldsbók: Heimsljós eftir Laxness. Hvað er mikilvægast? Ég held að engum hafi tekist að svara því enn sem komið er. HRÓSIÐ FÆR... Þorsteinn Kragh sem hefur rekið gufubaðið á Laugarvatni með miklum sóma en brátt verður þar opnuð glæsileg heilsulind fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. HIN HLIÐIN ÁSGEIR BERG MATTHÍASSON, FYRIRLIÐI MA Í GETTU BETUR Græneygð svefnpurka sem þýðir Sartre 29.11.85 „Þetta er frábært, ég er búinn að ná því takmarki sem ég ætlaði mér,“ segir Snorri Snorrason, nýbakaður sigurvegari í Idol- Stjörnuleit Stöðvar tvö. Um 116 þúsund atkvæði voru greidd í föstudagskvöld þegar Snorri átti kappi við Ínu Valgerði Pétursdótt- ur, þar af hlaut Snorri um 55 pró- sent en Ína 45. Hann er þó ekkert hræddur við tilhugsunina um að svo margir kunni að hafa skoðun á honum. „Mér finnst bara frábært að margir hafi kunnað að meta frammistöðu mína og ekkert nema gott um það að segja.“ Ljóst er að nokkrar breytingar hafa þegar orðið á högum hins 28 ára gamla Snorra, sem fram að þessu hefur starfað í söludeild Kjötsmiðjunnar, og hann hefur vart undan við að svara símtölum forvitinna blaðamanna. „Ég vakn- aði bara stjarna í morgun,“ grínast hann með dálítið þreytulegri röddu. Átta mánuðir eru liðnir síðan Snorri skráði sig í Stjörnu- leitina og þótt hann hafi unnið baki brotnu allan þann tíma til að ná settu marki gefst enginn tími til hvíldar þegar sigurinn er í höfn. Hann kveðst þó alls ekki kvíðinn, hann hafi nú skráð sig í keppnina í þessum tilgangi. „Nú helli ég mér bara út í brans- ann. Á mánudaginnn hefjast stíf fundarhöld þar sem við leggjum línurnar um framhaldið, gerum samninga og bókum tónleika. Ég hef ýmsar hugmyndir um í hvaða áttir ég vil fara, en ég á eftir að setjast niður með góðu fólki og ræða það betur og við sjáum svo hvað setur.“ Víst er að von er á plötu frá Snorra á árinu sem Sena gefur út og Einar Bárðarson, einn af dómurum keppninnar, hefur tekið að sér að vera umboðsmaður Snorra. Hann ætti að vera í góðum höndum því Einar hefur unnið fyrir ýmsa af farsælustu tónlist- armönnum landsins. Snorri er fjölskyldumaður, á konu og þrjá syni, og fjölskyldan var vitaskuld viðstödd þegar hann vann keppnina. „Það eru mikil fagnaðarlæti á heimilinu, strák- arnir eru í sjöunda himni og hæst- ánægðir með pabba sinn. Ég hlakka bara til framhaldsins.“ bergsteinn@frettabladid.is SNORRI SNORRASON: SIGRAÐI Í IDOL-STJÖRNULEIT Hellir sér strax út í bransann SNORRI SNORRASON Enginn tími gefst til hvíldar, því nú þegar sigurinn er í höfn þarf að fylgja honum eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FRÉTTIR AF FÓLKI Rokklingarnir í Jakobínarínu fá lofsamlega umsögn hjá blaðamanni Rolling Stone, Steven Fricke, í nýjasta hefti blaðsins. Þar segir hann að meðlimir sveitarinn sanni að rokkið þekki engan aldur og þrátt fyrir langt og þjált heiti hefðu menn ekkert að óttast. ,,Þið getið kallað okkur Jako,“ sagði söngvari sveitarinnar, Gunnar Ragnarsson, á undan einum tónleikunum. Fricke sér bjarta tíma fram- undan hjá strákunum úr Hafnarfirði og líkir þeim við verðlaunasveitina Arctic Monkeys. Á heimasíðu tímaritsins er svo að finna upptökur frá þremur lögum sveitarinnar sem sagðar eru koma út á fyrstu smáskífunni en það er Ken Thomas, upptökustjóri og hægri hönd Sigur Rósar, sem stjórnar þeim. Þrátt fyrir töluverðan bílastæðavanda sem fylgt hefur komu ljósvakamiðlanna frá Lyng- hálsi niður í Skaftahlið þá lét tökulið kvikmyndarinnar Köld slóð það ekkert á sig fá. Starfsfólki 365 brá nokkuð í brún þegar það kom til vinnu á laugardeginum en þá höfðu tveir risa- stórir trukkar lagt undir sig hin örfáu bílastæði. Kvikmyndin fjallar um harðsvíræðan blaðamann sem heldur upp á hálendi Íslands til að rannsaka dularfullt andlát við ónefnda virkjun. Tökuliðið lagði ritstjórn DV undir sig mestallan daginn og tók upp senur sem eiga að gerast á dagblaði. Ekki mun persóna Þrastar Leó þó vinna hjá DV heldur verður búið til nýtt blað sem heitir því skemmtilega nafni SB eða Síðdegisblaðið. Björn Brynjólfur Björnsson er leikstjóri en með annað helsta kvenhlutverkið fer Elva Ósk Ólafsdóttir, sem neyddist til að segja sig frá Mýrinni eftir að ljóst þótti að ekki tækist að ljúka tökum á Kaldri slóð eins og vonir stóðu til. Eins og kemur fram hér til hliðar var það Snorri Snorrason sem bar sigur úr býtum í Idol - Stjörnuleit Stððvar 2 á föstudagskvöldinu eftir harða baráttu við Ínu Valgerði Pétursdóttur frá Húsavík. Metþátttaka var í símakosningunni en yfir hundrað þúsund atkvæði bárust á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Meðal áhorfenda í Vetrargarðinum voru Nylon-stelpurnar hans Einars Bárðar- sonar sem sátu fyrir aftan Óskar Pál Sveinsson og John Reid en þeir sömdu einmitt úrslitalagið við texta Stefáns Hilmarssonar. Þá mátti einnig sjá glitta í Birgittu Haukdal sem studdi sveitunga sinn frá Húsavík með ráðum og dáðum á meðan keppninni stóð. Sögusagnir um að Idol-keppnin fari í frí eftir þessa þáttaröð hafa verið á sveimi þó ekkert hafi fengist staðfest í þeim efnum en þátttakan ætti að hvetja menn til dáða því það er ljóst að spenn- an í kringum þessa keppni hefur ekkert minnkað. - fgg 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.