Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 84
FRÉTTIR AF FÓLKI Það styttist í að söngkonan Mariah Carey reyni á þol fleiri skilningsvita en sjónar og heyrnar. Brátt verður lyktarskynið fyrir barðinu á Mariuh enda er von á ilmvatni frá söngdívunni ógurlegu. Carey hefur ekki gengið sem skyldi í tónlistinni að undanförnu og því ljóst að hún ætlar að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Hins vegar er spurning hvort þessi framleiðsla rúmist innan ramma Kyoto-samkomu- lagsins. Það er ekki nóg með að nýi Bond-leikarinn Daniel Craig kunni ekki að meta hristan Martini og sé hræddur við byssur heldur er hann einnig arfaslakur pókerspilari. Því kölluðu aðstandendur nýju myndarinnar sérfræðinga á svæðið til að kenna Craig hvernig menn bera sig að í spilavíti. Craig hefur margoft hneykslað Bond-aðdáendur og þessi frétt er vafalítið vatn á myllu andstæðinga Craig, sem hefur mátt þola alls kyns háðsglósur að undan- förnu. Eflaust kætast fáir jafn mikið yfir því að tískan fer í hringi eins og íþróttaskóframleiðendur, því í dag er fólk tilbúið að borga margfalt verð fyrir gömlu leikfimiskóna sem það fyrir tuttugu árum faldi ofan í tösku. Í byrjun mánaðarins kynnti Adidas Adicolor-skóna til sögunnar á nýjan leik. Þeir voru fyrst fáanlegir árið 1983 og þóttu þá ansi sérstakir enda fylgdu þeim málningartúbur þannig að kaupendurnir gátu skreytt skóna eftir eigin höfði. Nú fékk hins vegar Adidas sex hönnuði til liðs við sig til að blása nýju lífi í þessa skólínu. Dönsku hönnuðnir hjá WoodWood eru meðal þeirra sem fengu að spreyta sig. Fréttablaðið hitti Karl Oskar, einn af hönnuðum fyrirtækisins, á vinnustofu hans í Kaupmannahöfn fyrir helgi. „Ég held að Adidas hafi viljað fá einhvern óþekktan hönnnuð að verkefninu. Við erum eiginlega litli karlinn í þessu verkefni,“ segir Karl brosandi þegar hann er spurður af hverju fyrirtækið hafi verið valið en WoodWood var stofnað fyrir þremur árum og eru vörur þess fáanlegar í fjörutíu búðum úti um allan heim. Auk þess rekur það tvær búðir í Kaupmannahöfn og önnur þeirra seldi einmitt Adicolor-skóna. „Reyndar seldust öll pörin upp á tveimur tímum þannig að ef fólk hefur áhuga á að kaupa þá verður það að fara á eBay. Það voru reyndar aðeins framleidd á bilinu sex hundruð til þúsund pör af hverju pari,“ bætir Karl við. Kostaði skóparið rúmar sextán þúsund íslenskar krónur. Aðspurður um næstu verkefni segir Karl að WoodWood sé nú að vinna að línu fyrir breska fatamerkið Fred Perry. Mun WoodWood fá leyfi til að koma með sína útgáfu af hinum þekktu pólóbolum Fred Perry. „Þeir verða einmitt seldir í Kron”, segir Karl glaðbeittur. „Þau hafa selt vörurnar okkar síðan við byrjuðum og við erum mjög ánægðir með samstarfið við þau,“ segir hann og bætir því við að fleiri íslenskar verslanir hafi beðið um vörurnar en því hafi verið hafnað enda vilji WoodWood aðeins vinna með Kron. Karl segist þó aldrei hafa komið til Íslands en stefni á að bæta úr því á árinu. Bleikir íþróttaskór frá Adidas ADICOLOR Nýstárleg hönnun hefur vakið athygli og þeir verða seldir í verslunin Kron hér á landi. FLOTTIR Vörur WoodWood eru fáanlegar í fjörutíu búðum út um allan heim en allir Adicolor-skórnir eru uppseldir. Salma Hayek nýtur þess að vera laus og liðug, sem hún segir vera tilvalið til að finna sig sjálfa. Hayek segist ætla að verja meiri tíma með sjálfri sér eftir mis- heppnuð ástar- sambönd við Edward Atter- ton, nafna hans Norton og Josh Lucas. „Ég fór úr fjögurra ára sambandi yfir í annað jafn- langt. Svo fór ég á stefnumót í nokkur ár,“ sagði leikkonan við blaðamenn á dögunum. „Í fyrsta skipti í tíu ár er ég á lausu og ætla að njóta þess. Það verður yndislegt að vera bara Salma Hayek en ekki kærasta einhvers.“ Laus og liðug SALMA HAYEK SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 2 400 KR. og 4 M/ÍSL. TALI BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 2 400 KR. DATE MOVIE kl. 4, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 kl. 3, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 WALK THE LINE kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45 RENT kl. 2.40 og 5.20 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10 ICE AGE 2 Í LÚXUS M/ENSKU TALI kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 12, 2, 4, 6 og 8 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 1.30, 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 1.30, 3.50 og 10.10 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!!Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI EIN STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í USA RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is - VJV, Topp5.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.