Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 10
10 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR Ísland og Evrópusambandið Í vikunni lagði Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra fram frum- varp til laga þar sem kveðið er á um sérreglur sem gilda eiga um launþega frá nýju ESB-ríkjunum í austanverðri Evrópu sem ráða sig til vinnu hér á landi eftir 1. maí næstkomandi. Þá rennur út fyrsti hluti allt að sjö ára langs frests sem eldri aðildarríki ESB og EES geta nýtt sér til að opna ekki vinnumarkað sinn að fullu fyrir borgurum nýju aðildarríkjanna. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að ríkisborgurum Austur-Evrópu- landanna verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa. Þetta mun gera fólki frá löndum eins og Póllandi og Litháen, sem þegar er fjöl- mennt á íslenzkum vinnumark- aði, kleift að koma hingað í atvinnuleit og ráða sig til vinnu hjá íslenzkum fyrirtækjum með mun einfaldari hætti en hingað til. Í frumvarpinu er kveðið á um að atvinnurekendur tilkynni til Vinnumálastofnunar um ráðningu ríkisborgara frá þessum ríkjum. Gert er ráð fyrir að ráðningarsamningur fylgi tilkynningunni þar sem útlendingnum eru tryggð laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Skal Vinnumálastofnun halda skrá yfir þá útlendinga sem koma frá þessum ríkjum til starfa hér á landi. Með frumvarpinu eru íslensk stjórn- völd að nýta réttinn til að láta sérreglur gilda enn um sinn um ríkisborgara nýju aðildarríkjanna, reglur sem ekki eiga við um ríkisborgara annarra ESB-ríkja sem leita inn á íslenzkan vinnumarkað. Væntanlega munu þær gilda til ársins 2009 og falla þá niður, enda yrði þá að vera hægt að sýna fram á að niðurfelling þeirra myndi hafa í för með sér alvarlega röskun á íslenskum vinnumarkaði ef heimilt ætti að vera að láta þær gilda í tvö ár til viðbótar, sem er hámarksfresturinn sem kveðið var á um í aðlögunarákvæðum aðildarsamninganna. Eftir árið 2011 er engu hinna eldri aðildar- ríkja ESB og EES heimilt að láta aðrar reglur gilda um ríkisborgara nýju aðildarríkjanna en gilda um öll hin. Enda er Evrópska efna- hagssvæðið eitt atvinnusvæði. AF EVRÓPUVETTVANGI: AUÐUNN ARNÓRSSON EES eitt atvinnusvæði EES-samningurinn tryggir borgur- um Íslands, Noregs og Liechtenstein þennan sama rétt í aðildarríkjum ESB og gagnkvæmt ESB-borgurum hér á landi og í hinum EES-löndun- um. Varnargarðar gegn „flóðbylgju ódýrs vinnuafls“ Velmegunargjáin milli eldri ESB-ríkjanna, sem voru öll vestan járntjaldsins, og nýju ríkjanna, sem gengu í sambandið 1. maí 2004 og voru áður austan járntjaldsins, veldur því að í eldri aðildarríkjunum var útbreiddur ótti við að yfir þau myndi skella flóðbylgja ódýrs vinnuafls við inngöngu fyrrverandi kommúnistaríkjanna í sambandið. Rammast kvað að þessum ótta í Þýzkalandi og Austurríki, þ.e. í þeim hópi eldri aðildarríkjanna sem eiga bein landamæri að nýju aðildarríkjunum. Því var svo búið um hnúta í aðildarsamningunum að eldri aðildarríkjunum yrði heimilt að fresta því um allt að sjö ár að láta regluna um frjálst flæði vinnuafls að fullu gilda um ríkisborgara þeirra átta nýju aðildarríkja, sem áður voru hluti af Austurblokkinni. Þessi fyrirvari var ekki settur í aðildarsamninga tveggja nýju aðildarríkjanna, Miðjarðarhafs- eyríkjanna Möltu og Kýpur. Í reynd nýttu sér tólf af fimmtán eldri ESB-aðildarríkjun- um heimildina til að fresta ákvæðum um frjálst flæði vinnuafls frá nýju aðildarríkjunum átta, tvö fyrstu árin eftir inngöngu þeirra eða til 1. maí 2006. Það gerðu EES-löndin Ísland, Noregur og Liechtenstein einnig. Þau þrjú ESB-ríki sem gerðu það ekki eru Svíþjóð, Bretland og Írland. Jákvæð reynsla af „hömluleysi“ Í skýrslu sem framkvæmda- stjórn ESB birti í febrúar um reynsl- una af beitingu fyrirvarans þessi fyrstu tvö ár er komizt að þeirri niðurstöðu að það væri öllum í hag að láta hömlurnar á frjálst flæði vinnuafls frá nýju aðildarríkjunum falla niður 1. maí næstkomandi. Í skýrslunni segir að reynsla Svía, Breta og Íra af „hömluleysinu“ væri á þá leið að ótti við neikvæðar afleiðingar þess væri ástæðulaus. Með neikvæðum afleiðingum er helzt átt við að þegar margt fólk streymir inn á vinnumarkað tiltekins lands, sem sé tilbúið til að vinna fyrir minna kaup og sam- kvæmt lakari skilmálum en gengur og gerist í viðkomandi starfsgrein í viðkomandi landi, grafi slíkt undan félagslegum réttindum á þeim vinnumarkaði, þ.e. í því felist „félagslegt undirboð“ sem réttmætt sé að hamla gegn með stjórnvaldsráðstöfunum. Skiljanlega finnst atvinnu- rekendum í viðkomandi landi það hins vegar ekki neikvætt að eiga þess kost að ráða hæfa starfsmenn frá nýju aðildarríkjunum á lægra kaupi en „innfædda“. Enda hefur það sýnt sig í löndum eins og Írlandi, þar sem starfskraftar fólks frá Austur-Evrópulöndunum hafa verið velkomnir í því þensluástandi sem þar hefur verið ríkjandi á síðustu árum, að hið aðflutta vinnuafl á tals- verðan þátt í þeim góða hagvexti sem þar hefur orðið. Á tímabilinu hefur hlutfall fólks frá nýju aðildar- ríkjunum af heildarvinnuafli á Írlandi vaxið úr 1,9 prósentum í 3,8 prósent. Aðeins í einu öðru ESB- landi er þetta hlutfall yfir einu prósenti, en það er í Austurríki 1,4 prósent. Atvinnuleysislönd halda í höml- urnar Annað gildir í þeim löndum þar sem atvinnuleysi er mikið og hagsveiflan í stöðnun, eins og tilfellið er til dæmis í Þýzkalandi. Þar er skiljanlega mikill pólitískur þrýstingur á að opna ekki fyrir flæði ódýrs vinnuafls að austan. Hagfræðingar benda þó á að jafnvel þar sem ástandið á vinnumarkaði er eins og það er í Þýzkalandi geti það verið jákvætt fyrir efnahagslífið í heild að framboð á ódýru en samt hæfu og hreyfanlegu vinnuafli auk- ist; í samkeppnisumhverfi hnatt- væðingarinnar bæti það samkeppnishæfni hagkerfisins. „Við höfum ekki orðið vör við nein teljandi vandkvæði á vinnu- markaði ESB. Áhrif stækkunar- innar til austurs hafa að þessu leyti verið mjög takmörkuð,“ sagði Vladimir Spidla, sem fer með vinnu- markaðsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þegar áður- nefnd skýrsla framkvæmdastjórnar- innar um reynsluna síðan Austur- Evrópulöndin gengu í sambandið var kynnt í Brussel í febrúar. Stjórnvöld í hverju hinna tólf ESB-landa og EES-löndunum þremur sem ákváðu fyrir tveimur árum að nýta sér heimildina til að opna ekki vinnumarkað sinn að sinni fyrir ríkisborgurum nýju aðildarríkjanna, verða að tilkynna fyrir lok þessa mánaðar hvort þau hyggist gera það áfram. Að öðrum kosti falla hömlurnar niður 1. maí. Ísland heldur í sérreglur Af þessari ástæðu samþykkti íslenzka ríkisstjórnin í vikunni frumvarp Jóns Kristjánssonar félagsmálaráðherra til laga um aðgengi ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverja- lands að íslenzkum vinnumarkaði frá og með 1. maí næstkomandi. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að ríkisborgurum framan- greindra ríkja verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa. Í frétta- tilkynningu um frumvarpið segir: „Svo virðist sem nokkur hreyfan- leiki sé meðal ríkisborgara þessara ríkja enda atvinnuleysi þar nokkurt. Þykir því ástæða vera til að atvinnu- rekendur tilkynni til Vinnumála- stofnunar um ráðningu ríkisborg- ara frá þessum ríkjum... Gert er ráð fyrir að ráðningarsamningur fylgi tilkynningunni þar sem útlendingn- um eru tryggð laun og önnur starfs- kjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.“ Þá segir þar ennfremur: „Skal Vinnumálastofnun halda skrá yfir þá útlendinga sem koma frá framangreindum ríkjum til starfa hér á landi. Þessi skráning kemur ekki í veg fyrir að umræddir ríkisborgarar þurfi að sækja um EES-dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.“ Tilgangur þessarar tilkynningar- skyldu atvinnurekenda er sögð sú að fylgjast með framvindu mála svo unnt sé að hafa yfirsýn yfir þá er koma hingað til lands meðal annars til að gæta þess að þeir njóti þeirra réttinda er gilda á innlendum vinnu- markaði. Þetta atriði hefur verið ein meginkrafa Alþýðusambands Íslands í þessu sambandi. Jafn- framt er gert ráð fyrir að Vinnu- málastofnun verði veitt heimild til að leggja dagsektir á atvinnu- rekendur láti þeir hjá líða að skrá framangreinda ríkisborgara sem starfa hjá þeim. „Hömlulausum“ löndum fjölgar Norsk stjórnvöld hyggjast einnig láta slíkar sérreglur gilda áfram eftir 1. maí. Auk Þýzkalands og Austurríkis hafa ennfremur Belgar tilkynnt að þeir haldi slíkum sér- reglum áfram í gildi. Finnland, Spánn og Portúgal hafa tilkynnt að þau munu láta hömlurnar niður falla. Hin sex eldri ESB-ríkin: Frakkland, Holland, Lúxemborg, Grikkland, Ítalía og Danmörk höfðu í vikunni ekki sent frá sér tilkynn- ingu en búizt var við því að þau myndu halda í hömlurnar enn um sinn. audunn@frettabladid.is Þrýst á um afnám hafta á frjálsa för fólks VLADIMIR SPIDLA Fer með vinnumarkaðsmál í framkvæmdastjórn ESB. NORDICPHOTOS/AFP FRJÁLST FLÆÐI VINNUAFLS ✧Grundvallarréttur ESB-borgara Hver og einn borgari aðildarríkja Evrópu- sambandsins hefur rétt til að vinna og búa í öðru aðildarríki án þess að honum sé mismunað á grundvelli þjóðernis. Frjálst flæði fólks yfir innri landamæri ESB er meðal grundvallarréttinda sem tryggð eru í grundvallarlögum ESB. Þessi réttindi eru ef til vill þau mikilvægustu sem ESB-lög tryggja einstaklingum og þau eru undirstaða þess sem felst í ESB- borgararétti. Fyrir launafólk hafa þessi réttindi verið fyrir hendi allt frá því Evrópusambandið var stofnað - þá sem Efnahagsbandalag Evrópu - árið 1957. Kveðið var á um þau í 39. grein stofnsáttmálans og fela þau í sér: - réttinn til að leita sér að vinnu í öðru aðildarríki. - réttinn til að stunda atvinnu í öðru aðildarríki. - réttinn til að dvelja þar í því augnamiði. - réttinn til að dvelja þar áfram. - réttinn til jafnrar meðhöndlunar hvað varðar aðgang að atvinnu, heilsusamlegar vinnuaðstæður og allt annað sem kann að hjálpa til við aðlögun launþegans að vinnumarkaði og samfélagi ESB-landsins sem hann vinnur í. 39. greinin á við um launþega en ekki verktaka, námsmenn eða lífeyrisþega. Samkvæmt túlkun Evrópudómstólsins á 39. greinin einnig við um atvinnuíþrótta- menn. AUÐVELDARA AÐGENGI Þótt íslenzk stjórnvöld nýti heimild til að halda í gildi sérreglum um launþega frá nýju aðildarríkjunum eftir 1. maí verður mun einfaldara fyrir þá að koma hingað en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Frjálst flæði vinnuafls milli landa á innri markaði Evrópu- sambandsins er meðal grundvallarréttinda sem tryggð eru í lögum ESB og felur í sér réttinn til að búa og vinna í öðru ESB-aðildarríki. Framkvæmdastjórn ESB þrýstir á um að eldri aðildarríki sambandsins láti tímabundin höft á frjálsa för launþega frá nýju aðildarríkjunum í austan- verðri álfunni niður falla 1. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.