Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 18
Sumarferðir láta lítið yfir sér. Skrifstofan er á efri hæð verslunarhúss við Laugaveg en þangað leggja fáir leið sína. Þó húsnæðið sé lítið hefur það stækkað talsvert frá upphafs- dögunum þegar það taldi fimmtán fermetra. Þá voru starfsmennirnir þrír. „Það komst aðeins einn viðskiptavinur fyrir hjá okkur í einu. Ef hingað komu hjón urðu þau að skiptast á að sitja inni hjá okkur,“ segir Helgi um aðstöðuna fyrsta árið. Þannig vildu þeir hafa það en eftir því sem umsvifin hafa aukist hefur þurft að fjölga starfsmönnum og nú eru þeir sjö. Þjónustan er fyrst og fremst veitt í gegnum netið og síma en alltaf vilja einhverjir koma og hitta starfsfólkið augliti til auglitis. Og sjá það sem er í boði í tölvum fyrirtækisins. „Fólk var efins um að það sama sæist í tölvunum hjá okkur og því og vildi því koma. Þetta var svolítið ströggl en hefur breyst á þessum þremur árum.“ Allt gert öðruvísi Sumarferðir voru teiknaðar upp við eldhúsborðið heima hjá Helga og á kaffistofu Norræna hússins. Stofnendurnir; Helgi Jóhannsson og Þorsteinn Guðjónsson, gamlir samstarfsmenn á Samvinnu- ferðum, beittu sérstakri aðferð við verkið. „Við listuðum upp það sem við vissum að ekki væri hægt að breyta og unnum með það þangað til það var horfið af borðinu.“ Hugmyndin var því að gera hlutina akkúrat á skjön við það sem viðtekið var í ferðaþjónustunni. „Keppinaut- arnir gerðu grín að okkur í upphafi en hafa nú tekið ýmislegt upp eftir okkur,“ segir Helgi. Meðal þess sem töldust nýmæli voru greiðsluskilmál- arnir. Viðskiptavinir greiða aldrei minna en helming verðsins við bókun ferðar og þurfa að ákveða um leið hvenær þeir greiða það sem eftir stendur. Staðfestingargjald og skilmálar um afslátt, ef afgangurinn er greiddur fyrir tiltekinn tíma, eru ekki til í bókum Sumarferða. Helgi segir mikið sparast við þetta fyrirkomulag enda verði allt utanumhald auðveldara. En það kostar líka sitt. „Fólk sagði að það gæti hagað greiðslum öðruvísi hjá öðrum en við svöruðum því til að þá gæti það bara ferðast með einhverjum öðrum.“ Sumarferðir smíðuðu líka eigið bókunarkerfi og auglýsingar félagsins eru minni en annarra. En svo er það hin hliðin á peningnum. „Við veitum ekki jafn góða þjónustu og aðrir en vinnum að því að bæta hana,“ segir Helgi. Ýmsu er úthýst, þar á meðal símsölunni, sem hefur kosti og galla. „Við getum haft opið til tíu á kvöldin sjö daga vikunnar en þeir sem svara í símann geta ekki svarað öllum spurningum.“ Helgi segir það hafa stundum skapað vandræði, fólk gat til dæmis illa svarað hvort svalirnar á hótelinu sneru í suður eða ekki. „Stundum reyndu menn að bjarga sér en við fengum það á 200 kílómetra hraða í hausinn.“ Tekur á móti farþegunum Helgi segir trúverðugleika ferðaþjónustunnar hafa beðið hnekki og eitt af markmiðum Sumarferða sé að vekja tiltrú fólks á ný. „Það er búið að plata fólk svo oft með villandi uppsetningu á verði eða einhverju sem lofað er en er svo ekki til staðar. Og allt þetta smáa letur. Ef fólk borgaði degi of seint var ferðin orðin miklu dýrari en áður var rætt um. Menn hafa leikið þennan leik og kennt um samkeppni. Sagt aðra gera þetta og gert það því líka.“ Helgi viðurkennir að hafa tekið þátt í þessu á sínum tíma en segir nýja tíma í þessu sem öðru. „Hluti af því að endurheimta trúverðugleikann er að ég fylgi öllum farþegum í flug og tek á móti þeim þegar þeir koma aftur heim. Menn sögðu: Ef hann þorir að vera hér þegar ég kem heim aftur þá getur verið að þetta sé í lagi hjá þeim.“ Hann viðurkennir að þetta sé örðugara nú en í upphafi, enda hafi ferðunum fjölgað. „Við fljúgum sex sinnum í viku en ég græði mikið á því að tala við fólk þegar ég tek á móti því.“ Sólarlandafarar vildu ekki hótel Helgi hefur árum saman haft lifibrauð sitt af því að selja fólki ferðir til útlanda og vitaskuld velt ýmsu fyrir sér. Lengi klóraði hann sér í kollinum yfir þeirri staðreynd að Íslendingar vildu ekki dvelja á hótelum í sumarfríum heldur kusu að vera í íbúðum með ísskáp og eldavélarhellu. „Ég hugsaði mikið um þetta og komst loks að því að það var ísskápurinn. Fólk dvaldi ekki í íbúðum til að geta eldað heldur vildi það hafa hjá sér kalt vatn og bjór. Við fórum því og sömdum við glæsilegt hótel á Benidorm og sögðumst vilja nota minibarinn sem ísskáp. Þeim fannst við ekki mjög merkilegir enda ekki heyrt svona áður en þá vantaði viðskipti og slógu til. Stundum sögðu karlmenn reyndar: Okkur finnst svo gaman að elda annað slagið en eiginkonunum varð þá litið á þá og spurðu: Okkur? Það voru auðvitað þær sem sáu um það. Ég hvatti fólk til að hætta þessu bara og vera bæði í fríi.“ Helgi segir að fyrir fjórum árum hafi um fimm prósent sólarlandafarþega dvalið á hótel- um en það hafi breyst og um sextíu prósent farþega Sumarferða dvelji nú á hótelum. „Keppinaut- arnir sögðu nú ekki mikið vit í þessu í upphafi en bjóða nú allir upp á þetta,“ segir hann og hlær. Ferðaskrifstofa Íslands keypt Fyrr á árinu keyptu Helgi og félagar Ferðaskrifstofu Íslands, sem á og rekur Úrval Útsýn og Plúsferðir, af FL Group. Viðskiptin vöktu að vonum athygli enda má segja að Davíð hafi keypt Golíat. En hvernig stóð á þessum kaupum? „Margir hvöttu okkur til að færa út þjónustu Sumarferða og bjóða upp á annars konar ferðir en þær sem við bjóðum upp á í dag. Okkur fannst það spennandi en vildum ekki breyta okkar starfsemi. Við heyrðum svo að skrifstofurnar væru til sölu og skoðuðum málið. Með kaupunum styttum við okkur leið, þetta eru traust fyrirtæki og við getum bæði lært af því sem þar er gert og innleitt okkar hugmyndir.“ Helgi viðurkennir að það hafi verið sérstök tilfinning að ganga innum dyr Úrvals Útsýnar sem eigandi enda var skrifstofan einn helsti keppinautur Samvinnuferða á sínum tíma. Nokkur munur var á ímynd skrifstofanna og minnist Helgi til dæmis þess tíma þegar Ingólfur Guðbrandsson stýrði Útsýn. „Ingólfur var helst með sjálfan sig og glæsilegar konur á forsíðu ferðabæklinganna sinna en við sýndum hótel og fjallasýn og eitthvað svoleiðis. Á blaðamanna- fundi var Ingólfur spurður út í þennan mun og svaraði því til að fallegt fólk ferðaðist ekki með Samvinnuferðum. Svo bað hann um næstu spurningu.“ Ferðist og megrist Í harðri samkeppninni var margt reynt til að laða til sín viðskiptavini og meðal annars útbúnar ýmsar sérferðir. Helgi rifjar upp eina slíka. „Okkur fannst „ferðist og megrist“ frábær hugmynd. Fólk fór til Júgóslavíu í þrjár vikur og fékk nálastungu á flugvellinum frá þekktum lækni. Nálastungan átti að hafa þau áhrif að fólk hafði ekki lyst á neinu næstu þrjár vik- urnar. Þetta sló nú ekki í gegn,“ segir hann og hlær. Helgi viðurkennir einnig að sér finnist þær breytingar sem orðið hafa á FL Group og Icelandair sérstakt fagnaðarefni fyrir ferðaþjónustuna. „Það er ofboðslega skemmtileg breyting sem hefur orðið þar á. Áður var félagið ekki bara fyrirferðamikið heldur bjó yfir drottnunaráráttu; enginn mátti gera neitt nema spyrja Flugleiðir og þeir níddust á öðrum í krafti stærðar sinnar. Þetta bitnaði á fólki og ekki síður á atvinnugreininni. Flugleiðir vildu hafa allt; ferðaskrifstof- urnar, bílaleigubílana, hótelin, allt.“ Nú eru nýir menn við stjórn- völinn í FL Group og Icelandair og Helgi segir allt annað uppi á teningnum. „Þessir menn eru 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR18 Ferðalög eiga ekki að vera forrét tindi Þremur árum eftir að Helgi Jóhannsson hætti hjá Samvinnuferðum Landsýn með þau orð á vörum að hann væri hættur afskiptum af ferðaþjón- ustu stofnaði hann Sumarferðir. Þriggja ára saga Sumarferða er ævintýri líkust en þó umsvifin hafi aukist til muna situr Helgi enn við minnsta skrifborð landsins. Björn Þór Sigbjörnsson tók hús á Helga og spjallaði við hann um ferðaþjónstuna, hugmyndafræði Sumarferða, kaupin á Ferðaskrif- stofu Íslands og „ferðist og megrist“ sem sló ekki í gegn á sínum tíma. HELGI JÓHANNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SUMARFERÐA „Ég hef lengi verið haldinn þeirri áráttu að ferðalög eigi ekki að vera forréttindi heldur ættu allir að eiga kost á því að ferðast til útlanda.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Okkur fannst „ferðist og megrist“ frábær hugmynd. Fólk fór til Júgóslavíu í þrjár vikur og fékk nálastungu á flugvellinum frá þekkt- um lækni. Nálastung- an átti að hafa þau áhrif að fólk hafði ekki lyst á neinu næstu þrjár vikurnar. Þetta sló nú ekki í gegn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.