Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 75
inni skilgreindum við LSH sem háskólasjúkrahús og FSA sem kennslusjúkrahús og hvaða hlut- verki þau gegna,“ segir hann. Sú vinna að formgera LSH sem háskólasjúkrahús hefur staðið yfir síðustu árin og má búast við að sú vinna haldi áfram og þróist. Stefán segir að nefndin hafi markað þá stefnu að háskólinn eigi að nýta sér þann mannauð sem sé til stað- ar utan við sjúkrahúsið. Þegar sé samningur við heilsugæsluna og svo komi sterkar inn þær einka- stofur sem séu fyrir hendi. „Skýr afstaða er tekin af háskól- ans hálfu í nefndinni um að við eigum að hafa samstarf við þessa aðila og að við eigum að gera það í gegnum spítalann sem háskóla- sjúkrahús,“ segir Stefán. Hvað kostnað varðar telur hann að takmarkið sé að gera menntun- arþátt háskólasjúkrahússins sýni- legan. Tæpir þrjátíu milljarðar fari til rekstrarins og það þurfi að gera sýnilegt hversu stór hluti af því fer í menntunar- þáttinn, kennslu og rannsóknir. Hann telur að það geti numið einum milljarði króna og þá fjárhæð megi tvöfalda svo vel megi vera. Lýst eftir umræðu Stefán lýsir eftir umræðu um það hvernig eigi að fjármagna heil- brigðiskerfið, hvort allir eigi sama rétt á þjónustu innan almanna- tryggingakerfisins án tillits til tekna eða ekki. „Á sá forríki rétt á sömu fríu þjónustunni og sá fátæki?“ spyr hann. „Eða eigum við að opna kerfið þannig að þeir sem hafi efni á því séu látnir borga? Þessi hugmynd var rang- túlkuð þannig að menn gætu borg- að sig fram fyrir í biðröð. Það er ekki rétt. Við þurfum að ræða hvort einhverjir geti keypt sér þjónustu annars staðar án þess að það bitni á röðinni - það er skilyrði að biðröðin styttist sem þeim nemur.“ Þá er mikilvægt að ræða sjúkra- tryggingarverndina, ekki síst vegna þeirra þjóðfélagsbreytinga sem eiga sér stað um þessar mund- ir í Evrópu og þá með útvíkkun Evróusambandsins og frjálsa för á vinnumarkaði í huga. Nágranna- lönd Íslendinga eru farin að velta fyrir sér hvað fellur undir almannatryggingar, meðal annars vegna þessa, að sögn Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss, opnast ýmsar spurningar um það hver eigi að greiða hverjum fyrir hvaða þjón- ustu. Þetta segir hann að Íslend- ingar þurfi að fara yfir og taka afstöðu til hvað þeir vilja. ■ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra telur athyglisverðustu til- lögur Jónínunefndarinnar lúta að fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Hún hefur hug á því að koma á fót nefnd til að fara yfir fjármögnun heilbrigðiskerfisins og sjúkra- húsanna LSH og FSA og fela henni að koma með nánari tillögur og útfærslur en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. „Við þurfum að skoða skýrsl- una betur hér innanhúss en ég sé fyrir mér að það ferli gæti síðan farið af stað í framhaldinu varð- andi útfærslu því að það væri óeðlilegt ef við í ráðuneytinu myndum fara í nákvæma útfærslu ef þær hugmyndir nytu svo ekki almenns stuðnings í samfélaginu,“ segir Siv og telur að vinna nefnd- arinnar geti tekið um tvö ár og því sé breytinga varla að vænta á þessu kjörtímabili. Jónínunefndin svokallaða bend- ir á að heilbrigðiskerfið krefjist síaukins fjármagns og vill sundur- greina hlutverk LSH og FSA þannig að hægt sé að greina hvað læknisþjónustan kostar annars vegar og hvað kennslu- og háskóla- hlutverkið kostar hins vegar og taka ákvarðanir um hvernig eigi að fjármagna hin ýmsu verkefni. „Þetta eru kerfislægar breyt- ingar sem þarf að skoða en það þarf að vanda mjög vel til verks- ins því að hér er um svo mikið fjármagn að tefla. Það þarf að nýta fjármagnið á eins skynsam- legan hátt og hægt er,“ segir Siv. Verið er að ganga frá frum- varpi til laga um heilbrigðisráðu- neytinu og verður það kynnt í vor á Alþingi. „Það er ramminn utan um heilbrigðisþjónustuna. Svo er endurskoðun markmiða í heil- brigðisáætlun til 2010. Forgangs- röðun verkefna er hluti af þessari áætlun, sem er í gildi í dag, þannig að sú vinna fer þegar fram og hefur verið í gangi um nokkurt skeið.“ - ghs Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra um tillögur Jónínunefndarinnar: Vanda þarf til verksins SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR HEILBRIGÐISRÁÐ- HERRA MAGNÚS PÉTURSSON Mikilvægt er að ræða sjúkratryggingarverndina, ekki síst vegna þeirra þjóðfélagsbreytinga sem eiga sér stað, til dæmis með opnun Evróusam- bandsins og frjálsri för á vinnumarkaði. Nágrannalöng Íslendinga eru farin að velta fyrir sér hvað fellur undir almannatrygg- ingar, meðal annars vegna þessa, að sögn Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspít- ala - háskólasjúkrahúss. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2006 25.6 27.3 27.9 SUNNUDAGUR 9. apríl 2006 23 Nordica hotel Su›urlandsbraut 2 S. 444 50 50 VOX Restaurant 18.30 - 22.30 Opi› flri. - laug. VOX Bistro 11.30 - 22.30 Opi› alla vikuna www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 14 Tilbo› á gistingu á www.icehotels.is Páskamatse›ill Blúshátí› á Nordica hotel 11.-14. apríl (sjá www.blues.is) Páska-Brunch 13.-17. apríl kl. 11.30-14.00 Happy Hour alla daga á barnum kl. 17-19 Matse›ill: 5.400 kr. Matse›ill og vín: 9.400 kr. Volgur leturhumar me› súrmjólkurfro›u humarhlaupi, grænmetissalsa og sítrónuolíu Gewürztraminer Hügel 2002 Lamb á fjóra vegu. Langtímaeldu› Entrecote, létt steiktar lundir, lambatunga og skanki. Framreitt me› dilli og kartöflufro›u Casa Lapostolle Cuvée Alexandre Cabernet Sauvignon 2004 Súkkula›i Tanarive me› volgri súkkula›isósu og hindberjum Rivesaltes Greant 2002 11.-16. apríl Girnileg páska- og blúshátí›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.