Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 16
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Axel Eiríksson Reykási 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.00. Eiríkur Axelsson Guðbrandur R. Axelsson Margrét A. Axelsson Unnur Ósk, Richard Már. Okkar elskulegi bróðir og vinur Sigurður Demetz Franzson andaðist að morgni 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. F.h. systkina, annarra aðstandenda og vina, Eygló Friðriksdóttir Guðbjörg Sigurjónsdóttir Magnús Ólafsson Walter Jónsson. Á dögunum var Félagi les- blindra úthlutað fjórum og hálfri milljón króna í styrk frá Velferðarsjóði barna. Að sögn Guðmundar Johnsen, formanns félagsins, kemur styrkurinn sér mjög vel og er stefnt að því að grunn- skólanemar með lesblindu njóti fyrst og fremst góðs af honum. „Styrkurinn auðveldar okkar starf gríðarlega mikið því félagið hefur enga fasta innkomu. Stærsta verkefnið sem við erum að vinna að er að flýta fyrir greiningu á lesblindu. Því fyrr sem greiningin kemur, því betra er að vinna úr henni,“ segir Guðmundur. Að mati Guð- mundar er gríðarlega mikil- vægt að lesblind börn séu ekki látin dúsa í skólum í mörg ár án þess að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir. „Lesblind börn hafa ekkert að gera í skólakerfi þar sem textar eru aðalkennsluefn- ið. Hægt er að bera þetta saman við að vera í bekk þar sem allir textarnir eru á kínversku. Ef börn þurfa að sitja í nokkur ár án þess að skilja neitt verða þau bara óróleg.“ Brögð eru að því að fólk sé komið á þrítugsaldur áður en lesblindan greinist og segir Guðmundur að það sé grafalvarlegt mál. „Ein- staklingurinn bíður mikið tjón ef lesblindan er ekki greind. Þannig myndast gríðarlegt þekkingargap því fólk fer í gegnum skóla- kerfið án þess að hafa aðgang að því sem það á að læra. Lestur er nefnilega bara tæki til að læra en alls ekki skilyrði fyrir því að hægt sé að læra.“ Þessa staðreynd eiga margir erf- itt með að sætta sig við því Guðmundur segir að samfé- lagið geri kröfu til þess að fólk lesi. „Bókaþjóðinni þykir sjáfsagt að fólk lesi og skrifi án erfiðleika og klári þrjátíu bækur yfir jólin. Ef fólk gerir lítið af því er það náttúrlega bara vitlaust. Því miður er mjög útbreitt viðhorf til lesblindu að það sé bara heimska og hefur verið nánast frá því að upplýsingabyltingin byrjaði.“ Lesblindir eiga aftur á móti ekkert erfiðara með að tileinka sér þekkingu ef þeir fá til þess rétt tæki. „Ég fór til dæmis sjálfur í gegnum Háskóla Íslands með hljóð- bókum. Eftir að ég fór að nota þær gat ég mætt lesinn í próf, sem var alveg ótrú- legur munur. Áður var maður að reyna að lesa en það gengur bara svo hægt og oft þegar komið er á hærri skólastig ræður fólk ekki við það,“ segir Guð- mundur. Hann ítrekar enn og aftur að rétt greining gegni lykilhlutverki svo hægt sé að láta nemendur hafa þessi tæki. „Við erum nýbúin að fá í hendurnar bók sem við ætlum að gefa öllum skól- um landsins. Hún fjallar um vandamál lesblindra út frá sjónarhóli lesblindra og hvernig hægt er að flýta greiningunni með því að horfa í ákveðin atriði og hafa þannig augun opin fyrir vandamálinu.“ FÉLAG LESBLINDRA: HLÝTUR STYRK ÚR VELFERÐARSJÓÐI BARNA Hægt að læra án þess að lesa GUÐMUNDUR JOHNSEN, FORMAÐUR FÉLAGS LESBLINDRA Hægt er að flýta fyrir greiningu á lesblindu með því að hafa augun opin. Guðmundur segir að þannig sé hægt að koma í veg fyrir gríðarlegt þekkingartap hjá einstakling- um sem fari annars gegnum skólakerfið án þess að hafa aðgang að þekkingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ F60060406 Á þessum degi réðst fjöldi hryðju- verkamanna inn í þorpið Deír Jassín í Palestínu og myrti íbúa þess. Fjöldamorðin voru framin af öfgahópum gyðinga í aðdraganda þess að Ísraelsríki var stofnað og stóðu yfir í þrjá daga. Bærinn Deír Jassín var byggður af arabískum fjölskyldum og er hann í nágrenni við Jerúsalem. Frá því í desember 1947 þegar Bretar yfirgáfu þessa fyrrum nýlendu sína höfðu gyðingar og arabar innan Palestínu barist hart. Engin raunveruleg stjórn var í landinu og því var enginn sem gat tekið í taumana á hópunum sem skiptust á að hefna fyrir árásir hins. Í lok mars hafði aröbunum tekist að sprengja veginn milli Tel Avív og vesturhverfa Jerúsalem og þannig tekist að hefja umsátur um sextán prósent gyðinga á svæðinu. Umsátrið um Jerúsalem tvíefldi gyðingana, sem lögðu í stóra hernaðaraðgerð til að losa Jerúsalem undan umsátri arabanna. Hernaðaraðgerðin fór úr böndunum í Deír Jassín og er talið að eitt til tvö hundruð óbreyttir borgarar, konur og börn til jafns við karla, hafi þar verið myrtir á hrottafenginn hátt. ÞETTA GERÐIST: 9. APRÍL 1948 Fjöldamorð í Deír Jassín Frá Palestínu Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað almenningi aðgang að svonefndri plöntu- vefsjá. Er það liður í lang- tímamarkmiði stofnunarinn- ar sem er að veita aðgang að gagnasöfnum og vera í fremstu röð í miðlun upplýs- inga um náttúru Íslands á netinu. Í plöntuvefsjánni er hægt að leita eftir íslensku eða lat- nesku plöntuheiti og örnefn- um, vefsjáin birtir útbreiðslu- kort yfir tegundir háplantna, mosa, fléttna, sveppa og þör- unga á Íslandi og sækir teg- undalista fyrir valin svæði. Í vefsjánni er einnig hægt að kalla fram staðreyndasíður fyrir allar tegundir háplantna og margar tegundir mosa, fléttna, sveppa og þörunga. Við opnun eru tiltækar um 1.000 staðreyndasíður um jafnmargar plöntutegundir en staðreyndasíða inniheldur lýsingu á tegundinni, ljós- myndir, flokkunarfræðilega röðun tegundar, upplýsingar um búsvæði og útbreiðslu ásamt fróðleik um skaðsemi og nytjar hennar. Plöntuvefsjáin á eftir að þróast á komandi árum og í næsta áfanga hennar er stefnt að því að veita aðgang að upp- lýsingum um gróðurlendi og gróðurvistgerðir á Íslandi. Þá er undirbúningur að fleiri vefsjám þegar hafinn og stefnir Náttúrufræðistofnun að því að opna næst Fugla- vefsjá og Smádýravefsjá. Plöntuvefsjá opnuð almenningi PLÖNTUVEFSJÁIN slóðin er ni.is/vefsja MERKISATBURÐIR 1667 Fyrsta opinbera listasýning- in opnuð í París. 1682 René-Robert Cavelier de La Salle slær franskri eign á Mississippi-dalinn og kallar hann Louisiane. 1940 Þýskalands ræðst inn í Noreg og Danmörku. 1967 Fyrsta Boeing 737 fer í jómfrúarflug sitt. 1981 Stutt Heklugos hefst en tæpt ár er þá liðið frá síðasta gosi. 1991 Georgía lýsir yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 2002 Jarðarför Elísabetar drottningarmóður fer fram frá Westminster Abbey í London. 2005 Karl Bretaprins giftist Kam- illu Parker Bowles. ANDREA DWORKIN (1946-2005) LÉST ÞENNAN DAG „Kventíska er fegrunarheiti yfir tísku sem sköpuð er af körlum fyrir konur.“ Femínistinn Andrea Dworkin barðist í ræðu og riti fyrir jafnrétti kynjanna. AFMÆLI Atli Ágústsson fyrrverandi deildarstjóri er 75 ára. Guðni Ágústs- son þingmaður og ráðherra er 57 ára. Sveinn Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins er 56 ára. Jens Andrésson formaður SFR er 54 ára. ANDLÁT Aðalgeir Olgeirsson, frá Húsavík, Háholti 1, Hafnarfirði, lést á Land- spítalanum Hringbraut fimmtu- daginn 6. apríl. Anna J. Jónsdóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Skipagötu 2, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. Elín Guðjónsdóttir, Lindartúni, lést á Kirkjuhvoli Hvolsvelli mið- vikudaginn 5. apríl. Guðríður R. Bjarnadótir Franzén, Gautaborg, lést mánudaginn 3. apríl. Magnúsína Guðrún Sveinsdóttir, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 7. apríl. Rut Gunnarsdóttir lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 5. apríl. Sigurður Demetz Franzson and- aðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 7. apríl. Unnur Pálsdóttir, Fróðastöðum, andaðist á Sjúkrahús Akraness miðvikudaginn 5. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.