Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 20
Berlusconi talaði á fjölsótt-um kosningafundi í Napolí en Prodi á álíka fjölmenn- um fundi á torgi í Róm. „Þið eruð hinn sanni her frels- isins,“ tjáði Berlusconi áheyrend- um sínum. „Við höfum rétt til að krefjast fimm ára til viðbótar til að byggja upp þá Ítalíu sem við höfum alltaf þráð,“ sagði hann. Berlusconi lýsti kosningunum sem vali á milli tveggja gildakerfa. „Veljum Ítalíu réttinda, umburðarlyndis, virðingar fyrir öllum, velsældar,“ sagði hann, og bætti við: „Umfram allt Ítalíu sem veit hvernig á að elska.“ Prodi var jarðbundnari í sinni ræðu. „Ég hvet ekki aðeins til þess að fara að kjósa, heldur ákalla ég þjóðina að fylkja sér saman á ný,“ sagði hann. „Við fáum því aðeins áorkað samein- uð.“ Prodi hefur á ferli sínum verið forsætisráðherra lands síns og forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Þúsundir stuðningsmanna miðju-vinstriflokkabandalagsins streymdu inn á Popolo-torgið á föstudagskvöldið. Sumir veifuðu regnbogalitum fánum, einkennis- litum bandalagsins, en sumir forsíðu nýjasta heftir breska vikuritsins The Economist, en á henni mynd af Berlusconi undir yfirskriftinni „Basta“ (nóg komið). „Þetta er einmitt það sem okkur finnst, við erum búin að fá okkur fullsödd af honum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Simone Frattari, konu á þrítugsaldri í hópi kosningafundargesta. Berlusconi hamraði á því að vinstrimenn væru staðráðnir í að hækka skatta til að viðhalda niður- greiðslu- og greiðakerfi ríkisins. Sagði hann vinstriflokkabandalagið standa fyrir „skatta, svartsýni, móðganir og blekkingar“. Prodi sagði Berlusconi hafa leyft sér að gefa kosningaloforð - svo sem um að afnema fasteignaskatta - vitandi að hann gæti aldrei staðið við þau. Leiðtogarnir tróðu upp á kosningafundunum með nánustu bandamenn sína sér við hlið. Með fundunum lauk harkalegri kosn- ingabaráttu, sem undir lokin varð æ ómálefnalegri. Samhljóm var svo til eingöngu að heyra í fyrir- heitum um að gera átak í að koma hjólum efnahagslífsins í gang, en í þessu fjórða stærsta hagkerfi Evrópusambandsins hefur ríkt mikil stöðnun í efnahagslífinu að undanförnu. Hagvöxtur var 0,0 prósent á síðasta ári. Berlusconi rak árásargjarna kosningabaráttu og fór í mikinn ham á endasprettinum til að reyna að vinna upp fylgisforskot sem keppinautar hægriflokkafylking- ar hans mældust með, en þar sem bannað er að birta niðurstöður skoðanakannana síðustu tvær vik- urnar fyrir kjördag hefur ekkkert nema veðbankalíkur gefið vís- bendingar um hvor fylking stæði betur á endasprettinum. Á fimmtudag sagði forsætis- ráðherrann að dómarar, aðrir embættismenn og iðnjöfrar væru að leggja á ráðin um að hrekja sig frá völdum. Hann varaði við því að kosningasigur andstæðinga sinna myndi setja frelsi Ítala í hættu, og sagði að alþjóðlegt kosn- ingaeftirlit þyrfi til að hindra kosningasvik samsærismanna á vinstri vængnum. Á síðasta degi kosningabarátt- unnar á föstudag var Berlusconi mjúkmálli. Hvatti hann sérstak- lega óákveðna og kaþólska kjós- endur til að kjósa. Prodi lagði líka áherslu á að óákveðnir neyttu atkvæðisréttar síns. Hann sagði kosningabaráttuna hafa verið „bitra, harða og ósanngjarna“ en sagðist bera traust til kjósenda. 47 milljónir manna eru á kjör- skrá, að viðbættum 2,6 milljónum Ítala sem búsettir eru erlendis. Þeir hafa nú í fyrsta sinn kosn- ingarétt í þingkosningum í heima- landinu. Um miðjan dag á föstudag höfðu um 42 prósent þessa hóps greitt atkvæði, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytis- ins í Róm. Kjörstaðir opnuðu í gærmorg- un en þeim verður ekki lokað fyrr en í kvöld, mánudagskvöld. Úrslit verða því ekki ljós fyrr en þá. Vegna nýs kosningakerfis sem í fyrsta sinn er kosið eftir nú kunna þau jafnvel ekki að liggja fyrir fyrr en í nótt, sérstaklega ef mjög mjótt verður á mununum. audunn@frettabladid.is 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR20 Berlusconi varð greinilega árásargjarnari og enn kjarn-yrtari en hann á annars að sér, eftir því sem nær dró kjör- degi,“ segir Barruchello. Hann segir Berlusconi mikinn „bardaga- mann“ sem komi boðskap sínum mjög skorinort á framfæri, og þessa eiginleika segir hann skýra að hluta velgengni Berlusconis sem stjórnmálamanns. Þar sem Romano Prodi, forsætisráðherraefni vinstri- og miðjuflokkabandalagsins sem keppir við hægribandalag Berlusconis, er hæglátari maður hafa stjórnendur kosningabaráttu vinstriflokkanna „reynt að reka kosningabaráttunna með aðaláhersluna á stefnumiðin sem þeir vilja að kjósendur kjósi þá út á,“ segir Barruchello. Öskrað á víxl En Berlusconi var strax áður en kosningabaráttan hófst formlega byrjaður að hafa hátt, „öskra“ eins og Barruchello kemst að orði, í því augnamiði að gera baráttuna að „sínum slag“. Eftir því sem nær dró kjördegi fór þetta að breytast - ef til vill vegna þess að Berlusconi var bókstaflega alls staðar í fjölmiðlum. Vinstriflokkarnir komust því að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu að „öskra“ líka til að ná eyrum kjósenda. „Þetta leiddi til þess að Berlusconi tókst að láta kosningabaráttuna snúast um sína persónu, hvort kjósendur væru með eða á móti sér. Með þessu varð Prodi að eins konar aukapersónu, ekki jafnræði með honum og forsætisráðherranum,“ segir Barruchello. Í fyrri kosningum, þar sem vistriflokkarnir háðu baráttuna á þessum forsendum, þ.e. gegn Berlusconi, töpuðu þeir. „Þetta fór svona í síðustu kosningum, þegar Francesco Rutelli tapaði. Það er því viss ástæða til að ætla að á þessum síðustu dögum kosningabaráttunnar, þegar aukinn hiti var hlaupinn í hana og Berlusconi í sóknarham, er ekki útilokað að hægriflokkabandalagi Berlusconis hafi tekist að auka fylgi sitt,“ segir Barruchello. Skapbræði Hins vegar hafi skapbræði Berlusconis orðið til þess að hann lét út úr sér svo hvatvíslegar yfirlýsingar á lokasprettinum, að þær kunna að hafa aftur spillt fyrir honum. Til dæmis lýsti hann því yfir í vikunni að hann tryði því ekki að kjósendur væru svo miklir „fávitar“ að „kjósa gegn eigin hagsmunum“ með því að styðja vinstriflokkabandalagið. Hann rauk líka út í fússi úr einum spjall- þættinum þar sem honum líkaði ekki spurningar spyrilsins. Í lok vikunnar gerðist hann enn hvassyrtari svo að ýmsum þótti jaðra við ofsóknarbrjálæði; þannig talaði hann til dæmis um að þörf væri á alþjóðlegu kosningaeftirliti til að hindra kosningasvik „vinstrisamsæris- manna“. Þar sem ekki er heimilt að birta niðurstöður skoðana- kannana síðustu tvær vikurnar fyrir kjördag var hins vegar erfitt að meta viðbrögð kjósenda við þessum látum í forsætis- ráðherranum. Barruchello minnir á að ekki megi gleyma því að Berlusconi er auðugasti maður Ítalíu og ræður ekki aðeins yfir þremur einkasjón- varpstöðvum, heldur einnig yfir þremur ríkissjónvarpstöðvum Ítalíu. Í höndum hans fara því saman mikil völd, bæði yfir stofn- unum ríkisins og fjölmiðlum, sem stjórnarandstaðan á bágt með að skáka. Það eina sem stuðlar að því að tryggja jafnræði með stjórn- málafylkingum í kosningabarátt- unni eru lög sem skylda bæði rík- issjónvarpsstöðvar og einkastöðvar sem sjónvarpa um allt landið til að úthluta fylkingunum jöfnum útsendingartíma síðustu 40 dag- ana fyrir kosningar. Einu fjölmiðlarnir sem beinlínis styðja stjórnarandstöðuflokkana eru þrjú dagblöð - La Repubblica, Corriere della sera og L‘Unita, sem á árum áður var málgagn kommúnista- flokksins. Til Túnis eftir tap? Spurður hvað Berlusconi hygðist gera ef hann tapaði kosningunum að þessu sinni svarar Barruchello að hann hafi sagzt myndu leiða stjórnarandstöðuna. „Nema þá hann flytji til Túnis eins og Craxi,“ segir Barruchello og vísar þar með til örlaga Bettinos Craxi, sem fór í útlegð suður fyrir Miðjarðarhafið eftir að réttað var yfir honum vegna spillingarinnar sem viðgekkst á stjórnarárum Kristilega demókrata- flokksins sem Craxi fór lengi fyrir. Berlusconi hefur í krafti þess að halda um stjórnartaumana í Róm getað bægt frá dómsmálum sem rekin hafa verið gegn honum vegna meintra bókhaldssvika og fleiri mála sem tengjast viðskipta- umsvifum hans. Nú eru saksóknarar í Mílanó með í undirbúningi málsókn á hendur honum og breskum lögfræðingi, sem var eiginmaður menningarmálaráðherrans í brezku ríkisstjórninni, vegna gruns um mútur í tengslum við annað eldra dómsmál sem höfðað var gegn Berlusconi. audunn@frettabladid.is Baráttan snerist upp í Berlusconi-slag GIORGIO BARRUCHELLO Lektor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Hörð kosningabarátta á enda á Ítalíu Silvio Berlusconi kallaði stuðningsmenn sína „her frelsisins“ er hann bað þá á lokafundi kosningabaráttunnar á föstudag um að veita sér umboð til að halda um stjórnartaumana á Ítalíu í fimm ár í viðbót. Romano Prodi, forsætisráðherraefni vinstriflokkabandalagsins, kallaði í sinni lokaræðu eftir einingu þjóðarinnar í kjölfar harðvítugrar kosningabaráttu sem skipti kjósendum í tvær fylkingar. FORSÆTISRÁÐHERRA Í HAM Silvio Berlusconi ávarpar stuðnings- menn í Napolí á föstudag. KALLAR EFTIR EININGU Áskorandinn Romano Prodi hylltur á lokafundi kosningabaráttu vinstriflokkabandalagsins í Róm. © GRAPHIC NEWS Stefnumið fylkinganna í ítölsku kosningabaráttunni EFNAHAGSMÁL: Frekari einkavæðing ríkiseigna. Að skera vinnuveitendaskatt um 3% á þremur árum. Átak gegn skattsvikum. Að afnema óvinsælan fasteigna- skatt á fyrstu eignaríbúð. Silvio Berlusconi Romano Prodi Skera tekjuskatt um 5% á fyrsta ári. Setja aftur á erfðaskatt fyrir þá ríkustu - Berlusconi lét afnema hann árið 2001. ATVINNU- OG LÍFEYRISMÁL: Lágmarkslífeyrir úr 550 evrum í 800 á mánuði. Ókeypis sjónvarpsáskrift og strætó fyrir ellilífeyrisþega. 1,5 millj. ný störf á næstu 5 árum. Draga úr hvötum fyrirtækja til að skammtímaráða fólk. Hætta við áform um að hækka eftirlaunaaldur úr 57 árum í 60. 2.500 evrur á ári í barnabætur fyrir börn undir 3ja ára. DÓMSMÁL: Fjölga lögreglu um 10.000 Herða lög um hagsmunaárekstra. BYGGÐA- OG SAMGÖNGUMÁL: Halda áfram smíði brúar yfir Messina-sund til Sikileyjar. Stofna byggðaþróunarbanka fyrir fátæk héruð á Suður-Ítalíu. Nýja hvata til að laða að fjár- festingu á S-Ítalíu. Styðja umdeilda hraðlestar- lagningu við rætur Alpanna. Myndir: Associated Press Átak gegn skattsvikum. Nýtt lánakerfi til kaupa á fyrstu eignaríbúð. Hætta við Sikileyjarbrúna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Giorgio Barruchello, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, fylgist vel með stjórnmálaþróuninni í heimalandi sínu. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann aukna hörku hafa færzt í kosningabaráttuna á lokasprettinum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra orðið að þeirri ósk sinni að hún færi að mestu að snúast um hans persónu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.