Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 22
Heilbrigðisráðherra situr báðum megin við borð-ið. Hann er í þeirri óheppilegu stöðu að vera samtímis í hagsmunagæslu sem rekstraraðili fyrir ríkisrekst- urinn og sem kaupandi í heilbrigð- isþjónustunni þannig að hann á ekki eðlilegt val um hagkvæmustu leiðirnar. Þetta er viðurkennt í nefndarálitinu, að mati Sigur- björns Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, og það telur hann mestu máli skipta. Sigurbjörn segir að nefndin leggi áherslu á að í kerfinu sé val um leiðir sem miðist að því að finna hagkvæmustu leiðina, fyrst og fremst út frá faglegum sjónar- hóli en líka fjárhagslegum, og að það sé jafnræði milli einkarek- innar heilbrigðisþjónustu og ríkisrekinnar heilbrigðisþjón- ustu. „Nefndin leggur einnig áherslu á að það sé jafnræði milli sjúklinga og þeim sé ekki fjárhags lega mismunað eftir því hvar þeir þiggja þjónustuna. Þetta kallar á endurskoðun á sjúkra- tryggingum landsmanna og rekstri opinberrar heilbrigðisþjónustu,“ segir hann. Nýta einkafjármagn? Nefndin leggur til að fram fari umræða um hvort hægt sé að nýta einkafjármagn til að finna eða auka afköst í heilbrigðiskerfinu án þess að það komi niður á þeim sjúkratryggðu en sú tillaga hefur hlotið mesta athygli í umræðunni síðustu vikur. Það er ljóst að nefnd- armönnum þykir sú umræða ekki endurspegla tillögurnar eða vinnu nefndarinnar og telja hana jafnvel á misskilningi byggða. Sigurbjörn segir að umræðan sé rétt að byrja og hafi fram að þessu mest farið fram í klisjum. „Ef fólk hefur áhuga á að drepa þessa umræðu verður það að leggja eitthvað málefnalegt til málanna. Menn geta ekki vikist undan því að taka þátt í þessari umræðu á málefnalegum grund- velli,“ segir hann. Nefndarmenn eru ekki alltaf sammála um það hvaða leiðir eigi að fara til að ná settum markmið- um. Sigurbjörn segir það skoðun sína að skipta upp hlutverkum í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu en ekki sé mælt fyrir um hvernig eigi að gera þetta. Margar aðrar leiðir séu færar. Þannig sé til dæmis hægt að færa sjúkra- tryggingarnar yfir í annað ráðuneytið, til dæmis félags- málaráðuneytið eða jafnvel fjármálaráðuneytið. Einnig sé hægt að flytja mann- afla úr heilbrigðisráðu- neytinu, Trygg- ingastofnun ríkisins og LSH og mynda innkaupastofn- un heil- brigðisþjónustu. Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir hafi sett fram þá hugmynd og hún sé allrar athygli verð. Ráðuneytið styrkt í stefnumótun Elsa B. Friðfinnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er þeirrar skoðunar að brýnast sé að setja á fót þverfaglega nefnd, eða deild í heilbrigðisráðuneytinu, sem skoði mögulega þjónustu, forgangsraði, meti þjónustuna og hvað eigi að greiða úr almannatryggingum og verði ráðherra til ráðgjafar um stefnumörkun. „Það er mjög brýnt að ráðu- neytið verði sterkara í stefnumót- un í heilbrigðismálum. Ráðgefandi nefnd styrkir ráðuneytið og ráð- herra getur þá undirbyggt betur allar tillögur og ákvarðanir. Hefð- bundnir heilbrigðisstarfsmenn myndu skipa nefndina og svo til dæmis siðfræðingar, heilsuhag- fræðingar og jafnvel lögfræðing- ar. Þetta væri hópur sem skoðar málin frá ólíkum sjónarhólum og verður að koma sér saman um til- lögur þannig að ég hef ekki trú á öðru en að svona hópur yrði til mikils gagns,“ segir hún. Elsa kveðst upprunalega hafa séð ráðgjafarnefndina fyrir sér sem deild innan ráðuneytisins, til dæmis sem styrkingu á hagskrif- stofunni því að ráðuneytið sé veru- lega undirmannað þar miðað við verkefni og stærð málaflokksins. Fjármögnun heilbrigðiskerfis- ins var að sjálfsögðu tekið fyrir í starfi nefndarinnar vegna þess hve útgjöld hafa vaxið og munu vaxa um leið og þarf- irnar aukast. Bæði Sigur- björn og Elsa segjast vera þeirrar skoðun- ar að heilbrigðis- þjónustan sé grunn- þjónusta þjóðarinnar og hana eigi fyrst og fremst að fjármagna gegnum skattkerf- ið. „Það yrði hlutverk þessarar nefndar að skilgreina hvaða hlutar heilbrigðisþjónustunnar teljast til almannahagsmunahagsmuna og þá um leið hvað yrði greitt úr okkar sameiginlega sjóði og hvað ekki. Það þarf að taka afstöðu til hvað telst til þjónustu sem eðlilegt er að hver og einn getur valið um og greiðir þá að miklu eða öllu leyti. Greiðsluþátttaka sjúklinga fer líka eftir hvar þjónustan fer fram. Þetta þarf að skoða mjög vel,“ segir Elsa. Menntunarþátturinn sýnilegri Stefáni B. Sigurðssyni, forseta Læknadeildar Háskóla Íslands, er menntahlutverk Landspítala- Háskólasjúkrahúss, LSP, og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, FSA, hugleikið. Stefán bendir á að LSH sé samtímis stór heilbrigðis- stofnun og menntastofnun. „Þó að heilbrigðisstarfsmenn séu að langmestu leyti menntaðir á LSH hefur alltaf verið litið á LSH sem spítala, háskólaskilgreining- una hefur vantað. Í Jónínunefnd- R V 62 05 Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Lotus enMotion snertifrír skammtari 3.982 kr. Á tilb oði í aprí l 200 6 Skam mtar ar og tilhe yrand i áfylli ngar frá L otus Profe ssion al Lotus miðaþurrku skápur Marathon RVS 4.778 kr. Lotus miðaþurrku skápur Marathon 1.591 kr. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír. Lotus Professional Heildarlausn fyrir snyrtinguna FSA YRÐI KENNSLUSJÚKRAHÚS Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður kennslusjúkrahús nái tillögur Jónínunefndarinnar fram að ganga. Hér má sjá Friðrik Yngvason, lækni á lyflækningadeild FSA. FRÉTTABLAÐIÐ/KK 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR22 Umræða um heil- brigðismál er brýn MANNAUÐUR NÝTTUR OG ÖFLUGU SAMSTARFI KOMIÐ Á Verið er að formgera LSH sem háskólasjúkrahús og hefur sú vinna staðið síðustu árin. Jónínunefndin markar þá stefnu að Háskóli Íslands nýti sér jafnframt þann mannauð sem er utan sjúkrahússins. Þannig verði öflugt samstarf í gegnum spítalann sem háskólasjúkrahús. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STEFÁN B. SIGURÐSSON „Á sá forríki rétt á sömu fríu þjónustunni og sá fátæki?“ spyr Stefán B. Sigurðsson, forseti Læknadeildarinnar. „Eða eigum við að opna kerfið þannig að þeir sem hafi efni á því séu látnir borga?“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR „Ráðgefandi nefnd styrkir ráðuneytið, ráðherra getur þá und- ir byggt betur allar tillögur og ákvarðanir,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún sá hugmyndina fyrst fyrir sér sem deild innan ráðuneytisins en auðvitað getur líka verið um ráðgefandi nefnd að ræða. FRAMLAG RÍKIS TIL LSH 1999-2006 Framlög ríkisins hafa vaxið úr 17,7 milljörðum í 27,9 milljarða á tímabilinu. (Fjáraukalög fyrir árið 2006 eru ekki inni í línuritinu). 1999 17.7 18.8 20.8 24.1 25.6 Heilbrigðiskerfið þenst út og krefst stöðugt meira fjármagns. Með bættum efnahag og vaxandi velferð geta Íslendingar valið sér stöðugt meiri og flóknari heilbrigðisþjónustu og sumt sem alls ekki er lífsnauðsynlegt. Allar líkur eru á því að miklar umræður verði um heilbrigðiskerfið á næstu misserum og árum því að uppstokkun er óhjákvæmilega framundan af ýmsum ástæðum. Guðrún Helga Sigurðardóttir skoðaði málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.