Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 8

Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 8
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR Vinnur þú við stjórnun, fræðslu, kennslu eða þjálfun? Ert þú í leiðtogahlutverki á þínum vinnustað? Langar þig að koma á námstefnu sem skilar árangri? Ef þú svarar þessum spurningum játandi þá er námsstefnan með Margaret Parkin eitthvað fyrir þig. Kíktu á vefinn okkar, www.lectura.is og fáðu meiri upplýsingar. Takmarkað sætaframboð Bókaðu þig því strax í dag Skráning: Með tölvupósti á lectura@lectura.is og í síma 824 0104 Við skráningu komi fram nafn þátttakanda og nafn, heimilisfang og kennitala greiðanda. Miðaverð fram til 18. apríl kr. 28.500 Eftir 18. apríl kr. 32.000 – Tryggðu þér því sæti strax ! Námstefna með Margaret Parkin "Change through storytelling" Kynnir: Sigþrúður Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar 28. apríl 2006 kl. 13:30 - 16:30 Nordica Hótel NEPAL, AP Meira en 25 þúsund manns mótmæltu á götum Bharat- pur í Nepal í gær. Nepalska lögregl- an tók harkalega á mótmælendum og særðust að minnsta kosti þrír þegar lögreglan skaut byssukúlum inn í mannþröngina. Hundruð hafa var handtekin í mótmælunum sem stjórnarandstaðan boðaði til í því skyni að neyða konung landsins til að endurvekja lýðræði í landinu. Fjöldi reiðra nemenda og félaga í stjórnarandstöðuflokkum hafa und- anfarna daga flykkst út á götur Kat- mandú og til óeirða kom þegar þeir kveiktu í pósthúsi og grýttu lög- reglu í fyrradag. Lögreglan elti upp- reisnarmennina uppi, barði þá með stöfum og beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum, en ríkisstjórnin hafði skipað hermönnum og lög- reglu að gera hvað sem nauðsynlegt teldist til að hindra mótmælin. Gyanendra konungur hefur bannað alla mótmælafundi þar í landi. Konungurinn tók allt vald stjórnarinnar í sínar hendur í fyrra, og hefur óánægja landsmanna með hann farið sívaxandi æ síðan. Ræðu hans var útvarpað og sjónvarpað í gær og hvatti hann landsmenn til að sýna stillingu. Alþjóðasamfélagið hefur brugð- ist harkalega við atburðunum í Nepal og kallað eftir lausn þeirra sem handteknir voru fyrir pólitískar skoðanir sínar. Jafnframt fordæmdi Evrópusambandið bannið við mót- mælum. - smk Nepalar leggja niður störf til að mótmæla konungi: Um 25 þúsund mótmæla í Nepal ÓEIRÐALÖGREGLA Lögreglumenn handtóku hundruð manns í Katmandú í Nepal í fyrra- dag, á öðrum degi verkfalls sem haldið er í mótmælaskyni við konunginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Minnst 79 fórust og yfir 160 slösuðust þegar þrír menn íklæddir kvenmannsfötum og girtir sprengjubeltum sprengdu sig í loft upp í og við sjíamoskuna Buratha í norðurhluta Bagdad í Írak í fyrradag, samkvæmt upplýsingum íröksku lögregl- unnar. Árásin var gerð um það leyti er sjíamúslimar voru að ljúka föstudagsbænum. Þetta var önnur mannskæða árásin á sjíamúslima á tveimur dögum. Átök milli sjíamúslima og súnní araba hafa farið stigvaxandi í landinu undanfarið og telja margir að Írak rambi á barmi borgarastyrjaldar. - smk Óeirðirnar í Írak: Spengjur bana tugum manna MANNSKÆÐ SPRENGJA Íraskir lögreglu- menn og hermenn við Buratha-moskuna í Bagdad í gær, þar sem sprengjumenn urðu tugum manna að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDÓNESÍA, AP Indónesíubúar voru fljótir að kaupa fyrsta eintak Playboy sem birtist í hillum sölu- búða Indónesíu í fyrradag, en Indónesía er fyrsta land múslima sem leyfir sölu á tímaritinu umdeilda. Trúarleiðtogar og tveir ráðherrar hafa kallað eftir banni á tímaritið, en hingað til án árangurs. Þó lýstu sumir kaupendur því yfir að þeir myndu aldrei eyða fé í það aftur, því þeim þótti innihaldinu um of stillt í hóf, ólíkt evrópskum og bandarískum klámblöðum. Playboy er gefið út í tuttugu löndum og er innihaldinu ritstýrt eftir kröfum hvers lands. Indónes- íska útgáfan inniheldur myndir af fáklæddum konum, en þær eru minna klámfengnar en í banda- rísku útgáfunni fyrir fimmtíu árum. - smk Trúarleiðtogar og ráðherrar vilja banna tímarit: Playboy selt í Indónesíu PLAYBOY Í INDÓNESÍU Indónesískir blaða- salar hófu sölu á Playboy í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.