Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 16
27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Borgarbílastöðin hefur í
næstum 55 ára sögu sinni
haft höfuðstöðvar í Hafnar-
stræti 21. Vegna breytinga
á skipulagi miðbæjarins
verður húsið flutt og er
stöðin því komin annað.
„Það er slæm tilfinning að flytja
úr Hafnarstrætinu þar sem við
höfum verið síðan um áramótin
1951-2 þegar stöðin var stofnuð.
Þetta er fúlt,“ segir Júlíus Einars-
son, bílstjóri númer eitt á Borgar-
bílastöðinni, og bætir við að stöðin
hafi verið rekin á sömu kennitölu í
öll þessi ár. Sjálfur hefur Júlíus
ekið síðan 1959 eða í 47 ár. Fræg
persóna Spaugstofunnar sem ekið
hefur í 25 ár er því sem nýgræðing-
ur við hlið Júlíusar.
„Við erum ekki lengur í hjarta
bæjarins en þar var afskaplega
gott að vera. Bæði vegna ferða-
mannanna á sumrin og eins vegna
aldraðra og öryrkja. Við erum nú
eina stöðin sem veitir þeim 15 pró-
senta afslátt og svo var gott fyrir
gamla fólkið sem missti kanski af
strætó að geta labbað yfir götuna
til okkar,“ segir Júlíus og gætir
söknuðar í röddu hans. Stöðin hefur
reynt að fá staur eða stæði í mið-
borginni en það er í athugun hjá
borgaryfirvöldum og gengur sú
athugun heldur of hægt fyrir
smekk Júlíusar.
Nýjar höfuðstöðvar Borgarbíla-
stöðvarinnar eru á Nýlendugötu 26.
„Við höfum komið okkur fyrir á
nýja staðnum, þetta er lítið en svos-
em ekkert ósnyrtilegt. En helsti
gallinn er náttúrulega sá að við
erum ekki lengur í alfaraleið.“
Borgarbílastöðin leigir húsnæðið
af Reykjavíkurborg en hugsar það
aðeins til bráðabirgða. „Þetta er
skammtímalausn, við ætlum að
reyna að finna eitthvað betra.“
Um tuttugu bílstjórar eru á
Borgarbílastöðinni og minna fer
fyrir henni en öðrum leigubílastöð-
um borgarinnar. „Við höfum viljað
halda þessu litlu og berast ekki á,“
segir Júlíus og nefnir sem dæmi að
stöðin auglýsi aldrei. Þannig hefur
símanúmer hennar (552 2440)
aldrei verið sungið þó þjált sé í
munni en aðrar leigubílastöðvar
réðust í eftirminnilegar auglýs-
ingaherferðir fyrir rúmum áratug
og voru númer þeirra ýmist sungin
eða röppuð. ■
Líftryggingin
er vonandi í lagi
„Við erum ekki hræddir við
að selja okkar eignir. Það
getur verið gott að fara út úr
félögum en það er erfitt og
getur verið stórhættulegt.“
HANNES SMÁRASON FORSTJÓRI FL
GROUP. MORGUNBLAÐIÐ
Klókustu stjórnmála-
menn í heimi
„Getur þessi hagnýti miðju-
punktur, sem tilvist flokksins
hangir á, verið skýringin á
því að þessi litli flokkur hef-
ur verið ráðandi afl á Íslandi
í næstum heila öld?“
ÍVAR R. JÓNSSON UM AFSTÖÐU-
LEYSI FRAMSÓKNARFLOKKSINS.
FRÉTTABLAÐIÐ.
Íslenska landsliðið í uppvaski hafn-
aði í fjórða sæti á Norðurlandamót-
inu sem fram fór í Svíþjóð á þriðju-
dag. Þetta var í fyrsta sinn sem
Ísland tekur þátt í Norðurlandamót-
inu.
Forsvarsmaður íslenska lands-
liðsins, Þuríður Helga Guðbrands-
dóttir, gerði athugasemdir við störf
dómnefndar en hún taldi íslenska
liðið hafa staðið sig betur en það
danska sem hafnaði í þriðja sæti.
„Vinnubrögð Dananna voru léleg
þannig að við erum brjáluð,“ sagði
Þuríður Helga, reyndar hlæjandi,
eftir mótið. Danirnir unnu sín verk
hratt en illa og virðist það hafa
komið þeim til góða því refsingin
við óhreinu leirtaui er léttvæg. „Ég
gerði athugasemdir en svona eru
víst reglurnar.“
Finnar báru sigur úr býtum,
Svíar höfnuðu í öðru sæti og Danir í
því þriðja. Norska liðið varð svo í
fimmta sæti.
„Krakkarnir stóðu sig frábær-
lega og keppnin var rosalega
skemmtileg. Nú vitum við hvað
þarf til að vinna,“ sagði Þuríður
Helga og stefnir að betri árangri á
næsta ári.
Íslenska landsliðið skipa Erna
Aðalheiður Karlsdóttir, nýkrýndur
Íslandsmeistari, starfsmaður Nor-
dica hótels, Da Cadapon og
Songmvang Wong Wan sem vinna á
Landspítalanum, Brynhildur Magn-
úsdóttir sem vinnur á Hrafnistu og
Hugrún Ólafsdóttir hjá Alcan. -bþs
Fjórða sæti í uppvaskinu
„Menn keyra alltof hratt um götur
borgarinnar,“ segir Stefán Konráðsson
sendill sem þeytist um höfuðborgar-
svæðið þvert og endilangt á hjólinu
sínu. Hann á tuttugu ár að baki í
umferðinni og segir hraðan hafa aukist
með árunum. Og ekki síður umferð-
arþungan. „Umferðin er of þung, það
eru allt of margir bílar á götunum.“
Hraðakstur var til umfjöllunar í Frétta-
blaðinu í gær en brögð eru að því að
ökumenn aflmikilla bíla reyni með
sér á götunum að næturlagi. Spyrni,
eins og það er kallað. Stefán verður
ekki vitni að því enda sefur hann á
nóttunni.
Stefán sendist fyrir nokkra, til dæmis,
Styrktarfélag vangefinna og Sjónar-
hól og þarf að fara víða með bréf og
böggla. Hann segir ökumenn almennt
sýna sér tillitsemi. „Annars er ég orð-
inn svo vanur þessu eftir öll þessi ár.“
Stefán hefur einu sinni verið nærri því
að lenda í umferðaróhappi en betur
fór en á horfðist í það sinnið.
SJÓNARHÓLL
UMFERÐIN Í BORGINNI
Of þung
og of hröð
STEFÁN KONRÁÐSSON sendill
NÝJA HÚSIÐ Skrifstofan á Nýlendugötu er aðeins hugsuð til bráðabirgða. Sigríður Svavars-
dóttir símamær stendur á milli Júlíusar og Birgis.
Fúlt að þurfa að flytja
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5000
Ekkert blað?
- mest lesið
HÖFUÐSTÖÐVAR Í 47 ÁR Júlíus Einarsson á Borgarbíla-
stöðinni, sem þekkir borgina eins og lófan á sér eftir
47 ár undir stýri, segir slæma tilfinningu fylgja því að
flytja úr Hafnarstrætinu. Júlíus er til hægri á myndinni
en við hlið hans stendur Birgir Eyþórsson bílstjóri.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍSLANDSMEISTARINN Í UPPVASKI Eva Aðal-
heiður Karlsdóttir stóð sig vel eins og aðrir
liðsmenn íslenska liðsins en það dugði
ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
„Ég er á námskeiði fyrir innflytjendur í Tyrklandi.
Ég er búinn að vera að læra tyrknesku, félags-
færni og samfélagsfræðslu til að búa mig undir
að setjast að hérna. Ég er búinn að leggja inn
umsókn um dvalarleyfi og hef farið í skriflegt próf
í tyrknesku. Ég fæ niðurstöðurnar í dag og svar
frá yfirvöldum um það hvort ég geti fengið dval-
arleyfi. Þetta er það helsta sem er að frétta,“ segir
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.
„Ég er vongóður því að kennarinn hrósaði
mér fyrir þátttöku í tímum og sagði að ég hefði
staðið mig vel. Mér er líka sagt að ég hafi komið
vel fyrir í viðtalinu hjá Útlendingaeftirlitinu því að
þar sagðist ég hafa hugmyndir um hvernig mætti
bæta enn frekar ferðamennsku í Tyrklandi og
koma með nýsköpun þannig að ég vona og held
að ég hafi komið vel fyrir.“
- Hvað finnst þér eftirtektarverðast?
„Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Það kom
mér á óvart hvað það er hægt að læra mikið í
tyrknesku á stuttum tíma. Ég er búinn að læra að
telja, kannski ekki alveg upp í milljón en næstum
því, og svo er ég búinn að læra stafrófið. Ég kann
kannski 50-100 orð og er ánægður með það,“
segir Einar og telur að orðaforðinn dugi til að
fylla út eyðublöð, til dæmis umsókn um dvalar-
leyfi. „Ég get skilið eyðublaðið og
svarað því á tyrknesku. Svo get
ég líka pantað einfalda hluti í
búðum, á veitingastöðum og
þess háttar.“
Námskeiðið í Tyrklandi er til-
raunaverkefni þar sem sérfræð-
ingar í málefnum innflytjenda
frá átta Evrópulöndum kynnast
því að vera innflytjendur í
Tyrklandi. Einar segir að
upptökurnar verði notaðar í
heimildarmynd. „Þetta er hugsað sem kennslu-
tæki fyrir aðra sérfræðinga í Evrópu í málefnum
innflytjenda. Við erum að sýna fram á að við
komum auga á ýmislegt sem vantar hér sem
hægt er að heimfæra upp á aðstæður í öðrum
löndum. Heimildarmyndin verður kennslumynd-
band í endurmenntun fyrir sérfræðinga og svo
á hún líka að vera tæki til að hafa áhrif á stefnu
stjórnvalda í hverju landi þegar búið er að snúa
hlutverkunum svona við.“
Einar segir að sér lítist vel á samfélagið, það
komi sér á óvart hvað fólkið sé opið og
vinalegt. „Ég held að maður hafi ekki alveg
rétta hugynd af landi og þjóð í gegnum
fréttaflutning. Þó að það sé kannski víða
pottur brotinn hérna þá virðist
ástandið samt almennt vera fínt,
að minnsta kosti frá mínum bæj-
ardyrum séð.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EINAR SKÚLASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSS:
Að læra að vera innflytjandi í Tyrklandi