Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 88
52 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
SMS LEIKUR
9. HVER VINNUR!
Vinningar verða afhendir hjá BT Sm
áralind. Kóp
avogi. M
eð þ
ví að taka þ
átt ertu kom
inn í SM
S klúb
b. 99 kr/skeytið.
FRUMSÝND 28. APRÍL
MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SENDU SMS SKEYTIÐ JA HOF Á
NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO
• DVD
MYNDIR • TÖLVULEIKIR • VARNINGUR
TENGDUR
MYNDINNI OG MARGT FLEIRA
Handknattleikskappinn skrautlegi með
stóra hjartað, Logi Geirsson, heldur
áfram að slá í gegn í Þýskalandi en Logi
hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega
framgöngu innan vallar sem utan í
vetur. Síðari úrslitaleikur félags Loga og
Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Lemgo, og
Göppingen, sem Jaliesky Garcia Padron
leikur með, í EHF-keppninni fer fram
á sunnudag en Lemgo stendur vel að
vígi eftir nauman sigur á útivelli í fyrri
leiknum.
WDR-sjónvarpsstöðin mun sýna leikinn
beint en fyrir leikinn og í hálfleik mun
stöðin sýna stutta heimildarmynd um
Loga, en stöðin lét mynda Loga í fyrri
leiknum og kom svo í heimsókn til hans
á þriðjudag.
„Þau voru hérna alla daginn að taka
upp efni og þetta var frekar skrautlegt,“
sagði Logi kátur og jákvæður sem fyrr.
„Þau tóku viðtöl við mömmu og
pabba sem eru hjá mér og svo brá
ég á leik og spilaði á gítarinn fyrir
sjónvarpssfólkið. Ég var ekki að spila
nein Bubbalög heldur spilaði mín
eigin frumsömdu lög á kassagítarinn.
Ég var reyndar ekki beint
að brillera á gítarnum
en það skipti engu
máli. Ég hló bara að
þessu og hafði gaman af þó
að spilamennskan væri ekki
upp á marga fiska. Annars hafa
Þjóðverjar lítið vit á
tónlist, en ef maður
mætir í partí
með gítarinn og
kann tvö grip þá halda allir að maður sé
snillingur,“ sagði Logi léttur og hló dátt.
Faðir Loga, Geir Hallsteinsson, er
einn fræknasti handboltakappi
Íslandssögunnar og hann gerði
garðinn frægan í Þýskalandi á
undan syninum og sagði Logi
að þýskir fjölmiðlar hefðu
einnig sýnt honum
nokkurn áhuga en
Geir hitti gamla
félaga sína á
fyrri leik Lemgo
og Göppingen.
Foreldrar Loga verða
einnig á síðari leiknum á
sunnudag þar sem þau vonast
til þess að sjá son sinn verða
krýndan Evrópumeistara.
LOGI GEIRSSON: ÞÝSKA SJÓNVARPSSTÖÐIN WDR GERIR HEIMILDARMYND UM HANDBOLTAKAPPANN
Spilaði frumsamin lög á gítarinn
ÍÞRÓTTIR Það er ófriður í Breiðholt-
inu. Hólmgeir Einarsson hjá hand-
knattleiksdeild ÍR reið á vaðið og
kvartaði yfir framkomu aðal-
stjórnar en honum líkaði það illa
að aðalstjórnin ætlaði að nota pen-
inga sem fást fyrir Hengilssvæðið
í að þrífa upp óreiðuna hjá deild-
unum sem voru með versta rekst-
urinn á meðan þeir sem hafa sýnt
ábyrgan rekstur báru ekkert úr
býtum.
Forkólfar skíðadeildarinnar
eru einnig ósáttir við að skussar
félagsins, eins og Hólmgeir kall-
aði þá, séu verðlaunaðir en það
sem þeim líkar enn verr er að
aðalstjórnin skuli hafa tekið ein-
hliða ákvörðun um hvernig fénu
skuli ráðstafað en skíðadeildin
telur peningana tilheyra skíða-
deildinni en ekki aðalstjórninni.
„Skíðadeild hefur haft þetta
land til umráða í áratugi og deildin
hefur líka greitt öll gjöld af land-
inu,“ sagði Auðunn Kristinsson,
formaður skíðadeildar ÍR. „Fyrir
tveim árum kom það upp að Orku-
veitan vildi virkja á svæðinu og
óskaði fyrst eftir að komast í efn-
isnám. Úr varð að aðalstjórn gerði
samning um efnisnámið sem er
eðlilegt þar sem aðalstjórn fer
með allar eignir deilda. Við ætluð-
umst til að fá þessa peninga og
þegar fyrsta greiðslan kom áttuð-
um við okkur á því að aðalstjórnin
ætlaði að gera eitthvað allt annað
en að eftirláta okkur peningana
sem við töldum eðlilegt. Svo þegar
Orkuveitan vill kaupa eða leigja
svæðið töldum við að skíðadeildin
ætti að fá arðinn af landinu en þar
stendur hnífurinn í kúnni þar sem
aðalstjórnin vill ekki ganga að
þeim kröfum okkar. Aðalstjórn er
búin að ganga frá samningi við
Orkuveituna í óþökk okkar enda
vildum við að skipting fjárins
væri ákveðin áður en samið væri
við Orkuveituna. Á aðalfundi
deildarinnar á dögunum var síðan
ákveðið að gera þá kröfu á aðal-
stjórn að allir þessir peningar, 30
milljónir króna, rynnu til okkar.“
Skíðadeildin stendur vel enda
reksturinn verið skynsamur í
gegnum tíðina að sögn Auðuns.
Þeir fá rúmar sex milljónir í sinn
vasa samkvæmt tillögu aðalstjórn-
ar en óvíst er hvort deildin hefði
hreinlega fengið nokkuð hefði
fyrsta greiðsla Orkuveitunnar
ekki runnið inn á reikning deildar-
innar en skíðamenn neita að
afhenda féð og peningarnir sem
eyrnamerktir eru deildinni eru
því þegar í vasa þeirra.
„Ég vil kannski ekki beint segja
að aðalstjórnin sé að ræna okkur
en framkoma hennar er til hábor-
innar skammar. Þeir svara illa og
sjaldan tölvupóstsendingum, þeir
mæta ekki á fundi sem þeir eiga
að mæta á og svo hefur aðalstjórn-
in ekki einu sinni haldið aðalfund í
ein tvö ár sem er hreint ótrúlegt.
Við höfum reynt að eiga samskipti
við þetta fólk á kurteisan hátt í tvö
ár án árangurs en það fer undan í
flæmingi enda með lélegan mál-
stað,“ sagði Auðunn reiður en þess
ber að geta að tillaga aðalstjórnar
er ekki farin í gegn og verður
áhugavert að fylgjast með fram-
haldinu.henry@frettabladid.is
Framkoma aðalstjórnar er
til háborinnar skammar
Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, logar stafna á milli þessa dagana en gríðarleg
óánægja er með störf aðalstjórnar félagsins hjá bæði handknattleiks- og skíða-
deild félagsins. Skíðamenn vanda aðalstjórn ekki kveðjurnar.
ELDFIMT ÁSTAND Aðalstjórn ÍR fær ekki háa einkunn hjá handknattleiks- og skíðadeild
félagsins. Hún er meðal annars gagnrýnd fyrir að halda ekki aðalfund í tvö ár, mæta ekki á
fundi og svara ekki skilaboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
> Hannes verður forseti KKÍ
Hannes Sigurbjörn Jónsson verð-
ur sjálfkjörinn forseti KKÍ á ársþingi
sambandsins í maímánuði. Hannes
hefur verið varaformaður KKÍ en hann
mun taka við af Ólafi Rafnssyni sem
hefur verið formaður sambandsins í tíu
ár. Ólafur gefur nú kost á sér til forseta
Íþróttasambands Íslands. Hannes hefur
setið í nefndum KKÍ frá árinu 1996 og
verið í stjórn frá 1999. Hann hefur því
umtalsverða reynslu og þekkingu af
störfum sambandandsins þar sem hann
er öllum hnútum
kunnugur. Hannes
var sá eini sem bauð
sig fram í formann-
sembættið og er
því sjálfkjörinn
sem næsti for-
maður KKÍ.
HANDBOLTI Sebastian Alexanders-
son verður þjálfari í akademíunni
sem er fyrir stráka á aldrinum 16-
20 ára sem munu stunda nám í
Fjölbrautaskóla Suðurlands sam-
hliða handknattleiksiðkuninni.
Hugmyndin hefur verið í bígerð
um nokkurn tíma, en það var Einar
Guðmundsson, yfirmaður yngri-
flokkaþjálfunar hjá Selfoss sem
átti hugmyndina að verkefninu.
„Það verður skilyrði fyrir
drengina að ná árangri, bæði í
handboltanum og hefðbundnu
námi. Ef góður handboltastrákur
fær slakar einkunnir á hann á
hættu á að vera vikið úr akademí-
unni,“ sagði Sebastian í gær.
Búið er að gera samning við
Íþróttaskólann á Laugarvatni um
samstarf sem felst aðallega í
ýmiss konar mælingum auk þess
sem HSÍ hefur sýnt verkefninu
mikinn stuðning. „Við ætlum að
taka góða tölfræði úr öllum okkar
leikjum auk þess að skrá mæling-
ar úr ýmiss konar æfingum. Þetta
verður skráð í einhvers konar
grunn sem vonandi verður Side-
line Sports forritið, til þess að geta
sýnt fram á mælanlegan árangur
af starfinu hjá okkur,“ sagði mark-
maðurinn knái sem þjálfar meist-
araflokk Selfoss.
Strákarnir munu spila undir
merkjum Selfoss, ýmist í þriðja
flokki eða meistaraflokki en ekki
öðrum flokki. Sextán drengir hafa
skráð sig en þeir eru allir frá Sel-
fossi. „Við erum fyrst og fremst
að gera þetta til að styrkja innviði
handknattleiksdeildar Selfoss en
við munum ekki vísa neinum frá
sem sækir um. Við gerum okkur
vonir um að vera ekki með mikið
fleiri en tuttugu stráka en þetta
mun stækka mjög fljótt,“ sagði
Basti sem mun áfram sinna sínu
hefðbundna starfi samhliða þjálf-
uninni.
„Markmiðið er að strákarnir
bæti sig, ekki bara sem handbolta-
menn heldur sem manneskjur
almennt. Við leggjum mikið upp
úr forvarnarstarfi auk þess sem
agi, skipulag og metnaður er eitt-
hvað sem við munum kynna fyrir
nemendum okkar,“ sagði Sebasti-
an að lokum. - hþh
Handboltaakademía sett á laggirnar á Selfossi:
Býr til afreksmenn
SEBASTIAN Ætlar að búa til afreksmenn í
handbolta á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Steve Nash, leikstjórn-
andi Pheonix Suns, verður valinn
verðmætasti leikmaður NBA-
deildarinnar í körfubolta annað
árið í röð. Frá þessu greindi ESPN-
fréttastofan í Bandaríkjunum í
gær og vísaði í nokkur svæðis-
bundin dagblöð í landinu.
Valið á verðmætasta leik-
manninum verður ekki gert opin-
bert af stjórnendum NBA fyrr en í
fyrsta lagi eftir tvær vikur en
ESPN þykir mjög áreiðanleg
fréttastofa og bendir því margt til
þess að það verði Nash sem verði
fyrir valinu. Hann var einn af
þeim sem var talinn líklegastur til
að hreppa nafnbótina ásamt þeim
LeBron James, Kobe Bryant, Dirk
Nowitzki og Chauncey Billups.
Flestir bjuggust við því að bar-
áttan stæði helst á milli þeirra
Bryant og James en svo virðist
sem að árangur Phoenix í vetur,
sem var betri en hjá Cleveland og
Lakers, hafi riðið baggamuninn
hjá Nash, auk þess sem Phoenix er
í Vesturdeildinni, sem er talin mun
betri en Austurdeildin.
Nash skoraði 18,8 stig að með-
altali í vetur, það mesta á hans
ferli, og gaf 10,5 stoðsendingar,
sem er það mesta hjá nokkrum
leikmanni í deildinni. Auk þess
var hann með 51,2% hittni utan af
velli, rétt tæplega 50% úr 3-stiga
skotum og 92% af vítalínunni, sem
einnig var besta nýting hjá
nokkrum leikmanni í vetur.
- vig
Verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar:
Nash verðmætastur
annað tímabilið í röð
STEVE NASH Hefur borið lið Phoenix uppi í
allan vetur.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Atvinnumaðurinn Heiðar
Íslandsmeistarinn Heiðar Davíð
Bragason hefur gerst atvinnumaður í
golfi. Heiðar hefur verið áhugamaður
um nokkurt skeið en má ekki taka við
verðlaunafé sem slíkur. Hann getur nú
farið að moka inn peningum en Heiðar
hefur verið að velta ákvörðun þessari
fyrir sér um nokkurt skeið en hefur nú
tekið skrefið til fulls.
A ÞAR GOLF FRÁ 2-6.