Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
tónleikaröð á NASA
Miðasala í verslunum Og Vodafone.
Miðasala á NASA alla virka daga
frá kl. 13.00 til 16.00 og í síma 5111302.
www.nasa.is
Húsið opnar kl. 20.00.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
KONA
Tónleikar 13. apr.
SÖGUR AF LANDI
Tónleikar 4. maí.
SÓL AÐ MORGNI
Tónleikar 14. sep.
ÍSBJARNARBLÚS
Tónleikar 5. okt.
TÓNLEIKAR ÞORLÁKSMESSU
23. des.
TÓNLEIKAR ANNAN Í JÓLUM
26. des.
VON
Tónleikar 2. nóv.
Heyrumst!
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
24
06
04
/2
00
6
27.-30. apríl
Á NASA við Austurvöll.
www.riteofspring.is
����������
����������
Svakalega er orðið leiðinlegt að ferðast vegna öryggiseftirlits-
ins sem orðið er á öllum flugvöll-
um. Á hverjum einasta flugvelli
þarf ég að fara úr skónum, taka af
mér beltið og tæma vasana. Og
ósjaldan vill einhver fara vand-
lega í gegnum töskuna mína.
MÉR finnst þetta leiðinlegt. En
það á að heita að það sé verið að
tryggja öryggi mitt og annarra. En
þessar aðgerðir verða alltaf ýktari.
Öryggisvörðum fjölgar. Og hvar
endar þetta? Verður bráðum byrj-
að að leita á fólki þegar það fer á
milli hverfa eins og gert var á
Norður-Írlandi? Á ég bráðum von á
líkamsleit þegar ég fer í bíó eins og
gert er í Ísrael? Hver fyrirskipar
þessar aðgerðir og af hverju? Fyrir
hverju er verið að verja mig?
ÓTTINN er orðinn söluvara. Fáir
andmæla en sætta sig bara við.
Hver vill storka eigin öryggi? Fjöl-
miðlar eru uppfullir af upplýsing-
um um hugsanlegar ógnir og leiðir
til öryggis. Fólk vill vera öruggt,
búa í öruggu húsi, keyra öruggan
bíl, vera vel tryggt og búa við fjár-
hagslegt öryggi. Auglýsingar
hræða og bjóða svo öryggi.
ÉG HELD að flestir menn leiti
friðar. Fólk vill frið. Fólk vill
tryggja sér frið að innan og utan.
EN ER maður nokkurn tíma alveg
óhultur? Það er sama hversu mikla
peninga þú átt, hvað þú býrð í
stóru húsi og hvað þú átt öruggan
bíl. Innri friður fæst ekki eftir
ytri leiðum. Öll öryggiskerfi
heimsins munu aldrei geta varið
okkur fullkomlega.
YTRA öryggi veitir ekki endilega
frið. Það verður aldrei fullkomlega
öruggt. Það sem veitir frið er sátt
við að lifa í óöryggi. Raunverulegt
öryggi er að finna innra með okkur.
Það er æðruleysi, að geta verið
friðsamur innra með sér þótt allt
leiki á reiðiskjálfi í kring.
FÓLK öðlast öryggi þegar það
hættir að reyna að fá það en reyn-
ir frekar að veita það. Sannan frið
öðlast maður aðeins með þjónustu.
Og til að þjóna þarf að hafa kær-
leika og finnast vænt um fólk því
þjónusta er kærleikur í verki.
Kærleikur kemur með trú, því
hann er ekki áþreifanlegur og ekki
er hægt að sanna hann. Og trú öðl-
ast maður með bæn.
ÉG er miklu hræddari við tor-
tryggni og hatur milli manna en
Osama Bin Laden og félaga hans.
Ég vil frekar búa í ótryggu lýð-
ræði en rosalegu öruggu og leiðin-
legu lögregluríki.
Öryggisfriður