Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 30

Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 30
 27. april 2006 THURSDAY FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Maður er nefndur Harry G. Frank- furt og er prófessor í heimspeki í Princeton. Hann hefur nýlega sent frá sér óvænta metsölubók, sem heitir því góða nafni On Bullshit (2005; Um þvætting). Þetta er lík- lega stytzta bók, sem ég hef lesið um mína daga, fáeinar síður í fín- legu broti, og boðskapur heim- spekingsins á erindi við okkur öll. Hér segir frá því. Heimurinn er hálffullur af þvættingi. Við steytum á alls kyns þvættingi alla daga. En hvað er þvættingur? Til að glöggva sig og lesendur sína á því spyr höfundur- inn annarrar spurningar á undan, og hún er þessi: Hvað er lygi? Það vitum við öll. Lygi er vísvitandi uppspuni, ósannindi. Menn ljúga, ef þeir fara með rangt mál af ráðn- um hug. Ef maður segist hafa séð annan mann ganga yfir þveran Faxaflóann með hval á bakinu og það um hábjargræðistímann, þá er hann lygari, nema hann sé vit- firringur. Lygi er jafnan lögð mönnum til lasts, af því að hún er yfirleitt borin fram til að villa um fyrir mönnum og veldur þeim þá jafnan skaða, sem fyrir verða, en til hennar grípa menn eigi að síður stundum í neyð, jafnvel í góðum tilgangi. Oft má satt kyrrt liggja, segir máltækið. Lærðir menn hafa sumir skrifað langt mál um lygina í ýmsum birtingarmyndum og blæbrigðum, þar á meðal Þorleif- ur Halldórsson (1683-1713), rektor Hólaskóla (Lof lyginnar, 1711). Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyr- irmyndir í raunveruleikanum: vís- vitandi frávik frá þeim upplýsing- um, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sann- leiksgildi skáldskapar. Sama máli gegnir um myndlist. Málverk verður ekki ósatt, þótt það sé ekki nákvæmlega eins og fyrirmyndin; frávikin geta þvert á móti skerpt skilning okkar á viðfangsefni listamannsins. Þess vegna þurfum við bæði skáldskap og sagnfræði, bæði málverk og ljósmyndir. Þvættingur er að því leyti frá- brugðinn lygum, að sá, sem ber fram bull og þvætting, hallar ekki réttu máli af ráðnum hug. Nei, hann hefur yfirleitt ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir máls- ins, en hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að fjalla um málið, svo að hending ein ræður því, hvort það, sem hann segir, er rétt eða rangt. Lygarinn hefur það fram yfir bullarann, að lygarinn hefur kynnt sér staðreyndir máls, enda gæti hann ekki að öðrum kosti hallað réttu máli vitandi vits. Því til þess að geta logið þarf lyg- arinn að vita, hvað er rétt og hvað rangt. Bullarinn þarf ekki að vita neitt: hann bara bullar. Hvor er þá verri, bullarinn eða lygarinn? Af tvennu illu kann ein- hverjum að sýnast það í fljótu bragði vera verra að mæla gegn betri vitund - ljúga. En er það víst? Er það skárra að mæla gegn engri vitund? Eða er það kannski skömminni skárra að leggja það þó á sig að kynna sér staðreyndir máls? – svo að menn viti þá að minnsta kosti, hvenær þeir ljúga og hvenær þeir segja satt. Hér má vart á milli sjá. Þvættingur getur sýnzt vera sakleysið sjálft, engin alvara á bak við hann, ekki heldur óvild, en hann getur eigi að síður valdið miklum skaða með því að ala á röngum upplýsingum og ýmsum ranghugmyndum. Lygi er tiltölulega sjaldgæf í opinberri umræðu. Þvættingur er á hinn bóginn algengur. Tökum dæmi. Fyrir mörgum árum sagði virtur háskólaprófessor í ræðu, að væntanlegur hagur Íslands af inn- göngu í Evrópusambandið næmi fjárhæð, sem jafngilti kostnaðin- um við áskrift að dagblaðinu Tím- anum í eitt ár. Þetta er verðið á sjálfstæði Íslands, sagði hann í ræðunni. Hann hallaði ekki réttu máli af ráðnum hug, það hefði ekki hvarflað að honum; nei, hann hafði bara ekki kynnt sér málið. Og þegar menn segja nú, að aðild Íslands að Evrópusambandinu geti ekki komið til greina vegna þess, að við þyrftum þá að fórna fiskimiðunum á altari Sambands- ins, þá fara menn ekki heldur vit- andi vits með rangt mál. Nei, þeir hafa ekki kynnt sér málið af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að kynna sér þessa tilteknu hlið málsins til fulls nema með því að sækja um aðild og láta þannig á það reyna, hvaða kjör bjóðast í aðildarsamningum. Það er eðli- legt, að menn greini á um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evruna í stað krónunnar. Lausn málsins kallar á skynsam- legar rökræður. Meiri upplýsing og minni þvættingur myndu greiða fyrir farsælli og tímabærri niðurstöðu. Um þvætting Í DAG MUNURINN Á ÞVÆTTING OG LYGI ÞORVALDUR GYLFASON Hvor er þá verri, bullarinn eða lygarinn? Af tvennu illu kann einhverjum að sýnast það í fljótu bragði vera verra að mæla gegn betri vitund – ljúga. En er það víst? Er það skárra að mæla gegn engri vitund? Síðasta hálmstráið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur ekki beinlínis átt sjö dagana sæla í embætti síðan hún varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins í október síðastliðnum. Pólitísk tilvera er henni sérlega mótdræg þessa dagana og hefur frumvarpið um Ríkisútvarpið fengið æ verri einkunn eftir því sem menn hafa skoðað það betur. Engu að síður er mál manna að afgreiðsla frum- varpsins sé orðin einskonar prófsteinn á pólitískan orðstír Þorgerðar og það sé nauðsyn, stöðu hennar vegna, að afgreiða málið. Menn minnast andstöðunnar við skólagjöld í háskólum. Styttingu náms til stúdentsprófs varð Þorgerð- ur að fresta vegna deilna. Og fjölmiðlafrumvarpið nýja vekur enga sérstaka kátínu. Þannig er Ríkisútvarpið einskonar hálmstrá. Allt í plati Djúpvitrir stjórnspekingar telja fullvíst að Þorgerður Katrín hafi ekki lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp í vikunni til þess að fá það afgreitt með hraði í vor. Hún hafi vitað sem var að andstöðu við þess hátt- ar óðagot gætti meðal framsóknarmanna að ekki sé talað um stjórnarandstöðuna. Og gagnrýnin á efni frumvarpsins vex með hverjum degi. Lögleiðing afskipta af ritstjórnarstefnu og agavaldi yfir starfsfólki fjölmiðla er eitt. Sigurður G. Guðjónsson, slyngur lögmaður og fjölmiðlarekandi, kveðst í Viðskipta- blaðinu vera gáttaður á frumvarpinu og vísar til takmarkana á eignarhaldi: „Slæmt var nú fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar en þetta er öllu verra og það í alla staði.“ Enn aðrir benda á að frumvarpið nýja verði RÚV-frumvarpinu ekki til framdráttar. Öðru nær. Og hvað gengur þá menntamálaráðherra til? Spennandi „Við verðum að hjálpa Íslendingum,“ á Bush að hafa sagt við Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004 á síðustu metrum Davíðs á forsætisráðherrastóli. Það hefur að minnsta kosti Styrmir Gunnarsson ritstjóri fyrir satt í umfjöllun sinni um Davíð í bókinni „Forsætisráð- herrar Íslands“. Nú eru menn spenntir að sjá tillög- ur sendinefndar Bandaríkjamanna um það hvernig þeir vilja efna varn- arsamninginn í anda fundarins í Hvíta húsinu. johannh@frettabladid.is ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������������������� ������������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � Þegar afmælum er fagnað er venjan sú að afmælisbarninu eru færðar gjafir. Fréttablaðið og útgáfufélag þess 365 ákváðu hins vegar að snúa þessari hefð við og færa Lands- bókasafni Íslands veglega gjöf í tilefni af fimm ára útgáfuafmæli sem Fréttablaðið fagnar um þessar mundir. Gjöfin er stórmerki- legt blaðasafn sem Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi útgefandi DV um árabil og einn af guðfeðrum Fréttablaðsins, á veg og vanda af. Dagblaðasafn Sveins er einstakt í sinni röð en það samanstendur af öllum tölublöðum af Vísi, Dagblaðinu, DV, Þjóðviljanum, Tíman- um og Morgunblaðinu og er kirfilega innbundið, að stóru leyti í vandaðar leðurbækur. Sveinn vann um árabil að uppbyggingu safnsins, sem hófst í kringum 1960, en mesti fengur söfnunarinnar var eflaust þegar hann eignaðist sögufrægt dagblaðasafn Böðvars Kvaran tíu árum síðar, í kringum 1970. Dagblaðasafn Sveins komst í eigu 365 í framhaldi af kaupum á DV og það er 365 mikið gleðiefni að koma því í örugga höfn til Landsbókasafnsins þar sem fer fram stórmerkileg vinna við að koma prentuðu efni á stafrænt form og gera það aðgengilegt á net- inu. Samkvæmt nýjustu talningu safnsins eru nú meðal annars þegar aðgengileg á stafrænu formi öll kort af Íslandi frá upphafi til 1900, um 390.000 blaðsíður af handritum og öll íslensk tímarit frá upphafi til 1920. 365 fylgir gjöfinni úr hlaði með veglegu fjárframlagi til Lands- bókasafnsins vegna stafrænnar ljósmyndunar á Vísi, Dagblaðinu, DV og Fréttablaðinu auk þess sem samkomulag hefur verið gert um frekara samstarf um afhendingu 365 á þeim blöðum sem félag- ið gefur út á stafrænu formi, en eins og dyggir lesendur Frétta- blaðsins á netinu vita er hægt að lesa blaðið þar í heild á pdf- formi. Þessi þáttur samningsins er ekki síst mikilvægur fyrir Frétta- blaðið, sem og íslenskt þjóðfélag og umræðu í heild, því nokkuð hefur skort upp á að efni áður útgefinna tölublaða sé nægilega aðgengilegt á netinu. Morgunblaðið hefur verið í fararbroddi íslenskra dagblaða við að gera útgefið efni sitt öllum aðgengilegt, bæði með afbragðs gagnasafni á netinu og með sambærilegum samningi við Lands- bókasafnið og Fréttablaðið hefur nú gert um stafræna ljósmyndun á blöðunum. Gjarnan er haft á orði að dagblöð geri ekki annað en að spegla samtíma sinn, en lesendur vita líka að sú mynd sem er varpað upp af atburðum líðandi stundar getur verið ansi misjöfn eftir því í hvaða blaði hún birtist. Í því sambandi er mjög mikilvægt að geta kynnt sér umræðu, fréttir og önnur skrif um tiltekin mál frá sem flestum hliðum. Gjöf og samningur 365 við Landsbókasafn Íslands er lóð á þá vogarskál hvort sem horft er aftur til upphaf síðustu aldar, eða bara tvö ár aftur í tímann. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL 365 færa Landsbókasafni gjöf í tilefni af fimm ára útgáfuafmæli Fréttablaðsins. Mikilvægur gluggi til fortíðar Lesendur vita líka að sú mynd sem er varpað upp af atburðum líðandi stundar getur verið ansi misjöfn eftir því í hvaða blaði hún birtist.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.