Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 48
8 ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Umræða er hafin á ný meðal kúa- bænda um innflutning á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofnin- um. Á aðalfundi Landssambands kúabænda í byrjun mánaðarins var því beint til stjórnar að nú þegar yrði hafin vinna við að meta hag- rænan ávinning af slíkum innflutn- ingi sem yrði lokið fyrir haustfundi sambandsins. Meðal annars verði leitað eftir samstarfi við SAM um að áætla það magn mjólkur sem markaðurinn muni þarfnast á kom- andi árum og möguleikar núver- andi kúastofns til að uppfylla þarfir hans metnir. Einnig verði hugsan- leg áhrif innflutnings erfðaefnis á viðhorf neytenda metin í samstarfi við SAM. Að auki vilja kúabændur skoða hvort mögulegt sé að sækja erfðaefni út frá heilbrigðissjónar- miði, hvaða kúakyn komi til greina og hvort til greina komi að flytja inn erfðaefni á annan hátt en sem fósturvísa. Kúabændur eiga von á því að mjólkurframleiðslan muni búa við versnandi framleiðsluumhverfi á næstu árum, meðal annars vegna væntanlegra WTO-samninga sem muni væntanlega hafa í för með sér minnkandi tollvernd og breyt- ingar á ríkisstuðningi. Segja þeir smæð íslenska kúastofnsins úti- loka að í honum náist jafn hraðar erfðaframfarir og í stærri stofnum. Neytendur kalli af vaxandi þunga eftir ódýrari matvörum og vonir hafi verið bundnar við útflutn- ing mjólkurafurða. Af honum geti ekki orðið í einhverjum mæli nema framleiðslukostnaður lækki. Til þess að mæta þessum fyrirsjáan- legu breytingum í framleiðsluum- hverfi þurfi að skoða alla hagræð- ingarmöguleika og nauðsynlegt að hraða slíkri skoðun í ljósi þess hversu tímafrekur innflutningur erfðaefnis er. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir fátt að segja enn sem komið er um umræðu sem farin er af stað á ný meðal kúabænda um kynbætur eða innflutning á nýju kúakyni. „Bændur hafa á síðustu fimm til tíu árum náð miklum árangri með íslensku kúna. Stór hluti búanna skilar mikilli nyt og í þessari eftirspurnaröldu eftir mjólk- urvörum sem nú er, leysir ekk- ert annað kúakyn það vandamál. Hjá bændum er stærsta atriðið að vernda það búfé sem þeir hafa,“ segir Guðni, en telur bændum engu að síður frjálst að hugsa um rækt- unarmöguleika. „Það er umfjöll- unarefni og hefur kannski verið í þúsund ár hér á Íslandi. Hvað í því gerist skal ég ekki segja, en held samt sem áður að við Íslendingar munum halda fast utan um okkar bústofna, hvort sem það er nú kýrin eða sauðkindin, að maður tali nú ekki um hestinn. Þetta er því ekkert auðvelt, en hins vegar hefur auðvit- að alveg komið til greina að sækja eiginleika úr einhverju öðru kyni sem kannski geta bætt júgurgerð í íslensku kúnni. Þetta er eitthvað sem menn hafa hugsað um áður og hugsa um enn. Ég kalla þetta að sækja hár úr hala annars kyns, til að sækja ákveðna eiginleika,“ segir hann en áréttar um leið að slíka hluti þurfi að fara yfir með fær- ustu vísindamönnum. „Þess vegna þurfa kúabændurnir okkar að vera í samstarfi við Landbúnaðarháskól- ann og vísindamenn hér heima og erlendis sem reynslu hafa af þessu. Þetta er ekkert einfalt og ekkert sem er að fara að gerast á morgun eða hinn daginn.“ Kúabændur eiga von á því að mjólkurframleiðslan muni búa við versnandi framleiðsluumhverfi á næstu árum. Þeir segja smæð íslenska kúastofnsins útiloka að í honum náist jafnhraðar erfðaframfarir og í stærri stofnum. Vilja hár úr hala erlendra kúa Landssamband kúabænda hyggst hefja af krafti á ný mat á ávinningi þess að flytja inn erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að Íslendingar muni halda fast um sína bústofna þó til greina komi að sækja eiginleika úr öðru kyni, til dæmis til að bæta júgurgerð íslensku kýrinnar. �������������������������������� ���������������������������������� ������������������ � ������������� ���������������������� ��������������������������� Katrín Júlíusdóttir alþingiskona hefur verið grænmetisæta síðan í fyrrasumar en hún hætti að borða rautt kjöt fyrir nokkrum árum. Hún borðar þó enn fisk og stefnir ekki á að hætta því enda þyki henni fiskur góður og léttur í maga. Hún segist þó fyrst og fremst vera mikil grænmetiskona og hafi sérstakt dálæti á íslenskum tómötum. Henni þykir lífrænt grænmeti ræktað hér á landi mjög gott og betra en það innflutta og ekki skemmi fyrir að styðja við íslenska ræktun. Af öðrum landbúnaðarafurðum sem Katrín kann vel að meta nefn- ir hún bankabygg frá Móður jörð sem hún noti mjög mikið í elda- mennsku. Hún segir það vissulega geta verið dýrt að vera grænmet- isæta, sérstaklega þar sem hún sé hætt að geta borðað klassískan ódýran dósamat þar sem hún reyni að elda allt frá grunni og noti hrein og oft fersk krydd. Hún sé þó með tímanum að verða lunkin í að frysta og gerir þá jafnvel meira í einu eða frystir fersk krydd og annað græn- meti sem hún notar svo seinna. „Maður lærir inn á þetta smám saman. Það tekur auðvitað meiri tíma að elda allt frá grunni en á móti kemur að matseldin verður mjög skemmtileg.“ Katrín sleppir ekki bara kjöti heldur líka mjólkur- vörum og reynir jafnvel að sleppa hveiti, sykri og geri. „Ég tek samt einstaka nammidaga inni á milli – en kjötið er alveg úti.“ Íslenskir tómatar æðislega góðir Katrín Júlíusdóttir alþingiskona er grænmetisæta og segir íslenskt lífrænt grænmeti sérstak- lega gott. kr. 7.799 viðbótareining kr. 5885
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.