Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 42

Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 42
2 Á sumardaginn fyrsta var gerð tilraun með nýja kornsáðvél frá finnska fyrirtækinu Vieskan Metalli við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en með henni býst Ólaf- ur Eggertsson, bóndi og frumkvöð- ull í kornrækt, við að auka uppskeru sína um 15 til 20 prósent. Ólafur segir að auk þess sem búast megi við betri uppskeru fylgi nýju vélinni margvíslegur annar sparnaður, bæði í vinnu og við olíukaup. „Þarna er að eiga sér stað framþróun í nýrri tækni, en hún gengur út á að sá saman korni og áburði. Gamla aðferðin hefur verið að sá korninu sér og síðan er farið með áburðinn yfir, en núna fellum við áburðinn með korninu,“ segir hann og bætir við að þessu fylgi sá kostur helstur að um leið og kornið fari að spíra nái það strax í áburð- inn. „Þar með verður spírunin öfl- ugri og fleiri sprotar koma. Startið verður miklu betra hjá plöntunni ef hún hefur nóg að borða.“ Að sögn Ólafs hafa prófanir sýnt fram á að með því að fella áburðinn niður með korninu geti uppskeru- aukning numið um 700 kílóum á hvern hektara lands. „Þannig að ef við erum að tala um þetta fjögur til fimm tonn á hektara, þá er þetta allt að því 20 prósenta aukning í upp- skeru.“ Að auki segir Ólafur að vélin felli fræið nákvæmlega á réttan stað og þjappi að því þannig að ekki liggi korn ofan á jörðinni. „Þannig að gæsin, sem er okkar mesti skað- valdur bæði vor og haust, finnur ekki sáðkornið. Af þeim völdum verður uppskeran líka meiri því ekki fer korn til spillis í gæs.“ Mikið vinnuhagræði er af nýju sáðvélinni, en oft nægir að plægja og svo er hægt að fara með sáðvél- ina beint á plæginguna. „Þá jafnar hún aðeins og herfir á undan sér, gengur frá fræinu og áburðinum og valtar svo á eftir sér þannig að það er engin önnur umferð um flagið. Bara þessi eina ferð og þá er það búið.“ Þá segir Ólafur að einnig sé hægt að láta fylgja með gras- fræ sem fari með, undir valtarann. „Þannig að í henni eru þrjú hólf, fyrir grasfræ, áburð og korn. „Vélar þessar komu fyrst á markað árið 1998 og hefur verið gríðarleg aukning í þessari aðferð,“ segir Ólafur og auðheyrt að hann trúir varla að óreyndu hversu mik- illi hagræðingu á að vera hægt að ná fram með henni, en áður þurfti hann að fara nokkrar ferð- ir um landið við sáninguna, fyrst að herfa, svo að sá korninu og þá með áburðinn og svo valta yfir. „Þetta er gríðarlega hagkvæmt og afkastamikið. Í bæklingnum með vélinni er talað um átta brúsa af olíu með hefðbundinni aðferð, en einn brúsa með þessari aðferð. Svo gerir Finninn svolítið af því að fara með þessa vél beint í óplægt land, þar sem korn hefur verið árið áður, en í slíkt land á að vera hægt að sá beint. Vélin hefur þann eiginleika að hægt er að stjórna þrýstingn- um á þeim hjólum sem fella fræið undir eftir því hversu hart er undir. Í óplægðu landi er hægt að vera með 170 kílóa þrýsting á hverju spori.“ Sömuleiðis segir Ólafur að vélin sé sterk og eigi að þola vel jarðveg hér, rétt eins og í Svíþjóð og Finnlandi þar sem víða sé bæði grýtt og hart. „Þá er hægt að keyra vélina á fullri ferð í slíku landi. Og svo er hún náttúrlega fjaðrandi líka þannig að ef hún lendir á steini hoppar hún yfir hann en skellir sér svo niður aftur.“ Mesta vitið, að sögn Ólafs, hefði verið ef margir hefðu verið um kaup á svona vél því helst þyrfti hún að fá að sinna svona 300 hekturum af landi, meðan hann sáir í um 40 hektara á Þorvaldseyri. Verðið segir hann hins vegar ekki hafa verið óyfirstíganlegt miðað við hagræði og vinnusparnað, en 2,5 milljónir lét hann fyrir vélina. „En stundum er það þannig að menn fara varlega í svona nýjungar. En einhver verð- ur samt að byrja,“ segir hann og kveðst hafa kolfallið fyrir vélinni þegar hann sá hana fyrst úti í Finn- landi síðasta haust og svo aftur á landbúnaðarsýningu í janúar. „Það var bara ekki annað hægt en að kýla á þetta. Svo ber allt heim og saman við það sem seljandinn segir í skýrslum frá rannsóknarstöðvum. Sem betur fer er þekkingin og þróun að skila mönnum miklu í þessu, en þetta er sérstaklega hentugt hér á landi þar sem úrkoma er mikil og útskolun alltaf einhver á áburði.“ Sáðvél sem margfaldar bæði afköst og sparnað Nýja Vieskan Metalli sáningarvélin, sem bændurnir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum festu nýverið kaup á, í notkun á sumardaginn fyrsta. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og kostaði litlar 2,5 milljónir króna. Mynd/Ólafur Eggertsson Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla, fylgist hér með Bjarne Wretdal, sérfræðingi frá Vieskan Metalli, mæla dýptina á sáningunni við Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hér hefur kornrækt aukist síðustu ár og margvísleg framþróun orðið í grein- inni, bæði í vinnubrögðum og að rækta upp nýjar harðgerar korntegundir sem henta aðstæðum. Þá getur tæknin einnig gagnast eins og einn helsti frumkvöðull kornræktar hér, Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum, lætur nú á reyna. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leik- kona, sem hefur kitlað hláturtaugar landans með leik sínum í Stelp- unum, er mikill aðdáandi íslenska lambakjötsins. „Það klikkar aldrei. Mér finnst það gott nánast hvernig sem það er matreitt. En mömmulæri í brúnni sósu með grænum baunum er klassískt og best.“ Við frekari eftirgrennslan um eftirlætislandbúnaðarvörur Guð- laugar kemur í ljós að hún notar ekki mjólk og mjólkurvörur. „Mjólk er matur handa kálfum, ekki fólki. Maður á auðvitað að gefa börn- unum sínum mjólk þangað til þau geta farið að borða mat en síðan eigum við að láta hana eiga sig,“ segir Guðlaug. Hún bætir þó við að þetta sé ekki heilagt fyrir henni, hún smakki osta við og við og sé ekki með nein „leiðindi“ ef henni er boðið í mat og mjólk hefur verið notuð við eldamennskuna. Guð- laug hefur ekki fundið til þess að mataræði hennar sé fábreyttara en annarra þótt hún sneiði hjá mjólkurvörunum. Hún hafi hætt að nota þær þegar hún var unglingur og sakni þeirra ekkert. Svo sé svo margt annað sem komi til í stað- inn fyrir mjólkina eins og til dæmis ýmiss konar sojavörur. Hún notar samt ekki sojamjólk í kaffið sitt. „Kaffi er bara kaffi, maður drekkur það bara svart.“ Mömmulæri best Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.