Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 40

Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 40
[ ] Í líkamsræktarstöðvum Iceland Spa and fitness í Reykjavík og Kópavogi eru kenndir tímar sem kallast BodyBalance. BodyBalance er æfingakerfi sem er sambland af tai-chi, jóga og pilates ásamt slökun og teygjum. Þórhalla Andrésdóttir er ein þeirra sem kennir þessa æfingar. „Munurinn á þessu kerfi og öðrum svipuðum æfingakerfum sem eru í boði í dag er að í þessu er unnið við tónlist. En eins og í öðrum svipuðum kerfum, eins og jóga, er mikið um jafnvægisstöð- ur og eru sumar æfingarnar tekn- ar þaðan. BodyBalance hefur líka þann kost að æfingarnar eru tekn- ar úr mörgum áttum og er mikið af kröftugum æfingum eins og pilates-æfingar fyrir bak og kvið,“ segir Þórhalla og bendir einnig á að mikil tenging sé við öndunina í gegnum tai-chi, jógað og slökun- ina og því henti þetta vel öllum þeim sem þurfa á góðri öndun að halda sem og fólki sem þarf að losa sig úr stressi dagsins. „Kerfið hentar öllum vel og er meira að segja óhætt fyrir ófrísk- ar konur að taka þátt. Þetta er mjög vinsælt og þeir sem byrja halda áfram. Mest er af konum í hópnum en það eru nokkrir strák- ar komnir í þetta, sérstaklega hlauparar. Þetta hentar líka öllum aldurshópum.“ Á þriggja mánaða fresti er komið með nýja blöndu af æfing- um. „Þeir sem vilja prófa geta mætt strax því það eru alltaf sýndar auðveldari gerðir af æfingunum með svo að fólk sem er nýkomið geti byrjað hægt og rólega því það er mjög mikilvægt að ofreyna sig ekki. Þeir sem eru lengra komnir gera erfiðari stöð- ur.“ Þórhalla bendir líka á að maður nái að svitna vel í þessu og því séu þetta ekki eingöngu æfing- ar til að liðka líkamann heldur sé líka mikil brennsla í gangi. BodyBalance-kerfið er eitt af Les Mills-kerfunum og er upp- runnið í Ástralíu og eru fleiri æfingakerfi frá Les Mills kennd hjá ISF, eins og BodyCombat, Bod- yJam og BodyAttack. Þeir sem vilja kynna sér æfingatíma í Bod- yBalance geta kíkt á www.isf.is og þeim sem vilja einnig kynna sér BodyBalance-kerfið og fleiri kerfi frá Les Mills upp á eigin spýtur er bent á heimasíðuna www.lesmills.com. Losnað við stress dagsins með BodyBalance Þórhalla segir BodyBalance vera mjög vinsælt og að þeir sem byrji haldi áfram. Vítamín eru öllum lífsnauðsynleg. Flest þeirra fáum við úr fæðunni en þar sem mataræðið er ekki alltaf í lagi er gott að fá sér fjölvítamíntöflu við og við. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.