Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 51
51
sambands kúabænda, landsfundi
sauðfjárbænda, skógarbænda eða
hrossabænda, er þar fyrir vask-
leikasveit, mikið af ungu fólki, fólki
sem sér landbúnaðinn sem tækifæri
fyrir sig og fjölskyldur sínar.“
Varðandi framtíðina og samn-
ingaviðræður sem yfir standa við
Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO)
sagðist Guðni vona að þær við-
ræður myndu ekki enda með því að
bændur stæðu frammi fyrir miklum
umbyltingum, þótt vissulega hefðu
bændur nokkrar áhyggjur af því að
þegar fram í sækti kæmu þeir til með
að standa höllum fæti í samkeppni.
„Þegar þessir samningar gerast vona
ég að bændur fái mætt aðlöguninni
á mjög löngum tíma og það ætti
íslenskur landbúnaður að geta. Hins
vegar verður æ meira umhugsunar-
efni meðal þessara 149 þjóða hvort
menn séu á réttri leið með að færa
til landbúnaðinn í heiminum. Ég er
ekki viss um það. Ég held að það
sé óskaplega mikilvægt fyrir hverja
þjóð að geta framleitt svona um
helminginn af sínum matvælum og
við Íslendingar tökum mikinn þátt
í heimsverslun með landbúnaðaraf-
urðir,“ segir Guðni og bendir á að
um helmingur af landbúnaðarvör-
um sem hér sé neytt komi erlendis
frá. „Við kaupum til dæmis mun
frekar landbúnaðarvörur á alþjóða-
vettvangi en Bandaríkin og Bretland
svo dæmi séu tekin.“
Tækifærin framundan
Guðni segir eins mikla framþróun
og bjartsýni á fleiri sviðum land-
búnaðar en hinum hefðbundna.
Hann segir vel hafa gengið í loð-
dýrarækt að undanförnu með lækk-
andi fóðurkostnaði og hagstæðari
markaðsaðstæðum og nefnir líka
kornræktina sem dæmi. „Þar hafa
íslenskir vísindamenn í raun fundið
upp afbrigði sem þola vel íslenska
veðráttu. Hér hefur hlýnað og Ísland
örugglega verið kornræktarland í
upphafi þegar fornmennirnir voru
hér með mikinn nautabúskap. Þá
hefur verið hér mikil kornrækt og
hlýtt tímabil. Nú sjáum við bænd-
ur ná gríðarlegum árangri í þess-
ari ræktun og það breytir þeirra
búskap, þannig að víða í landinu
sé ég fyrir mér bleika akra og fal-
lega kornrækt sem á sér ýmsa nýja
möguleika.“ Þar nefnir Guðni til að
mynda lín og hörframleiðslu fyrir
iðnað. „Svo eigum við hér fyrir-
tækið Orf líftækni þar sem vísinda-
menn hugleiða hvort hér sé hægt að
framleiða prótein í byggi sem notað
yrði í lyfjaiðnað. Ef af verður gæti
þetta skilað sveitunum miklu og hér
er talið af vísindamönnum að þetta
myndi ekki valda áhættu í íslenskri
náttúru.“ Eins segir Guðni að nýleg-
ur samningur við Evrópusamband-
ið hafi endurvakið möguleika sem
skoðaðir hafi verið á árum áður.
„Tollar á tómötum, gúrku, papriku
og fleiru hafa verið felldir niður
og það býður upp á möguleika að
Hollendingar og fleiri þjóðir vilji
koma hingað og vera í samstarfi við
okkur um stórfellda ræktun á jarð-
hitasvæðum. Þetta gæti gefið hér
bæði vinnu og útflutning.“ Þarna
gætu orkufyrirtæki landsins komið
að segir Guðni, enda þekkt að þau
komi að slíkum verkefnum. „Risa-
rækja Orkuveitu Reykjavíkur er
dæmi um slíkt. Síðan væri hægt að
framleiða hér á Suðurnesjum, Suð-
urlandi og víðar risatómata,“ segir
Guðni og kímir við.
1
Bein afurðasala bænda af býlum sínum segir landbúnaðarráðherra að sé eitt af stærstu
málunum í íslenskum landbúnaði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bændur hafa ekki undan
að framleiða mjólk eða
kjötvörur þannig að staðan
er glæsilegri en menn hafa
áður búið við.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { landbúnaður } ■■■■