Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 15
Kynferðislegt aðdráttarafl Komið hefur í ljós að heilar samkynhneigðra kvenna bregðast öðruvísi við lykt af karlmönnum en heili gagnkynhneigðra kvenna samkvæmt rannsókn vísinda- manna við Karólínu háskólann í Svíþjóð á 24 konum. Matargerðin banvæn Um helm- ingur allra í heiminum elda enn mat sinn með kolum, taði eða við og þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin alvarlegt mál enda dregur reykurinn frá eldamennskunni þúsundir til dauða á hverju ári. TÆKNI OG VÍSINDI Rannsaka íslenska fugla Búið er að rannsaka meira en 200 sýni úr fuglum hér á landi að undanförnu í tengslum við rannsóknir á fuglaflensu. Öll sýnin hafa reynst neikvæð. Stefnt er að því að rannsaka 400 fugla vegna fuglaflensunnar. FUGLAFLENSA DÓMSMÁL Tæplega fertugur síbrotamaður, Agnar Víðir Braga- son, var dæmdur til þrettán mán- aða fangelsisvistar vegna umferð- ar- og fíkniefnabrota í byrjun þessa árs fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á maðurinn alls 23 ára sakafer- il að baki og hefur komist í kast við lögin vegna margvíslegra brota þann tíma. Með fjórum brot- um sínum á þessu ári rauf maður- inn skilorð fyrri dóma og er því refsingin þyngd sem því nemur. Samhliða dóminum voru rúm fjög- ur grömm af amfetamíni og rúm fimm grömm af hassi gerð upp- tæk. - aöe Á 23 ára sakaferil að baki: Hlaut rúmlega árs fangelsi DANMÖRK. Útlit er fyrir að mót- mælin gegn áformum dönsku rík- isstjórnarinnar um breytingar á velferðarkerfinu næsta miðviku- dag verði þau fjölmennustu í land- inu síðan 1985. Þá tóku hundrað og fimmtíu þúsund manns þátt í mót- mælum gegn ríkisstjórn Paul Schlüter. Samkvæmt frétt Politiken í gær eykst fjöldi þeirra stéttarfé- laga sem hyggjast taka þátt í mót- mælunum dag frá degi. En mót- mælin fara fram í fimm stærstu borgum landsins. Meðal þess sem breytingarnar á velferðakerfinu hafa í för með sér er hækkun eft- irlaunaaldurs í 62 ár. -ks Danir fjölmenna í mótmæli: Óvinsæl lög um eftirlaun DAGVISTUN Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar kaupum Félags- stofnunar stúdenta á leikskólanum Leikgarði. Með kaupunum verður þjónusta við börn stúdenta stór- lega bætt, að því er segir í tilkynn- ingu frá ráðinu. Markmið FS með kaupunum á Leikgarði er að fjölga plássum fyrir yngri börn stúdenta á aldrin- um sex mánaða til tveggja ára. Mikil þörf er á rýmum fyrir þenn- an aldur og biðlistar langir, að því er fram kemur. Stúdentaráð telur staðsetningu Leikgarðs afar heppi- lega, en leikskólinn er í miðju stúd- entagarðahverfi í húsnæði sem FS á að öðru leyti. -jss Stúdentaráð Háskóla Íslands: Fagnar kaup- um á Leikgarði LEIKGARÐUR Leikskólinn skiptir um eigendur og verður framvegis rekinn af stúdentum. Undirliggjandi sjó›ur KB Sparifjár er Skammtímasjó›ur KB banka. Markmi› sjó›sins er a› ná gó›ri ávöxtun og áhættudreifingu me› fjárfestingum í blöndu›u safni ver›bréfa. Skammtímasjó›ur telst vera næst áhættuminnsti sjó›ur KB banka. Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003 um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti útbo›sl‡singar sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbsjodir.is. E N N E M M / S ÍA / N M 2 15 4 6 KB Sparifé er fyrir flá sem vilja s‡na fyrirhyggju í fjármálum me› flví a› leggja fyrir me› reglubundnum hætti og njóta öruggrar ávöxtunar og ver›tryggingar. • Jöfn og gó› ávöxtun. • Inneignin er óbundin og alltaf laus til útborgunar. • fiú getur breytt upphæ›inni flegar flér hentar. • fiú ákve›ur hversu miki› flú vilt spara í einu (lágmark 5.000 kr.). • A› mestu ver›trygg›ur sparna›ur. fia› er au›velt a› byrja a› spara. Komdu í næsta útibú KB banka, hringdu í rá›gjafa í síma 444 7000 e›a far›u á kbbanki.is. KB SPARIFÉ FYRIR N†JAN DAG OG N† TÆKIFÆRI ÓSLÓ, AP Norsku fréttastofurnar NTB og ANB tilkynntu í gær að þær hygðust hefja viðræður um formlegt samstarf um öflun og miðlun frétta. Í fréttatilkynningu er tekið fram að markmiðið með viðræðun- um sé ekki sameining fréttastof- anna. NTB, sem stendur fyrir Norsk Telegrambyrå, var stofnuð árið 1867 og hefur alla tíð síðan verið öflugasta fréttastofa Noregs. ANB, eða Avisernes Nyhetsbyrå, var stofnuð árið 1912 sem sameig- inleg fréttaþjónusta dagblaða verkalýðshreyfingarinnar. Hún hefur sótt nokkuð á á síðustu árum en er þó mun minni en NTB. - aa Norsku fréttastofurnar: NTB og ANB boða samstarf MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 15 EGYPTALAND, AP Egypska lögreglan drap í gær forsprakka herskás hóps, sem sagður er hafa verið aðalskipuleggjandi hryðjuverka- árása á ferðamannastaði á Sínaí- skaga í síðasta mánuði sem urðu 23 manns að bana. Frá þessu greindi yfirstjórn lögreglunnar í gær. Nasser Khamis el-Mallahi, leið- togi hins herskáa félagsskapar Eingyðistrú og heilagt stríð Egyptalands, var skotinn til bana og félagi hans handtekinn í skot- bardaga í ólífutrjálundi á norður- hluta Sínaískaga snemma í gær- morgun, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Örygg- islögregla umkringdi lundinn eftir að upplýsingar bárust um að El- Mallahi og félagi hans héldu þar til. Til skotbardaga kom og stóð hann yfir í um það bil hálfa klukku- stund. El-Mallahi féll en félagi hans, Mouhammed Abdullah Abu Grair var handtekinn eftir að hann varð skotfæralaus. Hann særðist ekki. Herskáir hópar á Sínaískaga hafa staðið fyrir þremur árásum á erlenda ferðamenn undanfarin tvö ár. Alls hafa 120 manns farist í árásunum. „Þetta er hryðjuverkamönnun- um mikið áfall,“ sagði yfirmaður öryggislögreglunnar í gær. Hundr- uð egypskra lögreglumanna komu saman við höfuðstöðvar öryggis- lögreglunnar í gær og fögnuðu því að hafa fellt hryðjuverkaforingj- ann. ■ Lögregla í Egyptalandi: Skaut leiðtoga herskás hóps SORG Aðstandendur el-Mallahis í sorg eftir að hann féll í skotbardaga við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.