Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 48
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR H É Ð A N O G Þ A Ð A N JÓN ÞÓRISSON, sem fyrir ári lét af störf- um sem aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, hefur gengið til liðs við VBS fjárfestingarbanka hf. í kjölfar þess að fjárfesting- arfélag undir hans forystu hefur keypt 5,5 prósenta eignarhlut í bankanum. Hann mun leiða fyrirtækjasvið og viðskiptaþróun VBS og hefur hann störf hinn 2. maí næstkomandi. Jón hefur yfir 20 ára fjölbreytta starfsreynslu, sem almennur bankamaður, útibússtjóri, framkvæmda- stjóri og síðast aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. Einnig hefur hann setið í fjölmörgum stjórnum innan bankakerfis og utan. VBS er umboðsaðili Carnegie fjárfestingarbankans á Íslandi. Fjölmenni var á kynningu Hug- vits á nýjustu útgáfu GoPro-hugbúnaðarins í Salnum í Hamraborg í Kópavogi í síðustu viku. Hugbúnaðurinn var kynntur á sama tíma í Noregi og Danmörku og verður kynntur víðar á næstu dögum og vikum. Vinnuheiti útgáfunnar, sem notast við IBM Workplace, er í höfuðið á sherpanum Tenzing Norgay, nepalska leiðsögumannin- um sem fór fyrstur á Everest-tind með Nýsjálendingnum Edmund Hillary í lok maí árið 1953. Haraldur Örn Ólafsson lýsti ferð sinni á Everest árið 2002 og líkti ferðinni við þróunarferli hugbún- aðarins. Sagði hann m.a. að þróun kerfa eins og GoPro væri viða- mikið verkefni sem krefðist mik- ils undirbúnings, þrautseigju og reynslu og þannig mætti segja að hugbúnaðurinn væri enn í fyrstu grunnbúðum og við það að leggja á fjallið. Þá gerði Ólafur Daðason, fram- kvæmdastjóri Hugvits, grein fyrir framtíðarsýn fyrirtækisins og lýsti þeim nýjungum í GoPro- hugbúnaðinum sem líta mundu dagsins ljós á næstu tveimur árum. Á meðal nýjunga í nýju útgáfunni er persónusniðið vinnu- umhverfi og meiri möguleikar á hópvinnu og fjarvinnslu en þekkst hafa fram til þessa. Tilraunaútgáfa af nýjustu útgáfu hugbúnaðarins er í notkun í Stjórnarráði Íslands og sagði Sveinn Hannesson, mark- aðsstjóri Hugvits, að þróun kerf- isins væri unnin í nánu samstarfi við helstu sérfræðinga IBM á sviði hópvinnulausna. - jab FRÁ KYNNINGU HUGVITS Á NÝJUSTU ÚTGÁFU GOPRO-HUGBÚNAÐARINS Haraldur Örn Ólafsson, Þóroddur Bjarnason, sölustjóri Hugvits á Íslandi, Sveinn Hannesson, markaðsstjóri Hugvits, og Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits. GoPro í grunnbúðum F Ó L K Á F E R L I ÁSGEIR ÁSGEIRSSON hefur tekið við stöðu forstjóra nýs félags í eigu Marel hf., AEW Delford Systems Ltd. á Bretlandi. Ásgeir hóf störf hjá Marel árið 1986 og starfaði lengst af við vöruþróun fram til ársins 1996. Hann var forstöðumaður upplýsingatæknideildar og síðar gæðamála frá 1996 til 2001. Ásgeir varð annar af tveimur fram- kvæmdastjórum vöruþróunar árið 2001 og gegndi því starfi til marsloka 2006. Ásgeir lauk B.S. prófi í rafmagnsverk- fræði frá H.Í. 1986, B.S. prófi í tölvun- arfræði frá H.Í. 1990 og meistaragráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá University of Washington, Seattle, 1993. JÓN BIRGIR GUNNARSSON hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra viðskipta- þróunar AEW Delford, Bretlandi. Jón hóf fyrst störf hjá Marel sumarið 1996, þá í sumarstarfi, en var fastráðinn í byrjun árs 1997. Frá 2002 hefur hann verið ráðgjafi á Ráðgjafasviði Marel eða þar til hann tók við starfi hjá nýju félagi Marel í Bretlandi. Jón er með meistarabréf í vélsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1997 og véliðnfræði frá Tækniskóla Íslands 1997. Hann hóf MBA nám í HÍ haustið 2005. SIGSTEINN P. GRÉTARSSON hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra við- skiptaþróunar Marel hf. Sigsteinn hefur starfað hjá Marel síðan 1997 sem sölustjóri og ráðgjafi á sölu og markaðssviði. Árið 2001 flutti Sigsteinn til Brisbane í Ástralíu við stofnun dótturfélags Marel í Ástralíu og var framkvæmdastjóri félagsins til 2005. Eftir heimkomu til móðurfélagsins hefur hann unnið að samruna og fjárfestinga- verkefnum. Sigsteinn er með B.S. próf í vélaverkfræði frá Bradley University, Illinois árið 1990 og M.S. próf í vélaverk- fræði frá University of Illinois, Urbana- Champaign í Bandaríkjunum árið 1992. KRISTJÁN HALLVARÐSSON hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra vöruþró- unarferlis hjá Marel hf. Kristján hefur starfað hjá Marel síðan 1993 við verkefni tengd vöruþróun á Rafbúnaðasviði og Tækjahugbúnaðasviði. Hann var við sölu og þjónustu hjá Marel USA í Bandaríkjunum 1995 til 1998. Hann var vörustjóri skurðarvélahóps 2001 til 2006. Kristján lauk B.S. prófi í rafmagnsverkfræði frá H.Í. 1993 og M.S í rafmagnsverkfræði frá NCSU, 1998. RAGNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR hefur tekið við stöðu forstöðumanns upp- lýsingatækni- og gæðamála hjá Marel hf. Ragnheiður hefur starfað hjá Marel frá 1995 við innleiðingu gæðakerfis og verið umsjónarmaður gæða- mála. Þá varð hún gæðastjóri Marels árið 2000 og hefur verið aðstoðarmaður forstjóra í ýmsum sérverkefnum t.a.m. stýra stefnumótun Marels. Ragnheiður útskrifaðist með B.S. próf í vélaverk- fræði frá HÍ 1991 og M.S. próf í rekstrar- verkfræði frá DTU í Danmörku 1995. Sængurverasett handklæði baðsloppar Opið virka daga 11-18 • laugardaga 11-14. Langholtsvegi 111,104 Rvk. Sími 568 7900 Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl �������������������������������� ������������������������������ ��������������� ����������������������� ���������������������� And T h e M i n i s t r y f o r F o r e i g n A f f a i r s „Business opportunities in India“ Conference at Grand Hotel, Reykjavik on May 11th 2006 from 8.00-10.15 08.00 – 08.15 Registration 08.15 – 08.20 Opening speech – Mrs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Minister of Education, Culture and Science 08.20 – 08.40 Mr. Sonjoy Chatterjee, Managing Director and CEO, ICICI Bank UK Ltd. 08.40 – 09.00 Mr. Geir Gunnlaugsson, Chairman of Promens Ltd. „Investing in India – Our experience“ 09.00 – 09.20 Mr. SA Hasan, Managing Director, Tata Ltd., UK 09.20 – 09.40 Mr. Þorvaldur Gylfason, professor at Faculty of Economic and Business Administration at University of Iceland „Growing Together: India and China“. 09.40 – 10.00 Questions from audience 10.00 – 10.15 Conclusionary remarks, Mr. Sturla Sigurjónsson Ambassador and HE Mr. Mahesh K.Sachdev Ambassador Chairman of the meeting: Björn Aðalsteinsson, Chairman of the Icelandic-Indian Trade Council The meeting will be in English. Registration: fis@fis.is Price: 2500 ISK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.