Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá áramótum Actavis 2% 25% Alfesca -2% -6% Atorka Group -3% -9% Bakkavör 1% -3% Dagsbrún -7% -12% FL Group -7% -5% Flaga 9% -11% Glitnir -2% -3% KB banki -3% -1% Kögun -1% 21% Landsbankinn -5% -18% Marel -4% 8% Mosaic Fashions -2% -6% Straumur -1% 6% Össur 2% -2% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Larry Finnson hefur tryggt sér dreifingarrétt á vatni á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial í Kanada. Fyrsti farmurinn, 20 fjörutíu feta gámar með sex til sjö hundruð þúsund eins og hálfs lítra flöskum af vatni, sem fengið er úr gamalli lind í Ölfusi og tappað á flöskur í verksmiðju Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, er á leið vestur um haf. Búist er við að flöskurnar fari í hillur Wal-Mart verslunarkeðjunnar í Manitoba í Kanada í maílok eða í byrjun júní. Þá er í bígerð að selja vatnið í búðum Shopper Drug Mart-verslunarkeðjunnar á landsvísu í Kanada. Larry Finnson, forstjóri og stofnandi 24K Water Co. í Kanada, var hér á landi um helgina ásamt Corey Breul, samstarfsmanni sínum, og skrifaði undir samkomulag um dreifingarréttinn. Icelandic Glacial er í meirihlutaeigu feðganna Jóns Ólafssonar og Kristjáns Jónssonar. Finnson er af íslensku bergi brotinn en forfaðir hans flutti til Kanada ásamt fjölskyldu sinni seint á 19. öld. Finnson er þekktur frumkvöðull í Kanada en hann framleiddi og seldi m.a. súkkulaðihjúp- aðar kexkökur undir vörumerkinu Clodhoppers. Sælgætið sló í gegn og fyrirtækið var margverð- launað. Finnson seldi hlut sinn í fyrirtækinu í október á síðasta ári og stofnaði 24K Water Co., og sérhæfir það sig í sölu á vatni á flöskum. „Ég fékk áhuga á vatni fyrir tveimur árum. Þetta er spennandi markaður,“ segir Finnson, sem fann vef Icelandic Glacial þegar hann leitaði sér upplýsinga um vatn á netinu. „Fyrirtækið var að markaðssetja sig á Bandaríkjamarkaði. Ég sendi þeim tölvuskeyti með upplýsingum um mig ásamt mynd af mér fyrir framan víkingastyttu í Gimli,“ segir hann. Finnson sér svo mikla möguleika í vatnssöl- unni að nafn fyrirtækisins vísar í 24 karata gull. „Þetta er besta varan sem ég hef séð, gull í vökva- formi,“ segir hann, hlær og leggur áherslu á að vatn Icelandic Glacial sé í hágæðaflokki (e. Super Premium). Gámarnir sem eru á leið vestur um haf eru fyrsta sendingin af mörgum en Finnson áætlar að selja, undir vörumerkjum Icelandic Glacial, fyrir andvirði 10 milljóna kanadískra dollara, jafnvirði tæplega 650 milljónir íslenskra króna. „Vatnsmarkaðurinn í Kanada er stór en velta hans nemur samtals 400 milljónum kanadískra dollara. Neytendur eru íhaldssamir og því getur það tekið tíma að ná þessari sölu. Hún getur líka orðið meiri,“ segir hann en bendir jafnframt á að vörur í hágæða- flokki á borð við vatnið frá Icelandic Glacial njóti vaxandi vinsælda ytra. „Hann er bara rétt að byrja,“ segir Jón Ólafsson, spurður um brennandi áhuga Finnsons á íslenska vatninu. „Við erum í raun að halda aftur af honum,“ segir Jón en sala vatnsins hefur verið svo góð fram til þessa í Bandaríkjunum að fyrirtækið annar ekki eftirspurn. Fyrirtækið getur selt 90 gáma af flösku- vatni á mánuði en 38.000 hálfs lítra vatnsflöskur eru í hverjum gámi, að hans sögn. FINNSON OG COREY BREUL Finnson hefur að markmiði að selja vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial fyrir 10 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæplega 650 milljóna íslenskra króna. MARKAÐURINN/STEFÁN Vestur-Íslendingur flytur íslenskt vatn til Kanada Sala á íslensku vatni á flöskum undir vörumerki Icelandic Glacial hefst í Kanada í lok mánaðarins. Selja á vatn fyrir 650 milljónir króna. Lánasýsla ríkisins mun hefja reglubundna útgáfu ríkisbréfa til tveggja ára og ríkisvíxla til þriggja mánaða til að styðja við hagstjórn og bæta vaxtamyndun á skuldabréfamarkaði. Þórður Jónasson, forstjóri Lánasýslunnar, segir að ríkissjóð- ur sé að svara ákalli Seðlabankans um að styrkja vaxtamyndunina á styttri enda skuldabréfamarkað- arins og mynda samfelldan feril áhættulausra vaxta. „Við teljum að með þessari aðgerð séum við að tengja á milli tveggja tíma- lengda, lengri ríkisbréfaflokka og millibankavaxta sem mynda skammtímavextina.“ Jafnframt ætti aðgerðin að efla verðmynd- un á markaðnum í heild. Þórður telur að með þessari aðgerð geti Seðlabankinn séð glöggt hverjar væntingarnar eru varðandi stýrivaxtabreytingar og verðbólgu í framtíðinni. Ríkissjóður á um 50 milljarða króna í Seðlabankanum og þarf ekki á lánsfé að halda. Nýja markflokkakerfið mun aðallega fela það í sér að löngum flokki verðtryggðra spariskírteina, sem gjaldfalla árið 2015, verð- ur keyptur til baka en í staðinn verða gefin út styttri, óverð- tryggð bréf. Lánasýslan áætlar að gefa út rík- isbréf fyrir samtals 27 milljarða króna á þessu ári. - eþa ÞÓRÐUR JÓNASSON Nýtt markflokka- kerfi ætti að efla skuldabréfamarkaðinn. Verðmyndun skuldabréfa efld Eignarhlutur Íslendinga í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand er kominn í 7,4 prósent sam- kvæmt nýjasta hluthafalista. Hafa íslenskir aðilar aukið hlut sinn jafnt og þétt á undanförnum vikum en ekki er loku fyrir það skotið að fleiri hlutir séu í vörslu annarra aðila. Glitnir er kominn í hóp 20 stærstu hluthafa með 1,8 prósenta hlut sem gerir hann að ellefta stærsta eigandanum. Arion-verðbréfa- varsla, sem er dótturfélag KB banka, er skráð þriðji stærsti hluthafinn með 4,56 prósenta hlut en þessir hlutir eru geymd- ir fyrir viðskiptabanka. Talið er líklegt að stærstur hluti þessara bréfa sé í eigu KB banka. Arion hélt utan um 2,76 prósenta hlut um áramót. Norska ríkið er stærsti hluthafinn með 10,78 prósenta hlut þannig að eignarhald í Storebrand er dreift. Storebrand er eitt stærsta fjár- málafyrirtæki Noregs og byggir starfsemi sína á þremur kjörnum, líftryggingarekstri, fjárfestinga- bankastarfsemi og hefðbundinni bankastarfsemi. Félagið hefur verið á mikilli siglingu og skilaði sextán milljarða hagnaði á síðasta ári. Markaðsvirði bankans er um 215 milljarðar króna og stendur verðmæti hlutabréfa íslenskra aðila nálægt sextán milljörðum. - eþa SKRIFSTOFA STOREBRAND Í OSLÓ Íslenskir aðilar eru áhugasamir um bankann og eiga yfir sjö prósent. Íslendingar kaupa meira í Storebrand Glitnir nýr á lista yfir stærstu hluthafa SPRON hefur eignast meirihluta í Midt Factoring sem sérhæfir sig meðal annars í fjármögnun viðskiptakrafna fyrir atvinnulíf- ið. Á síðsta ári annaðist félagið kröfur og fjármögnum krafna að upphæð níu milljarðar króna. Nafn félagsins verður framvegis SPRON Factoring. Kaupverð er ekki gefið upp en Midt Factoring í Danmörku verð- ur áfram hluthafi með fimmt- ungshlut. Agnar Kofoed-Hansen er framkvæmdastjóri SPRON Factoring. - eþa Kaupir í kröfufyrirtæki Lysing_Sjónauki_5x100mm Sérð þú tækifæri á vexti? Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Tækifæri leynast allsta›ar! "fiegar flú hefur komi› auga á atvinnu- tækifæri sem hentar flínum flörfum, getum vi› a›sto›a› me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja." Sveinn fiórarinsson Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› Á morgun stendur Íslensk-indverska við- skiptaráðið og utanrík- isráðuneytið fyrir morg- unverðarfundi á Grand hóteli. Þema fundarins er viðskiptatækifæri á Indlandi. „Ráðstefnan er haldin nú til að fylgja á eftir ferð við- skiptasendinefndar til Indlands í febrúarlok, en þangað fóru fulltrúar 23 íslenskra fyrirtækja,“ segir Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands á Indlandi, sem er stadd- ur hér á landi til að vera við- staddur ráðstefnuna. Á ráðstefnunni verða meðal annars tveir ind- verskir frummælend- ur, framkvæmdastjór- inn Sonjoy Chatterjee og SA Hasan, fulltrúi Tata, einnar stærstu fyrirtækjasamsteypu Indverja. Þeir Geir Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Promens, og Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, munu jafnframt segja frá reynslu sinni og þekkingu af við- skiptum við Indland. - hhs STURLA SIGURJÓNSSON Sendiherra Íslands á Indlandi Viðskiptatækifæri á Indlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.