Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN Barclay’s þar sem eftirlitið var gagnrýnt fyrir að gera sér ekki grein fyrir hættum sem steðjuðu hér að bankakerfinu. Jónas telur þá gagnrýni hins vegar skýrast að nokkru af því að fulltrúar bankans hafi verið með mjög skýrt mótaðar hugmyndir um stöðu mála og firrst við þegar þeir fengu ekki þau svör sem þeir bjuggust við. Þessi skýrsla sé þannig nokkuð frábrugðin öðrum úttektum. „Á svipuðum tíma kom út skýrsla frá Royal Bank of Scotland þar sem kom fram að fundur þeirra með okkur hefði aukið mjög trú þeirra á kerfinu og að þeirra trú væri að gjaldmiðillinn okkar væri hér nokkuð vandamál, en ekki fjármálakerfið. Þá sagði HSH Nordbank, sem líka kom hingað, að helsti munurinn á okkur hér og löndum sem aðrir höfðu borið okkur saman við, svo sem Taíland, væri öflugar stofnanir. Svo verður ekki annað sagt en að í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar og Frederics Mishkin fái eftirlitið mjög góða einkunn.“ MÆLIKVARÐI SETTUR Á ÁRANGURINN „Öflugur fjármálamarkaður er þjóðfélags- lega hagkvæmur og mikilvægur. Hann sér um greiðslumiðlun, vörslu sparnaðar og að fjármagn leiti í sem hagkvæmastan farveg og ég vænti þess að áfram verði örar breytingar og frekari vöxtur þótt eitthvað hægist um á þessu ári,“ segir Jónas og áréttar að fyrst og fremst vilji Fjármálaeftirlitið hafa jákvæð áhrif á þróun markaðarins, veita honum þá umgjörð og það aðhald sem þurfi til og stuðla um leið að traustri starfsemi fyrirtækja. „Í þeim efnum leggjum við áherslu á að vera þekkt fyrir fagmennsku, áreiðanleika og árangur og vera ákveðin, en um leið sann- gjörn.“ Til þess að vinna enn frekar að þessum markmiðum segir Jónas að lagt hafi verið í töluverða vinnu innan stofnunarinnar við að koma á því sem kallast stefnumiðað árang- ursmat, eða balanced scorecard, og er vel þekkt leið til að setja markmið og greina árangur í rekstri fyrirtækja og stofnana. „Síðan ég kom höfum við verið að klára þessa stefnumótun og markmiðasetningu, en í henni höfum við sett niður meginstefnu okkar, að stuðla hér að traustri fjármálastarfsemi og síðan framtíðarsýnina um að hafa jákvæð áhrif á þróun markaðarins. Við skilgreinum svo sextán markmið í mismunandi víddum og setjum einn til tvo mælikvarða fyrir hvert markmið.“ Hann segir að verið sé að innleiða árangursmatið um þessar mundir og það verði prufukeyrt á þessu ári. „Árið verður þannig svolítil tilraunastofa meðan við erum að stilla okkur af, en ég vænti þess að við endurskoðum þetta í lok árs og förum frá og með næsta ári að mæla hér árangurinn með þessi markmið í huga.“ AUKIN SJÁLFVIRKNI OG HÆFISMAT Jónas segist mikla áherslu leggja á nútíma- væðingu og skilvirkni í starfinu, sem endur- speglist í því sem kalla megi aukna rafvæð- ingu. „Við söfnum miklum upplýsingum, en þar vil ég koma á rafrænum skilum á öllu, ekki bara þannig að gögn berist í tölvupósti heldur líkara því sem fólk þekkir af skilum skattskýrslunnar. Þannig eiga upplýsingar að geta komið og farið beint inn í gagnagrunna hér hjá okkur. Við getum þá greint gögnin mun fyrr og notað úrvinnslukerfi sem gefa þá til kynna ef eitthvað kallar á nánari skoðun, miðað við þær forsendur sem við setjum,“ segir hann og bætir við að næstu tvö ár fari í að klára þetta verkefni. Ferlið á ekki að vera fyrirtækjunum íþyngjandi eða setja á þau auknar kvaðir heldur á að auðvelda þeim að skila upplýsingum. „Þau þurfa að senda okkur fjölmargar skýrslur, hvort sem það er um stórar áhættuskuldbindingar, eigin- fjárstöðu, lánveitingar vegna hlutabréfa og fleira.“ Jónas telur að um 3.000 skýrslueintök um margvísleg málefni berist eftirlitinu á ári frá eftirlitsskyldum aðilum. Fyrsta tilrauna- verkefnið varðandi þetta fer af stað á næstu vikum. Jónas nefnir sem dæmi um uppbyggjandi aðhald að nýir stjórnendur fjármálafyrir- tækja, tryggingafélaga og -miðlara, auk líf- eyrissjóða, séu kallaðir í sérstakt hæfismat. Áður þekktist þetta varðandi vátryggingafé- lög og -miðlara en var víkkað út til fjármála- fyrirtækja og lífeyrissjóða í lok síðasta árs. Frá þeim tíma hafa tæplega tíu manns úr ólíkum félögum komið í mat og enginn þeirra hefur hlotið falleinkunn. „Í hæfismatinu felst í raun tvennt. Stjórnarmenn svara spurningalista og skila inn ákveðnum gögnum, en svo er heldur meiri þungi lagður á að prófa þá sem eru í við stjórnvölinn dags daglega, svo sem fram- kvæmdastjóra. Þeir kom hér í munnlegt próf þar sem farið er yfir lög og reglur sem um starfsemina gilda, til að tryggja að þeir séu meðvitaðir um helstu þætti. Menn koma vel undirbúnir og viðkvæðið hefur yfirleitt verið, svona eftir á, að menn séu mjög ánægðir með þetta, þeir hafi virkilega sest niður og farið í gegnum hlutina á heildstæðan hátt sem þeir hefðu kannski ekki annars gert.“ Fari illa hjá einhverjum í prófi segir Jónas að við því verði brugðist með því að gera stjórn fyrirtækisins viðvart og vekja á því athygli og mönnum verði svo gefinn kostur á að endurtaka ferlið. Hann telur þó ekki miklar líkur á að stjórnendur láti reka sig alveg á gat, enda væntanlega síun búin að eiga sér stað hjá viðkomandi stjórn í ráðning- arferlinu. ÁHERSLA LÖGÐ Á PENINGAÞVÆTTI Þá segir Jónas að stigin hafi verið ákveðin skref hjá Fjármálaeftirlitinu í þá átt að auka upplýsingagjöf. „Eftirlitið hefur náttúrlega lengi verið leiðbeinandi og gefið út leiðbein- andi tilmæli, en núna erum við farin að birta ákvarðanir um verðbréfamarkaðinn undir svokallaðri gegnsæisstefnu sem við fengum um mitt síðasta ár heimild í lögum til að gera. Við höfum svo líka verið að setja fram túlkan- ir, en höfum þá verið að skoða ákveðin atriði sem ef til vill hefur verið vafi um á markaði og sett þá fram túlkun og eytt vafanum.“ Þetta segir Jónas ákveðna opnun frá því sem áður var þegar túlkuð voru einstök atriði, en upplýsingarnar fóru ekki lengra en til fyrir- tækisins sem í hlut átti. Eins hefur verið lögð meiri áhersla á mál tengd peningaþvætti. Er það meðal annars vegna nýs frumvarps til laga um lög gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, en þar er Fjármálaeftirlitinu fært skýrara verk- svið en áður. Vegna þessa hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður sem brátt hefur störf. Einnig spilar inn í peningaþvættisáhersluna nýafstaðin úttekt vinnuhóps OECD, Financial Action Task Force, sem fjallar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðju- verka í aðildarríkjum stofnunarinnar. „Þessi mál verða því í auknum forgangi í framhaldi af lagabreytingunni,“ segir Jónas en telur engu að síður umgjörðina almennt góða þegar kemur að þessum málum. „Þetta er hins vegar starf sem verður að sinna vel vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Mest kemur þetta til með að felast í erlendu samstarfi, úttekt- um hjá fjármálafyrirtækjum á innri ferlum, leiðbeinandi tilmælum og upplýsingagjöf til fyrirtækjanna, en allur þungi í rannsóknum svona mála er hjá lögreglunni.“ STAÐA ÍSLENSKU VIÐSKIPTABANKANNA Jónas segir fyrir liggja að á næstunni fundi Fjármálaeftirlitið með viðskiptabönkunum hverjum fyrir sig og fari yfir stöðu og horf- ur í starfsemi þeirra. Bankarnir hafa orðið fyrir barðinu á erfiðri umræðu greiningar- deilda erlendra banka sem sumpart hefur byggt á vanþekkingu á íslenskum aðstæð- um og endurómað hefur í sumum fjölmiðl- um. Afleiðingin hefur meðal annars verið sú að lánakjör þeirra við endurfjármögnun á erlendum skuldabréfamörkuðum hafa versn- að til muna. Jónas áréttar þó að um reglu- bundna fundi sé að ræða, slíkar viðræður fari alla jafna fram að vori og hausti. Hann segir ekki að undra skrif um bankana, enda hafi þeir komið áræðnir inn á nýjan markað og væntanlega troðið einhverjum um tær. „Grunnafkoma bankanna er viðunandi og það sem meira máli skiptir er að eiginfjár- staða þeirra er mjög sterk. Þeir hafa til dæmis staðist þau álagspróf sem við gerum á þeim og eru mjög stíf,“ segir Jónas og bætir við að bankarnir hafi einnig aukið áhættu- dreifingu sína, bæði með tilliti til tekna og landa. Hann segir ekkert benda til annars en að útlánagæði séu í lagi og bankarn- ir virðist vera að draga úr markaðs- áhættu vegna verð- bréfa. „Hins vegar er endurfjármögn- unin að stærstum hluta á mörkuðum erlendis, en það er viðskiptamódel sem bankarnir hafa valið sér og gera sér grein fyrir áhættunni sem felst í því. Þeir leggja áherslu á öfluga áhættustýringu og þau áform sem þeir hafa kynnt okkur um fjármögnun á þessu ári og næsta eru trúverðug.“ Jónas segir mikil- vægt að bæði bank- arnir og stofnanir hér heima læri af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um íslenska hag- kerfið og bankana. „Upplýsingagjöfin þarf að vera meiri og kannski á formi sem þeir aðilar sem eru úti á markaðn- um telji sig þurfa. Bæði við og bank- arnir þurfum ef til vill að sýna meira frumkvæði í að koma á framfæri upplýsingum. Þarna tel ég til dæmis að rafvæðingin muni hjálpa okkur mikið, því þegar hún er komin á verður mun auðveldara að greina og birta upplýsingar.“ Þá segir Jónas mikilvægt að menn átti sig á að verkefni á borð við upplýsingagjöf sem þessa verði viðvarandi, en ekki í formi „íslensks“ átaks þar sem upplýsingum verði mokað út í takmarkaðan tíma. Hann segir hins vegar að ásókn í upplýsingar hjá eftirlitinu og beiðnir um fundi hafi stóraukist, en hingað til hafi fundir að mestu einskorðast við matsfyrir- tækin og alþjóðlegar stofnanir. Jónas bendir einnig á að á síðasta ársfundi stofnunarinnar í byrjun nóvember síðastliðins hafi hann haft uppi varnaðarorð um stöðuna, áður en titr- ingurinn hófst. „Því er ekki hægt að segja að við höfum sofið á verðinum. En þarna minn- umst við meðal annars á útlánaaukninguna, f j á r m ö g n u n i n a , markaðsverðbréfa- áhættu og áhættu af starfsemi í nýju umhverfi sem er fyrst og fremst þessi umtalsáhætta.“ Jónas segist telja að umræðan um hagkerfið og bankana sé nokkurs konar veðrabrigði sem muni ganga yfir. „Umgjörðin og undirstöðurnar eru það traustar. Góð afkoma bankanna á fyrsta ársfjórðungi, þrátt fyrir óstöðug- leika með lækkun á gengi krónunnar og virði hlutabréfa, hefur til dæmis haft jákvæð áhrif og álag á skulda- tryggingum bankanna hefur farið lækkandi. Tíma tekur að koma upplýsingum á framfæri. Þegar menn átta sig á að grunnurinn er góður róast umræðan, en það tekur náttúrlega ein- hvern tíma.“ 13MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2006 Ú T T E K T STEFNUNNI LÝST Jónas Fr. Jónsson, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, segir eftirlitið lif- andi og skemmtilegan vinnustað þar sem mikil áhersla sé lögð á símenntun. Starfið sé enda fjölbreytilegt með miklu erlendu samstarfi og samstarfi innanhúss. MARKAÐURINN/GVA Með nútímavæðingu og skilvirkni að leiðarljósi Fjármálaeftirlitið hefur að markmiði að tryggja öryggi og stöðugleika í rekstri einstakra fjármálaþjónustufyrirtækja. Í kjölfar útrásar íslenskra fjármálafyrirtækja hefur erlent samstarf stór- aukist, unnið er að innleiðingu samhæfðs árangursmats og verið er að koma upp nýju úrvinnslukerfi fyrir rafræn skil á gögnum. Óli Kristján Ármannsson hitti Jónas Fr. Jónsson að máli. H V A Ð E R F J Á R M Á L A E F T I R L I T I Ð ? Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð ríkisstofnun með sér- staka stjórn. Hlutverk þess er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Eftirlitsskyldir aðilar eru viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki (fjár- festingarbankar), innlánsdeildir samvinnufélaga, verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða, kauphallir, verðbréfamiðstöðvar, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög og vátryggingamiðlarar með starfsleyfi hér. Undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins heyrir einnig á sama hátt starfsemi nokkurra fleiri aðila í fjármálastarfsemi, sem starfa samkvæmt sér- stökum lögum. Kveðið er á um starfsemi og hlutverk Fjármálaeftirlitsins í sérlögum og lögum um ofan- greinda fjármálastarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.