Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 29 •Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. •Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. •Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. •Auðveldar innkaup og bætir yfirsýn. •Úttektartímabil er almanaksmánuður. •Gjalddagi er 25. næsta mánaðar. •Lengri greiðslufrestur. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Bjarni reddar öllu. Sænska bókaforlagið Alfabeta hefur keypt útgáfuréttinn á Argó- arflísinni eftir Sjón, handhafa bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Argóarflísin hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út fyrir jól og var meðal annars valin skáldsaga ársins af starfs- fólki bókaverslana. Bókin gerist árið 1949 og segir frá rosknum Íslendingi að nafni Valdimar Haraldsson, sem er far- þegi um borð í dönsku flutninga- skipi sem er á leið til Svartahafs- ins. Meðal skipverja er hinn lífsreyndi Keneifur, sem segir skipsfélögum sínum söguna af því þegar hann sigldi með hinu sögufræga fleyi Argó, undir for- ystu Jasonar Esonarsonar og tók þátt í hinni miklu glæfraför Argó- arfara til Kolkis til að sækja gullna reyfið. Bjartur gefur Argóarflísina út og á vef forlags- ins segir að með þessum samning rætist spádómur Völvu Séð og og heyrt, sem spáði Sjón upphefð að utan á árinu og „því kom áhugi hins virta forlags hreint ekki á óvart í höfuðstöðvum Bjarts“. Argóarflísin til Svíþjóðar SJÓN Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir hraðskákmóti í Iðnó í dag klukkan 17. Mótið er öllum opið, börnum og fullorðnum, byrjendum og meisturum, og er þátttaka ókeyp- is. Teflt er í veitingasal Iðnó á 2. hæð og lýkur mótinu um klukkan 18.30. Verðlaun eru veitt fyrir bestan árangur þriggja efstu á mótinu og að auki eru þrenn verðlaun fyrir bestan árangur barna á grunnskóla- aldri. Þetta er þriðja Bónushraðskák- mótið í syrpu Hróksins í Iðnó. Sigur- vegarar á fyrri mótum voru FIDE- meistararnir Davíð Kjartansson og Róbert Harðarson. Sá sem nær best- um árangri á fjórum fyrstu Bónus- mótunum í Iðnó fær utanlandsferð í verðlaun, svo til mikils er að vinna. Skákmótasyrpan í Iðnó hefur farið vel af stað og stefnir Hrókur- inn að því að gera miðvikudagsmót- in að föstum lið í skáklífinu í sumar. Hraðskák í Iðnó MANNTAFL Í IÐNÓ Miðvikudagsskákmót Hróksins í Iðnó hafa vakið athygli en þar mætist fólk á öllum aldri við skákborðin. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 7 8 9 10 11 12 13 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Jóhann Nardeau tromp- etleikari heldur útskriftartónleika í Salnum í Kópavogi. Meðleikarar eru Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.  21.00 Tónleikar í djassklúbbnum Múlanum. Að þessu sinni kemur fram gítartríó Jóns Páls Bjarnasonar en það er skipað þeim Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Eðvarð Lárussyni á gítar og Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar. Leiknar verða sígildar perlur djassögunnar í útsetningum þeirra félaga. Múlinn hefur nú aðsetur sitt í Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er 1.000 kr. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Kliður fornra strauma er heiti á síð- ustu tónleikunum í TÍBRÁ-tónleika- röðinni í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Efnisskráin er alíslensk og ætla Steindór Andersen kvæðamað- ur, Sigurður Rúnar Jónsson, oft kallaður Diddi fiðla og Bára Gríms- dóttir langspilsleikari að leiða saman hesta sína, en þau hafa öll lagt sitt rækilega af mörkum til að halda á lofti hinum forna tónlistar- arfi. „Við ætlum að leika íslensk þjóðlög, tvísöngva og stemmur og fleira,“ segir Bára. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þrjú komum fram saman en æfingar hafa gengið vel og þetta hljómar vel.“ Hinn 11. maí er afmælisdagur Kópavogsbæjar en sú hefð hefur skapast að ljúka TÍBRÁ-tónleika- röðinni ávallt á þeim degi, en jafn- framt lýkur Kópavogsdögum 2006 þetta kvöld. Þetta eru fyrstu TÍBRÁ- tónleikarnir sem Bára leikur á en Salinn þekkir hún vel. „Það er alltaf virkilega gaman að spila í Salnum, hljómburðurinn er frábær.“ Að sögn Báru hefur þríeykið verið beðið um að flytja dagskrána aftur í Surt- shelli í næsta mánuði. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Miðaverð er 200 krón- ur og enn eru nokkur sæti laus. bergsteinn@frettabladid.is Þjóðlegur kliður í Salnum FRÁ ÆFINGU Í SALNUM Steindór, Sigurður og Bára hafa öll haldið íslenskum tónlistararfi rækilega á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.