Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Staða efnahagsmála hefur verið í brennidepli að undanförnu. Eins og við var að búast stöndum við frammi fyrir talsverðri þenslu á næstunni. Ákvarðanir í málefnum Íbúðalánasjóðs og tímasetning skattalækkana reyndist, eins og margvarað var við, eldsneyti á bjartsýniskast samfara mikilli erlendri fjárfestingu. Þetta kom fáum á óvart. Hins vegar kom mörgum á óvart að staða efnahagsmála skyldi vekja slíka athygli erlendis. Afleiðingar þess voru afar neikvæð umræða sem ýtti af stað veik- ingu krónunnar og falli á hlutabréfamarkaði. Ekki er ólíklegt að þessir tveir markaðir verði viðkvæmir á næstunni í kjölfar lækkunarinnar. Að undanförnu hefur þó birt til. Viðskiptaráð Íslands brást við með fag- legum hætti og kallaði til virtan erlend- an sérfræðing til að taka út áhættu íslenska fjármálakerfisins. Skýrsla þeirra Frederics Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar virðist hafa náð eyrum þeirra sem fylgjast með efna- hagsumræðu á Íslandi. Niðurstaða skýrslunnar er í stórum dráttum sú að grunnur hagkerfisins sé góður og lítil hætta á fjármálakreppu. Það eru góðar fréttir. Hins vegar er það svo að það eru margar leiðir til að búa til kreppu. Ein er neikvæð umræða. Þess gætir í pólitískri umræðu að upp- hrópanir um að hér sé allt að fara til fjandans þyki tilhlýðilegar. Slíkar full- yrðingar eru fjarri sanni og til þess eins fallnar að skapa svartsýni sem getur leitt af sér samdrátt. Verðbólguvæntingar eru annað sem huga þarf að. Seðlabankanum hefur ekki tekist að skapa þá trú á markaði að bankinn hyggist halda aftur af verðbólgu. Þrátt fyrir að hér sé ekki dregið í efa að Seðlabankinn hyggist hvergi hvika virðist sú skoðun nokkuð almenn að ekki verði aftur snúið. Verðbólgan muni fara vel yfir markmið bankans. Slíkt hugarfar ýtir undir að á markaði gefi menn eftir og hækki vöruverð í stað þess að reyna að sporna á móti. Slíkt leiðir svo af sér meiri verðbólgu en ella. Eftir mikla veislu er einnig pressa í samfélaginu að leiðrétta laun þeirra sem minnst hafa borið úr býtum og sinna störfum sem þarf að sinna með sóma, sjálfsvirðingar okkar vegna sem þrosk- aðs og mannúðlegs samfélags. Gegn slíku er erfitt að standa, en verði kjörin bætt þarf að tryggja að hækkunin klifri ekki upp launastigann. Þegar svo vel gengur sem verið hefur þarf að gæta að sér. Laun þeirra sem mest bera úr býtum hafa hækkað verulega. Slíkt ýtir undir kröfur annarra um hærri laun. Víxlverkun hækkana launa og verðlags er nokkuð sem verður að koma í veg fyrir. Slíkur vítahringur byrjar oft í neðstu þrepum og klifrar upp. Hann getur líka byrjað efst í launastiganum og fetað sig þaðan niður. Mikilvægt að allir leggist á eitt: Hver axli sitt í bar- áttu gegn verðbólgu Hafliði Helgason Viðskiptaráð Íslands brást við með faglegum hætti og kallaði til virtan erlendan sérfræð- ing til að taka út áhættu íslenska fjármálakerfisins ... Niðurstaða skýrsl- unnar er í stórum dráttum sú að grunnur hagkerfis- ins sé góður og lítil hætta á fjármála- kreppu. Leikföng fyrir fullorðna Economist | Breska viðskiptatímaritið Economist gerir leikföng fyrir fullorðna að umfjöllunarefni í nýjasta tölublaði sínu. Þar segir að leikfanga- framleiðendur í Japan sjái hag sinn í því að setja á markað leikföng sem höfði jafnt til barna og fullorðinna. Telja þeir að með þessu verði hægt að auka veltuna á innan- landsmarkaði í Japan í 425 milljarða íslenskra króna. Eitt af vinsælustu leikföngunum í Japan er fjarstýrð vélmenni. 100 blaðsíðna leiðbein- ingabæklingur fylgir vélmennunum, sem kostar tæpar 80.000 krónur út úr búð. Það er sagt höfða sérstaklega til karlmanna sem senn nálgast miðj- an aldur og horfa til bernskunnar með glampa í augum. Verslanir út í kuldanum Fortune | Smásöluverslun hefur sjaldan verið betri á Indlandi. Í nýjasta tölublaði Fortune segir að alþjóðlegar verslunarkeðjur á borð við Wal-Mart, Tesco og Carrefour horfi löngunaraugum á ind- verska smá- sölumarkaðinn og vilji sneið af kökunni. Eftir töluverðu er að sækjast því mannfjöldi á Indlandi er kominn yfir milljarð. Þá hefur hagur millistéttarinnar batnað töluvert. Takmarkanir stjórnvalda á fjárfestingar erlendra aðila á Indlandi koma hins vegar í veg fyrir að verslunar- keðjurnar geti reist útibú í landinu. Litlar líkur eru taldar á að úr rætist því tiltölulega lítill vilji þykir vera fyrir hendi á Indlandi að fá erlenda aðila inn á markaðinn. U M V Í Ð A V E R Ö L D Á þessum vetri hefur verið töluverð umræða um upptöku evru hérlendis. Umræðan hefur líklega vaknað vegna hágeng- is krónunnar framan af vetri og síðan gengisfall á vordögum sem mun án efa skila töluverðri verðbólgu á þessu ári. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart. Þessi umræða var síð- ast svo glaðvakandi á árunum 2000-2001 en þá lækkaði krónan einnig snögglega og verðbólgu- hraðinn var hársbreidd frá 10%. Þessi staðreynd, að gengið skuli hafa fallið með verðbólgu- skoti í tvígang eftir nútímaleg peningamálastjórnun komst á eftir 1998, hlýtur að vekja upp ákveðnar spurningar um virkni vaxtastjórnunar hérlendis þegar verðstöðugleiki er ann- ars vegar. En ekki aðeins það. Þróun síðustu mánaða bendir eindregið til þess að gengisór- óinn og smæð myntsvæðisins hafi fengið nýja þýðingu fyrir fjármálastöðugleika sem vert er að gefa gaum. NAUÐARVAL Á MILLI VERÐBÓLGU OG ATVINNULEYSIS Í hagfræðikennslubókum er sá einfaldi boðskapur boðaður að virði þess að hafa sérstakan gjaldmiðill og sjálfstæða pen- ingamálastjórnun felist í þjóð- hagslegum stöðugleika. Til að mynda, að geta brugðist við uppsveiflu hérlendis með vaxta- aðhaldi í stað þess festa sig við peningamálastefnu stærra myntsvæðis sem miðast við allt annan hagveiflutakt. Þetta kann að vera rétt, en aðeins að hluta. Raunar hefur hver einasta uppsveifla á Íslandi seinasta aldarfjórðung eða svo endað með gengislækkun og verðbólguskoti, hvort sem um var að ræða gengisfelling- ar eins og var á fyrri tíð eða gengisfall á markaði sem nú þekkist. Í öllum tilvikum hefur gengislækkunin verið liður í aðlögun íslenska hagkerfisins eftir ofhitnun áranna á undan. Lækkun krónunnar hefur einnig skilað mjúkum lendingu í þeim skilningi að landsfram- leiðsla hefur ekki dregist veru- lega saman né hefur atvinnu- leysi látið á sér kræla. Aftur á móti hafa aukaverkanirnar lýst sér í verðbólgu. Það er því með nokkrum rétti hægt að segja að landsmenn geti valið á milli þess að hafa krónu og látið niðursveiflurnar koma fram í verðbólgu eða hafa evru og láta þær koma fram í atvinnuleysi. Ástæðan fyrir þessu nauð- arvali á milli verðbólgu og atvinnuleysis er ekki sú að Seðlabankinn hafi ekki sinnt hlutverki sínu eftir að peninga- málastjórnun komst í nútíma- horf árið 1998. Þvert á móti. Þess í stað virðast vera ákveðn- ir meinbugir á því hvernig pen- ingamálastefnan berst um hag- kerfið. Það er töluvert þrauta- verk að hafa áhrif á fjármagns- markaðinn hérlendis, sem er að mestu leyti verðtryggður til langs tíma. Til þess að ná lang- tímakröfunni upp þarf bankinn að hækka nafnvexti mun hærra en þekkist hjá öðrum vestræn- um ríkjum. Slík vaxtahækkun hlýtur hins vegar ávallt að ýta gengi krónunnar upp. Sú geng- ishækkun verður síðan til þess að hvetja einkaneyslu áfram þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Þannig eykst einkaneysla fram úr hófi og viðskiptahalli byggist upp sem fyrr eða síðar hlýtur að þrýsta gengi krón- unnar niður og kalla fram verð- bólguskot. Þetta samspil hefur nú sést tvisvar hérlendis, sem virðist benda til þess að kerfis- bundinn vandi sé til staðar. Það sem virðist þó verra er að þessi gamalgróni Akkilesarhæll gæti einnig hafa fengið nýja þýðingu fyrir fjármálastöðugleika. KRÓNAN OG ALÞJÓÐLEG FJÁR- MAGNSVIÐSKIPTI Á síðustu árum hafa fjármagns- viðskipti alþjóðavæðst hérlend- is bæði með útrás í bankavið- skiptum og fjölþjóðaþátttöku á fjármálamarkaði. Eftir því sem þessari samþættingu vindur áfram verður smæð myntsvæð- isins til meiri trafala. Í fyrsta lagi hafa íslenskir bankar mjög takmarkaðan stuðning lánveit- enda til þrautavara sem getur tryggt lausafjárstöðu þeirra þegar um erlend bankaviðskipti er að ræða. En áhyggjur af lausafjárstöðu og fjármögnun eru sá rauði þráður sem gengur í gegnum allar erlendar grein- ingar á íslenskum bönkum. Þetta þrautavarahlutverk virð- ist ekki hafa verið skilgreint svo opinbert sé fyrir Seðlabanka Íslands en ljóst er að ávallt verður erfiðleikum bundið fyrir SB að þjóna þessu hlutverki á öðrum myntsvæðum þar sem bankinn hefur aðeins einkarétt á prentun á íslenskum krónum. Meðan þetta ástand varir munu íslenskir bankar – líkt og allir bankar sem hafa ekki stuðning af lánveitenda til þrautavara – verða viðkvæmir fyrir umtali og grunsemdum af öllu tagi. Þeir munu einnig þurfa að borga fyrir þetta stuðningsleysi með hærra áhættuálagi í fjármögnun sinni í framtíðinni, sem er beinn kostnaður þess að hafa vaxið upp úr íslenska fjármagnsmark- aðinum. Í öðru lagi hafa íslensk- ir markaðir – þar með talinn gjaldeyrismarkaðurinn – orðið að athafnasvæði fyrir erlenda fjárfesta. Þetta er í sjálfu sér gleðileg þróun, en ekki áhættu- laus. Fjármálamarkaðirnir hér eru svo grunnir að tiltölulega litlar breytingar í fjármagns- flæði geta haft stór áhrif og líkurnar á öfgahreyfingum með tilheyrandi óstöðugleika hafa vaxið töluvert. Til að tryggja stöðugleika undir þessum kringumstæðum þarf gríðar- lega stóran gjaldeyrisvarasjóð og líklega markaðsinngrip af hálfu Seðlabankans í framtíð- inni til þess að viðhalda stöðug- leika. Þetta bendir sterklega til þess að kostnaðurinn við sjálf- stæða mynt muni fara vaxandi á næstu árum. AF HVERJU SJÁLFSTÆÐ MYNT? Ástæðan fyrir því að viðhalda sjálfstæðri mynt hlýtur að vera tvíþætt. A) Að ábatinn við sjálf- stæða peningamálastjórnun sé stærri en velferðartapið sem myntin veldur. B) Að sá kost- ur að taka upp aðra mynt sé í raun ekki til staðar nema með töluvert miklum tilfæringum sem snúast um allt aðra hluti en efnahagsmál. Flest bendir nú til þess að seinni liðurinn sé hin raunverulega ástæða fyrir því að Íslendingar eru nú með sjálfstæða mynt. Krónan er að valda töluverðum velferðar- kostnaði með háu vaxtastigi og óstöðugleika sem er aðeins að litlu leyti réttlætanlegur með þeim ábata sem sjálfstæð pen- ingamálastjórnun skapar. Það myndi aftur á móti gera lítið gagn að taka upp evruna ein- hliða og fá ekki aðild að þeim stofnanaramma sem umlyk- ur evrópska myntsvæðið. Sú ráðstöfun ein og sér að fórna Seðlabanka Íslands án þess að fá Evrópska seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara myndi einungis gera illt verra. Upptaka evrunnar hlýtur ávallt að koma samhliða aðild að Evrópusambandinu, sem er mjög stórt pólitískt mál sem snýst um mun fleiri hluti en peningamál. Af hverju ekki evra? Ásgeir Jónsson Hagfræðingur O R Ð Í B E L G VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. “Í þessu er fólginn mikill tímasparnaður.” Ester Ýr Jónsdóttir, kennari “Hreinn tímaþjófur að láta það fram hjá sér fara.” Rut Skúladóttir, 20 ára nemi. Meiri tími – Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. 3. vikna hraðnámskeið 13. júní Akureyri 3. vikna hraðnámkeið 17. maí Náðu árangri með okkur í sumar og skráðu þig á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans. Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.