Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 14
14 10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ����������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������� ������������������������ �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Allt önnur Astra. Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������� �������������������� ���� ����������������� HEILBRIGÐISMÁL „Menntun sjúkra- liða á Íslandi er jafnmikil ef ekki meiri en á Norðurlöndunum en þrátt fyrir það komast sjúkraliðar hér ekki með tærnar þar sem hinir hafa hælana þegar kemur að starfsréttindum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands. „Það þarf að endurskilgreina frá grunni verka- skiptingu á milli hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða.“ Sjúkraliðanám á Íslandi tekur sex annir og mjög margir bæta við sig þriggja anna sérnámi í hjúkrun aldraðra. Þrátt fyrir þetta mega íslenskir sjúkraliðar ekki sinna störfum sem sjúkraliðar á Norður- löndunum hafa séð um í langan tíma til dæmis að sprauta þó það sé fyrir löngu búið að viðurkenna það í Danmörku með sex anna nám. Sjúkraliðar í Danmörku þurfa heldur ekki að hafa hjúkrun- arfræðing á bakvakt eftir sex anna nám en íslenskir sjúkraliðar ná því ekki eftir níu anna nám með sér- hæfingu í öldrunarhjúkrun. Þessu hefur Sjúkraliðafélag Íslands mót- mælt bæði bréflega og munnlega við heilbrigðisráðuneytið. Kristín segir að hún hafi einnig reynt að fá skýringar á þessu hjá landlækni en svar hans hafi einfaldlega verið: „Af því bara. Svona er þetta á Íslandi og við viljum hafa þetta svona“.“ Kristín segir jafnframt að þegar hjúkrunarfræðing vantar á vakt þá séu það sjúkraliðar sem ganga í störf þeirra. Þetta viti allir en það megi ekki viðurkenna það. „Nú er líka mikil umræða um samþætt- ingu heimahjúkrunar og félags- þjónustunnar og um leið og við- komandi sjúklingur er ekki undir væng heilbrigðisþjónustunnar heldur félagsþjónustunnar þá sér ófaglært fólk um lyfjagjafir og sprautur. Þetta er fólk sem hefur enga menntun. Svör varðandi þetta fékk ég hjá landlækni og voru að þetta kæmi þeim ekki við.“ Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að nauðsynlegt sé að nýta menntun heilbrigðisstarfs- fólks sem best. „Afstaða okkar hefur verið að það klíníska mat sem þarf að fara fram, áður en lyf er gefið, sé gert af þeim sem hafa bestu menntunina á hjúkrunar- sviði. Að ábyrgðin sé hjá þeim.“ Sigurður segir að ef ófaglært fólk sé að sprauta sjúklinga sé það eitt- hvað sem hann vilji fá frekari upp- lýsingar um og sé eitthvað sem landlæknisembættið vilji ekki. svavar@frettabladid.is Menntun sjúkraliða stórlega vanmetin Starfsréttindi sjúkraliða eru mun minni hér en á Norðurlöndunum þrátt fyrir sambærilega eða betri menntun. Sjúkraliðar fá ekki að gefa lyf með sprautu en ófaglærðir sjá um slíka lyfjagjöf þegar sjúklingur fellur undir félagsþjónustuna. SJÚKRALIÐANEMAR Nám sjúkraliða tekur sex annir og margir bæta við sig þriggja anna viðbótarnámi í hjúkrun aldraðra. Þetta nám gefur þó mun minni starfsréttindi en sambærilegt nám á Norðurlöndunum. KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ELDVIRKNI Á JÖVU Glóandi hraun sést hér flæða úr gíg eldfjallsins Merapi á eynni Jövu í Indónesíu. Eldvirkni hefur verið stöðug í fjallinu að undanförnu. Það hefur spýtt úr sér stórum gas- og gjóskubólstrum vikum saman og fljótandi hraun hefur safnast upp í suðurhluta gígsins. KOSNINGABARÁTTAN Sigurður Sverr- ir Jónsson, oddviti í Skilmanna- hreppi, gengur nú mili bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins í formi vöruúttektar í Byko eða Húsasmiðjunni. Þetta á að gerast áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum í sumar. Skilmannahreppur, sem er einn efnaðasti hreppur landsins vegna gjalda af járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og hálfu álverinu þar, á 30 milljónir í svonefndum Búsetusjóði. Sjóðnum á nú að deila út áður en til sam- einingar kemur þannig að peningarnir deilist ekki á alla íbúa hins sameinaða sveitarfélags. Sigurður Sverrir Jóns- son oddviti segir að þegar sameiningin var ákveðin hafi sjóðurinn verið undan- skilinn nema eitthvað yrði eftir í honum við samein- inguna. Það verði ekki. Ætlast sé til að íbúarnir máli mann- virki á jörðum sínum og dytti þar að hlutum og því sé útektarfyrirkomulagið í BYKO og Húsasmiðjunni ekki óeðlilegt. Sigurður játar, að sögn NFS, að þetta kunni að líta út eins og atkvæðakaup í ljósi þess að hann leiðir einn þriggja lista í nýju sameinuðu sveitarfélagi en telur að hann geti líka gold- ið þess ef öfundar gæti í hinum hreppunum þremur. ■ Oddvitinn í Skilmannahreppi gengur milli bæja og deilir út peningum í sjóði: Kaupir atkvæði fyrir úttekt SIGURÐUR SVERRIR JÓNSSON DANMÖRK Danir hyggjast stór- auka sölu á þekkingu sinni á umhverfis- og orkumálum. Hefur ríkisstjórn landsins markað stefnu sem tryggja á Dönum auknar tekjur af útflutningi á umhverfisvænum lausnum eins og vindmyllum, reyk- og vatns- hreinsum og þekkingu á sorpmál- um. Í frétt Berlingske tidende í gær kom fram að ströng umhverf- isstefna í landinu síðustu þrjátíu ár sé ástæðan fyrir því að Danir búi yfir yfirburða þekkingu á þessum sviðum. Nú séu að opnast stórir markaðir fyrir þessa þekk- ingu í löndum eins og Kína, Ind- landi, Brasilíu, Bandaríkjunum og Rússlandi og ríkisstjórnin vilji tryggja að Danir fái sinn skerf af þeirri köku. Því hafa þrír ráð- herrar fengið það verkefni að kynna þær lausnir sem Danir búi yfir í þessum löndum. Einnig eiga sendiherrar lands- ins á þessum svæðum að sjá um kynninguna og að afla tengsla sem dönsk fyrirtæki geta nýtt sér. Per Stig Møller, utanríkisráð- herra segir að aukin eftirspurn eftir orku í heiminum sé gullið tækifæri fyrir Danmörku. ■ Danir telja sig í fremstu röð í umhverfismálum: Vilja flytja út umhverfisþekingu VINDMYLLUR Danir eru sannfærðir um að í Asíu, Ameríku og víðar sé markaður fyrir sérþekkingu þeirra á umhverfismálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.